Fjórfaldi heimsmeistarinn íhugar að hætta við að hætta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2024 13:31 Sebastian Vettel hefur hugsað um að hætta við að hætta. Dan Istitene - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, segist hafa íhugað það að snúa aftur í íþróttina eftir að hafa lagt kappaksturinn á hilluna árið 2022. Þjóðverjinn varð heimsmeistari með Red Bull fjögur ár í röð frá 2010 til 2013. Vettel er enn aðeins 36 ára gamall og gæti því enn átt nokkur góð ár eftir í heimi Formúlu 1. Nú þegar vitað er að Lewis Hamilton mun færa sig yfir til Ferrari eftir yfirstandandi tímabil er ljóst að Mercedes-liðið er með laust sæti á næsta tímabili. Það gæti komið af stað löngum kapli og Vettel gerir sér grein fyrir því. „Það eru ýmsar hugmyndir sem koma upp í hugann á manni og ég hef alveg íhugað að snúa aftur,“ sagði Vettel í samtali við BBC. „Eins og staðan er núna hefur mér samt ekki snúist hugur en þetta fer allt eftir því hvað á eftir að gerast.“ Hann segist þó hafa verið í sambandi við Toto Wolff, liðsstjóra Marcedes. „Ég fylgist vel með íþróttinni og eins og staðan er núna á mikið eftir að gerast þegar kemur að ökumönnum, hvar þeir enda og allt það. Ég er að sjálfsögðu enn í sambandi við fólk innan íþróttarinnar. Ég spjalla stundum við Toto. Þetta á allt eftir að koma í ljós, en eins og staðan er núna er það ekki í forgangi hjá mér að snúa aftur.“ Akstursíþróttir Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Þjóðverjinn varð heimsmeistari með Red Bull fjögur ár í röð frá 2010 til 2013. Vettel er enn aðeins 36 ára gamall og gæti því enn átt nokkur góð ár eftir í heimi Formúlu 1. Nú þegar vitað er að Lewis Hamilton mun færa sig yfir til Ferrari eftir yfirstandandi tímabil er ljóst að Mercedes-liðið er með laust sæti á næsta tímabili. Það gæti komið af stað löngum kapli og Vettel gerir sér grein fyrir því. „Það eru ýmsar hugmyndir sem koma upp í hugann á manni og ég hef alveg íhugað að snúa aftur,“ sagði Vettel í samtali við BBC. „Eins og staðan er núna hefur mér samt ekki snúist hugur en þetta fer allt eftir því hvað á eftir að gerast.“ Hann segist þó hafa verið í sambandi við Toto Wolff, liðsstjóra Marcedes. „Ég fylgist vel með íþróttinni og eins og staðan er núna á mikið eftir að gerast þegar kemur að ökumönnum, hvar þeir enda og allt það. Ég er að sjálfsögðu enn í sambandi við fólk innan íþróttarinnar. Ég spjalla stundum við Toto. Þetta á allt eftir að koma í ljós, en eins og staðan er núna er það ekki í forgangi hjá mér að snúa aftur.“
Akstursíþróttir Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira