Aron: Hrikalega stoltur og ánægður með þennan titil Þorsteinn Hjálmsson skrifar 2. apríl 2024 21:46 Aron var sáttur eftir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla í kvöld. Varð það ljóst eftir að liðið sigraði Gróttu, 22-29, og að Valur tapaði gegn KA, 34-29. Aron Pálmarsson, fyrirliði FH, var sáttur með andann og drifkraftinn í liðsfélögum sínum í kvöld en liðið hafði tapað síðustu tveimur leikjum. „Ég var ánægður með attitude-ið sem við sýndum eftir erfiða síðustu viku. Komum bara vel stemmdir, gíraðir, spiluðum vel. Mér finnst það hafa verið smá lægð yfir okkur í síðustu tveimur, jafnvel þremur leikjum. Við bara mættum hundrað prósent. Töluðum mikið saman um þetta og við þurftum að mæta eins og meistarar í þennan leik og mér fannst við gera það. Við hefðum kannski getað spilað aðeins betur. Klikkum svolítið af færum og svona, aðallega ég þar, en bara mjög sáttur.“ Aron hafði ekki hugmynd um að liðið ætti möguleika á að vinna deildarmeistaratitilinn í kvöld með hagstæðum úrslitum úr leik KA og Vals. Fókusinn hjá FH-ingum var greinilega eingöngu á leik liðsins gegn Gróttu í kvöld. „Í rauninni ekki. Það talaði enginn um það og það hvarflaði ekki einu sinni að mér verð ég að viðurkenna. Ég pældi ekki einu sinni í því að Valur væri að spila í kvöld. En svo þegar við komum út af vellinum þá fáum við stöðuna að þeir séu að tapa með fimm og lítið eftir. Þá þurfti maður að gíra sig upp og bara yndislegt að sigla þessu heim núna.“ Er titilinn sætari fyrir vikið? „Já. Eins og ég segi, ég pældi ekkert í þessu. Auðvitað hefði verið fínt ef að þeirra leikur hefði klárast á undan og við hefðum fengið að vita þetta. Ég er hrikalega stoltur og ánægður með þennan titil.“ „Engin krísa“ Aron segir liðið hafa sýnt andlegan styrk sinn með frammistöðu sinni í kvöld og að engin krísa sé í Kaplakrika. Ekkert annað mun komast að hjá Aroni næstu tæpu tvo mánuði á meðan úrslitakeppnin verður í gangi. „Miðað við andann sem við sýndum í dag, ef þú berð það saman við síðustu tvær vikur. Við vitum að úrslitakeppnin er allt annað skrímsli og mér fannst við sýna það í dag að það er engin krísa. Við vorum ekkert búnir að grafa neina holu. Við bar ræddum og æfðum hlutina sem var búið að fara úrskeiðis og nú þarf bara að leggja allt í þessar átta vikur sem úrslitakeppnin er og það er ekkert annað sem kemst efst í huga manns,“ sagði Aron að lokum. Handbolti Olís-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - FH 22-29 | Hafnfirðingar deildarmeistarar FH er deildarmeistari í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á Gróttu í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. apríl 2024 20:55 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
„Ég var ánægður með attitude-ið sem við sýndum eftir erfiða síðustu viku. Komum bara vel stemmdir, gíraðir, spiluðum vel. Mér finnst það hafa verið smá lægð yfir okkur í síðustu tveimur, jafnvel þremur leikjum. Við bara mættum hundrað prósent. Töluðum mikið saman um þetta og við þurftum að mæta eins og meistarar í þennan leik og mér fannst við gera það. Við hefðum kannski getað spilað aðeins betur. Klikkum svolítið af færum og svona, aðallega ég þar, en bara mjög sáttur.“ Aron hafði ekki hugmynd um að liðið ætti möguleika á að vinna deildarmeistaratitilinn í kvöld með hagstæðum úrslitum úr leik KA og Vals. Fókusinn hjá FH-ingum var greinilega eingöngu á leik liðsins gegn Gróttu í kvöld. „Í rauninni ekki. Það talaði enginn um það og það hvarflaði ekki einu sinni að mér verð ég að viðurkenna. Ég pældi ekki einu sinni í því að Valur væri að spila í kvöld. En svo þegar við komum út af vellinum þá fáum við stöðuna að þeir séu að tapa með fimm og lítið eftir. Þá þurfti maður að gíra sig upp og bara yndislegt að sigla þessu heim núna.“ Er titilinn sætari fyrir vikið? „Já. Eins og ég segi, ég pældi ekkert í þessu. Auðvitað hefði verið fínt ef að þeirra leikur hefði klárast á undan og við hefðum fengið að vita þetta. Ég er hrikalega stoltur og ánægður með þennan titil.“ „Engin krísa“ Aron segir liðið hafa sýnt andlegan styrk sinn með frammistöðu sinni í kvöld og að engin krísa sé í Kaplakrika. Ekkert annað mun komast að hjá Aroni næstu tæpu tvo mánuði á meðan úrslitakeppnin verður í gangi. „Miðað við andann sem við sýndum í dag, ef þú berð það saman við síðustu tvær vikur. Við vitum að úrslitakeppnin er allt annað skrímsli og mér fannst við sýna það í dag að það er engin krísa. Við vorum ekkert búnir að grafa neina holu. Við bar ræddum og æfðum hlutina sem var búið að fara úrskeiðis og nú þarf bara að leggja allt í þessar átta vikur sem úrslitakeppnin er og það er ekkert annað sem kemst efst í huga manns,“ sagði Aron að lokum.
Handbolti Olís-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - FH 22-29 | Hafnfirðingar deildarmeistarar FH er deildarmeistari í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á Gróttu í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. apríl 2024 20:55 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Leik lokið: Grótta - FH 22-29 | Hafnfirðingar deildarmeistarar FH er deildarmeistari í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á Gróttu í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. apríl 2024 20:55