Áföll og endurhæfing Fríða Brá Pálsdóttir skrifar 3. apríl 2024 08:01 Þann 14. mars síðastliðinn stóð Félag sjúkraþjálfara fyrir þverfaglegri ráðstefnu undir yfirskriftinni Áföll og endurhæfing. Áhugi á ráðstefnunni var gríðarlegur og raunar svo mikill að það seldist upp á ráðstefnuna ekki bara einu sinni, heldur tvisvar sinnum á fyrstu dögum skráningar! Mælendaskráin var líka af dýrari gerðinni. Íslandsvinkonan Pernille Thomsen, sjúkraþjálfari sem þjónustar fólk með vandamál tengd taugakerfinu í sínu heimalandi Danmörku reið á vaðið, á eftir henni tók Margrét Gunnarsdóttir, geðsjúkraþjálfari og sálmeðferðarfærðingur við og ræddi um meðferð fólks með flókna áfallasögu og Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur á landspítala ræddi um áfallastreitu og áfallameðferðir. Dagskráin að lokinni kaffipásu var ekki síðri: Katrín Ösp Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur fjallaði um samhyggðarþreytu og önnur starfstengd áföll, Dr. Margrét Ólafía Tómasdóttir um doktorsverkefni sitt um tengsl áfalla og heilsubrests seinna á lífsleiðinni og Dr. Sigrún Sigurðardóttir lauk deginum, með skeleggri umfjöllun um áföll og áfallamiðaða nálgun. Þau sem þekkja til í áfallabransanum hérna heima sjá að þarna eru topp fræðikonur á ferð, enda lét áhuginn ekki á sér standa. Og ráðstefnan var sannarlega þverfagleg! Fyrirlesarar voru sjúkraþjálfarar, sálfræðingur, hjúkrunarfræðingar og læknir, en gestir ráðstefnunnar voru líka úr mjög fjölbreyttum áttum innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. Kollegar okkar skipuleggjenda, sjúkraþjálfarar, áttu flesta fulltrúa á ráðstefnunni, tæplega 80, en auk þeirra sóttu ráðstefnuna sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafar, sjúkraliðar, íþróttafræðingar, ljósmæður, fjölskyldufræðingar, læknar, kírópraktorar, kennarar, sérkennarrar, næringarfræðingar, lyfjafræðingar, þroskaþjálfar auk áhugafólks. Þá var þarna starfsfólk ýmissa stofnanna, meðal annars frá Virk, Janus, Kjarki, Stígamótum, Rótinni, ráðgjafar af réttargeðdeild og geðdeild, úr endurhæfingarteymum, frá velferðarsviði og sjúkrahúsdjákni. Og þá er bara talið upp það fólk sem náðist tal af við skráningu. Ljóst er að mikil vakning er í samfélaginu um áhrif áfalla. Undirrituð hefur áður skrifað ákall til félags- og heilbrigðiskerfana um upprætingu ofbeldis og kom það meðal annars fram í einu erindi dagsins að Vincent Felitti sjálfur hefur vakið athygli á því að áföll í æsku sé stærsta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag. Það er þá einnig tímana tákn, og merki um þá miklu vitundarvakningu sem hefur átt sér stað, að fyrir 15 árum þegar Vincent Fellitti kom til landsins talaði hann fyrir framan 20 manns. Leiða mætti líkum að því að kæmi hann í dag myndi hann fylla laugardalshöll, einu sinni eða jafnvel tvisvar.Áföll hafa áhrif á hvaða sjúkdóma við munum fá á lífsleiðinni, en þau hafa líka áhrif á það hvernig við getum nýtt okkur þá meðferð sem er í boði. Ljóst er að við öll sem vinnum í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu getum haft áhrif til góðs eða ils þegar kemur að því að takast á við afleiðingar áfalla. Stórar erlendar rannsóknir segja okkur að ef fólkið sem stendur fyrir framan okkur er ekki að fá þann árangur af meðferð sem vænta mætti er það vísbending um að athuga ætti með áfallasögu. Áfallamiðuð nálgun kennir okkur að breyta spurningunni „hvað er að þér?“ í „Hvað kom fyrir þig?“ og hvet ég starfsfólk í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu til að tileinka sér þann hugsunarhátt. Samtalið um áföll og endurhæfingu er rétt að byrja hér á landi og verður spennandi að sjá hvað gerist í fjölbreyttri flóru rannsókna á þessu sviði á næstu misserum. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þann 14. mars síðastliðinn stóð Félag sjúkraþjálfara fyrir þverfaglegri ráðstefnu undir yfirskriftinni Áföll og endurhæfing. Áhugi á ráðstefnunni var gríðarlegur og raunar svo mikill að það seldist upp á ráðstefnuna ekki bara einu sinni, heldur tvisvar sinnum á fyrstu dögum skráningar! Mælendaskráin var líka af dýrari gerðinni. Íslandsvinkonan Pernille Thomsen, sjúkraþjálfari sem þjónustar fólk með vandamál tengd taugakerfinu í sínu heimalandi Danmörku reið á vaðið, á eftir henni tók Margrét Gunnarsdóttir, geðsjúkraþjálfari og sálmeðferðarfærðingur við og ræddi um meðferð fólks með flókna áfallasögu og Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur á landspítala ræddi um áfallastreitu og áfallameðferðir. Dagskráin að lokinni kaffipásu var ekki síðri: Katrín Ösp Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur fjallaði um samhyggðarþreytu og önnur starfstengd áföll, Dr. Margrét Ólafía Tómasdóttir um doktorsverkefni sitt um tengsl áfalla og heilsubrests seinna á lífsleiðinni og Dr. Sigrún Sigurðardóttir lauk deginum, með skeleggri umfjöllun um áföll og áfallamiðaða nálgun. Þau sem þekkja til í áfallabransanum hérna heima sjá að þarna eru topp fræðikonur á ferð, enda lét áhuginn ekki á sér standa. Og ráðstefnan var sannarlega þverfagleg! Fyrirlesarar voru sjúkraþjálfarar, sálfræðingur, hjúkrunarfræðingar og læknir, en gestir ráðstefnunnar voru líka úr mjög fjölbreyttum áttum innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. Kollegar okkar skipuleggjenda, sjúkraþjálfarar, áttu flesta fulltrúa á ráðstefnunni, tæplega 80, en auk þeirra sóttu ráðstefnuna sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafar, sjúkraliðar, íþróttafræðingar, ljósmæður, fjölskyldufræðingar, læknar, kírópraktorar, kennarar, sérkennarrar, næringarfræðingar, lyfjafræðingar, þroskaþjálfar auk áhugafólks. Þá var þarna starfsfólk ýmissa stofnanna, meðal annars frá Virk, Janus, Kjarki, Stígamótum, Rótinni, ráðgjafar af réttargeðdeild og geðdeild, úr endurhæfingarteymum, frá velferðarsviði og sjúkrahúsdjákni. Og þá er bara talið upp það fólk sem náðist tal af við skráningu. Ljóst er að mikil vakning er í samfélaginu um áhrif áfalla. Undirrituð hefur áður skrifað ákall til félags- og heilbrigðiskerfana um upprætingu ofbeldis og kom það meðal annars fram í einu erindi dagsins að Vincent Felitti sjálfur hefur vakið athygli á því að áföll í æsku sé stærsta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag. Það er þá einnig tímana tákn, og merki um þá miklu vitundarvakningu sem hefur átt sér stað, að fyrir 15 árum þegar Vincent Fellitti kom til landsins talaði hann fyrir framan 20 manns. Leiða mætti líkum að því að kæmi hann í dag myndi hann fylla laugardalshöll, einu sinni eða jafnvel tvisvar.Áföll hafa áhrif á hvaða sjúkdóma við munum fá á lífsleiðinni, en þau hafa líka áhrif á það hvernig við getum nýtt okkur þá meðferð sem er í boði. Ljóst er að við öll sem vinnum í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu getum haft áhrif til góðs eða ils þegar kemur að því að takast á við afleiðingar áfalla. Stórar erlendar rannsóknir segja okkur að ef fólkið sem stendur fyrir framan okkur er ekki að fá þann árangur af meðferð sem vænta mætti er það vísbending um að athuga ætti með áfallasögu. Áfallamiðuð nálgun kennir okkur að breyta spurningunni „hvað er að þér?“ í „Hvað kom fyrir þig?“ og hvet ég starfsfólk í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu til að tileinka sér þann hugsunarhátt. Samtalið um áföll og endurhæfingu er rétt að byrja hér á landi og verður spennandi að sjá hvað gerist í fjölbreyttri flóru rannsókna á þessu sviði á næstu misserum. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun