Vill selja Ísraelum vopn fyrir tvær og hálfa billjón Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2024 14:35 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur verið undir nokkrum þrýstingi, og meðal annars innan Demókrataflokksins, um að draga úr eða jafnvel stöðva vopnasendingar til Ísrael. AP/Matt Kelley Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur beðið þingmenn um að samþykkja gífurlega umfangsmikla vopna- og hergagnasölu til Ísrael. Margir þingmenn hafa, auk annarra, kallað eftir takmörkun á vopnasölum til Ísrael vegna stríðsins á Gasaströndinni og framgöngu Ísraela þar. Meðal þess sem til stendur að selja Ísraelum eru allt að fimmtíu orrustuþotur af gerðinni F-15, flugskeyti og búnaður til að gera svokallaðar „heimskar“ sprengjur nákvæmar, samkvæmt frétt Politico. Verðmiðinn á vopnunum og hergögnunum sem Biden vill selja er um átján milljarðar dala en það samsvarar um tveimur og hálfri billjón króna (2.512.800.000.000 krónur). F-15 orrustuþoturnar yrðu smíðaðar frá grunni og þær fyrstu yrðu ekki afhentar fyrr en eftir minnst fimm ár. Samkvæmt heimildum New York Times vilja Ísraelar einnig kaupa nýjar F-35 orrustuþotur á næstu árum. F-15 voru fyrst teknar í notkun árið 1976 og eru af fjórðu kynslóð orrustuþotna en nýjustu útgáfur þeirra eru meðal háþróuðust vopna Bandaríkjanna. Þær eru mjög hraðskreiðar og þykja sömuleiðis mjög fimar. Orrustuþoturnar eru einnig búnar háþróuðum ratsjám og tæknibúnaði og henta bæði til loftárása og til þess að skjóta niður aðrar orrustuþotur. Ísraelskur flugmaður á F-15 orrustuþotu.EPA/JIM HOLLANDER Hefur sent mikið magn vopna til Ísrael Barack Obama, fyrrverandi forseti, samþykkti árið 2016 tíu ára samkomulag við Ísrael um umfangsmikla hernaðaraðstoð. Frá því í október hefur Biden sent Ísraelum tvær vopnasendingar, án aðkomu þingsins, en þær sendingar hafa að mestu innihaldið skotfæri fyrir skriðdeka og stórskotalið. Frá því stríðið á Gasa hófst hafa rúmlega 32 þúsund Palestínumenn látið lífið, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas-samtökunum. Aðstæður fyrir rúmar tvær milljónir íbúa svæðisins hafa versnað verulega og er svæðið sagt á barmi hungursneyðar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði blaðamönnum í París í gær að þessi vopnasala sneri ekki að stríðinu á Gasa, heldur öðrum aðilum sem ógni öryggi Ísraela eins og Hesbollah í Líbanon og Íran, auk annarra sem hafa heitið því að eyða Ísraelsríki. NYT hefur eftir ónafngreindum embættismönnum að þeir óttist að það að hægja á eða stöðva vopnasendingar til Ísrael, eins og margir hafa kallað eftir, gæti grafið undan öryggi Ísraela og gert Írana og vígahópa sem þeir styðja líklegri til árása á Ísrael. Gagnrýnendur Ísraela benda á að ítrekuð áköll Bidens og annarra ráðamanna til Ísraela um að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara og þjáningu þeirra hafi engum árangri skilað. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. 2. apríl 2024 21:45 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Ísraelski herinn skilur Al-shifa sjúkrahúsið eftir í eyði Ísraelski herinn hefur dregið herlið sitt til baka frá al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg eftir rúmlega tveggja vikna árásir á sjúrahúsið. Algjör eyðilegging blasir nú við á svæðinu. Nokkur hundruð manns hafa snúið aftur á spítalasvæðið en sjúkrahúsið er það stærsta í Gasa. 1. apríl 2024 15:45 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Meðal þess sem til stendur að selja Ísraelum eru allt að fimmtíu orrustuþotur af gerðinni F-15, flugskeyti og búnaður til að gera svokallaðar „heimskar“ sprengjur nákvæmar, samkvæmt frétt Politico. Verðmiðinn á vopnunum og hergögnunum sem Biden vill selja er um átján milljarðar dala en það samsvarar um tveimur og hálfri billjón króna (2.512.800.000.000 krónur). F-15 orrustuþoturnar yrðu smíðaðar frá grunni og þær fyrstu yrðu ekki afhentar fyrr en eftir minnst fimm ár. Samkvæmt heimildum New York Times vilja Ísraelar einnig kaupa nýjar F-35 orrustuþotur á næstu árum. F-15 voru fyrst teknar í notkun árið 1976 og eru af fjórðu kynslóð orrustuþotna en nýjustu útgáfur þeirra eru meðal háþróuðust vopna Bandaríkjanna. Þær eru mjög hraðskreiðar og þykja sömuleiðis mjög fimar. Orrustuþoturnar eru einnig búnar háþróuðum ratsjám og tæknibúnaði og henta bæði til loftárása og til þess að skjóta niður aðrar orrustuþotur. Ísraelskur flugmaður á F-15 orrustuþotu.EPA/JIM HOLLANDER Hefur sent mikið magn vopna til Ísrael Barack Obama, fyrrverandi forseti, samþykkti árið 2016 tíu ára samkomulag við Ísrael um umfangsmikla hernaðaraðstoð. Frá því í október hefur Biden sent Ísraelum tvær vopnasendingar, án aðkomu þingsins, en þær sendingar hafa að mestu innihaldið skotfæri fyrir skriðdeka og stórskotalið. Frá því stríðið á Gasa hófst hafa rúmlega 32 þúsund Palestínumenn látið lífið, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas-samtökunum. Aðstæður fyrir rúmar tvær milljónir íbúa svæðisins hafa versnað verulega og er svæðið sagt á barmi hungursneyðar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði blaðamönnum í París í gær að þessi vopnasala sneri ekki að stríðinu á Gasa, heldur öðrum aðilum sem ógni öryggi Ísraela eins og Hesbollah í Líbanon og Íran, auk annarra sem hafa heitið því að eyða Ísraelsríki. NYT hefur eftir ónafngreindum embættismönnum að þeir óttist að það að hægja á eða stöðva vopnasendingar til Ísrael, eins og margir hafa kallað eftir, gæti grafið undan öryggi Ísraela og gert Írana og vígahópa sem þeir styðja líklegri til árása á Ísrael. Gagnrýnendur Ísraela benda á að ítrekuð áköll Bidens og annarra ráðamanna til Ísraela um að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara og þjáningu þeirra hafi engum árangri skilað.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. 2. apríl 2024 21:45 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Ísraelski herinn skilur Al-shifa sjúkrahúsið eftir í eyði Ísraelski herinn hefur dregið herlið sitt til baka frá al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg eftir rúmlega tveggja vikna árásir á sjúrahúsið. Algjör eyðilegging blasir nú við á svæðinu. Nokkur hundruð manns hafa snúið aftur á spítalasvæðið en sjúkrahúsið er það stærsta í Gasa. 1. apríl 2024 15:45 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. 2. apríl 2024 21:45
Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01
Ísraelski herinn skilur Al-shifa sjúkrahúsið eftir í eyði Ísraelski herinn hefur dregið herlið sitt til baka frá al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg eftir rúmlega tveggja vikna árásir á sjúrahúsið. Algjör eyðilegging blasir nú við á svæðinu. Nokkur hundruð manns hafa snúið aftur á spítalasvæðið en sjúkrahúsið er það stærsta í Gasa. 1. apríl 2024 15:45
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent