Hótar að senda 20 þúsund fíla til Þýskalands Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2024 07:41 Um 130 þúsund fílar eru nú í Botsvana og segir forseti landsins þennan mikla fjölda valda miklum vandræðum. EPA Forseti Botsvana hefur hótað því að senda 20 þúsund fíla til Þýskalands. Þetta er svar hans við áætlunum þýskra stjórnvalda um að herða reglur varðandi innflutning á veiddum dýrum. Mokgweetsi Masisi, forseti Botsvana, segir í samtali við Bild að Þjóðverjar ættu að prófa að lifa með dýrunum líkt og þeir segi sjálfir íbúa Botsvana eiga að gera. „Þetta er ekkert grín.“ Masisi gagnrýnir harðlega breytingar sem þýska umhverfisráðuneytið gerði fyrr á árinu sem opnar á strangari reglur um innflutning á uppstoppuðum dýrum sem menn hafa veitt. Bendir forsetinn á að fílastofninn í Botsvana hafi margfaldast á síðustu árum og að veiðar séu mikilvægt tól til að halda stofninum í skefjum. Forsetinn segir að þýskt innflutningsbann myndi stuðla að aukinni fátækt Botsvanamanna, en vestrænir veiðimenn greiða margir háar fjárhæðir til að öðlast veiðileyfi í landinu og taka svo með sér uppstoppuð dýrin eða skinn með sér heim og nýta sem stofustáss. Um 130 þúsund fílar eru nú í Botsvana og segir Masisi að fílarnir eyðileggi eignir, éti froska í stórum stíl og eigi það til að verða mönnum að bana. Stjórnvöld í Botsvana hafa nú þegar boðið Angólamönnum að fá átta þúsund fíla og Mósambík fimm hundruð. „Við myndum vilja bjóða Þjóðverjum slíka gjöf,“ segir Masisi og bætir við að hann myndi ekki samþykkja afþökkun af hálfu Þjóðverja. Verðlaunaveiðar voru bannaðar í Botsvana árið 2014 en banninu aflétt fimm árum síðar eftir mótmæli íbúa. Er nú gefnir út sérstakir veiðikvótar til að stýra veiðunum sem best. Botsvana Þýskaland Dýr Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Sjá meira
Mokgweetsi Masisi, forseti Botsvana, segir í samtali við Bild að Þjóðverjar ættu að prófa að lifa með dýrunum líkt og þeir segi sjálfir íbúa Botsvana eiga að gera. „Þetta er ekkert grín.“ Masisi gagnrýnir harðlega breytingar sem þýska umhverfisráðuneytið gerði fyrr á árinu sem opnar á strangari reglur um innflutning á uppstoppuðum dýrum sem menn hafa veitt. Bendir forsetinn á að fílastofninn í Botsvana hafi margfaldast á síðustu árum og að veiðar séu mikilvægt tól til að halda stofninum í skefjum. Forsetinn segir að þýskt innflutningsbann myndi stuðla að aukinni fátækt Botsvanamanna, en vestrænir veiðimenn greiða margir háar fjárhæðir til að öðlast veiðileyfi í landinu og taka svo með sér uppstoppuð dýrin eða skinn með sér heim og nýta sem stofustáss. Um 130 þúsund fílar eru nú í Botsvana og segir Masisi að fílarnir eyðileggi eignir, éti froska í stórum stíl og eigi það til að verða mönnum að bana. Stjórnvöld í Botsvana hafa nú þegar boðið Angólamönnum að fá átta þúsund fíla og Mósambík fimm hundruð. „Við myndum vilja bjóða Þjóðverjum slíka gjöf,“ segir Masisi og bætir við að hann myndi ekki samþykkja afþökkun af hálfu Þjóðverja. Verðlaunaveiðar voru bannaðar í Botsvana árið 2014 en banninu aflétt fimm árum síðar eftir mótmæli íbúa. Er nú gefnir út sérstakir veiðikvótar til að stýra veiðunum sem best.
Botsvana Þýskaland Dýr Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila