„Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2024 17:11 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Pavel Bednyakov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. Því væri eina mögulega markmið „skipuleggjenda“ þess að vígamenn Íslamska ríkisins í Khorasan (ISKP) frá Tadsíkistan hefðu myrt að minnsta kosti 144 í tónleikahöllinni í Crocus nærri Moskvu í síðasta mánuði, að valda sundrung meðal rússnesku þjóðarinnar. Þetta sagði Pútín í ávarpi sem sjónvarpað var í Rússlandi í dag. Ráðamenn í Rússlandi og málpípur þeirra í rússneskum fjölmiðlum hafa ítrekað haldið því fram að Úkraínumenn hafi greitt mönnunum og hafa jafnvel bendlað Bandaríkjamenn, Breta og nú síðast Frakka við árásina. Leiðtogar þessara ríkja segja það þvælu. Forsvarsmenn ISKP hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni og hafa sömuleiðis birt myndefni sem árásarmennirnir fjórir tóku upp á meðan á árásinni stóð. ISKP er angi Íslamska ríkisins sem er virkur í Mið-Asíu og þá helst í Afganistan. Eins og upprunalegu ISIS-samtökin er markmið ISKP að stofna kalífadæmi sem stýrt er með sjaríalögum. Nafn samtakanna, Khorasan, vísar til nafns svæðis sem inniheldur meðal annars hluta landsvæðis Íran, Afganistan, Túrkmenistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Þúsundir Rússa og annarra manna frá ríkjum Mið-Asíu sem mörg hver tilheyrðu Sovétríkjunum, gengu til liðs við Íslamska ríkið þegar kalífadæmið var stofnað í Írak og Sýrlandi árið 2014. Hafa gert fjölda árása gegn Rússum Einn talsmanna ISIS ítrekaði á dögunum að samtökin bæru ábyrgð á árásinni og vísaði hann meðal annars til þess að vígamenn Íslamska ríkisins hefðu barist við rússneska hermenn bæði í Afríku og í Sýrlandi og hrósaði hann ISKP vegna árásarinnar í Moskvu. Þá hafa vígamenn Íslamska ríkisins ítrekað gert árásir í Rússlandi og gegn rússnesku fólki. Árið 2015 sprengdu vígamenn ISIS farþegaþotu frá Rússlandi yfir Sinaískaga í Egyptalandi en 224 dóu í þeirri árás. Menn sem aðhyllast ISIS hafa einnig stungið fólk í Rússlandi og skotið fólk til bana, eins og farið er yfir í frétt Meduza. Rússar hafa áður fengið sambærilegar viðvarnir frá Bandaríkjunum og notað þær til að koma í veg fyrir árásir. Pútín þakkaði til að mynda Donald Trump, þáverandi forseta, fyrir upplýsingar sem eiga að hafa hjálpað Rússum að stöðva tvær hryðjuverkaárásir í Pétursborg, árið 2017 og árið 2019. Þann 7. mars, degi eftir að bandarískir embættismenn vöruðu kollega sína í Rússlandi við því að vígamenn ISKP ætluðu sér að gera hryðjuverkaárás í Rússlandi, og nefndu meðal annars tónleikahöllina í Crocus sem mögulegt skotmark, lýstu forsvarsmenn FSB (áður KGB) því yfir að árás vígamanna ISKP á bænahús gyðinga í Moskvu hefði verið stöðvað. Þeir sögðu vígamennina hafa verið fellda í skotbardaga við öryggissveitir. Sambærileg viðvörun hafði einnig borist frá klerkastjórninni í Íran. Rússland Vladimír Pútín Hryðjuverkaárás í Moskvu Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Segir árásarmennina hafa ætlað til Belarús Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, segir mennina sem gerðu árásina í tónleikahúsinu í Crocus, úthverfi Moskvu um helgina, hafa fyrst reynt að flýja til Belarús. Öryggisgæsla þar hafi verið svo mikil að þeir beygðu í átt að landamærum Úkraínu. 27. mars 2024 20:11 Sakar Bandaríkjamenn og Breta um aðkomu að árásinni Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, lýsti því yfir í dag að Úkraínumenn hefðu þjálfað íslamska öfgamenn í Mið-Austurlöndum og bæru ábyrgð á árásinni á tónleikahöllina í Crocus um helgina. Þá bendlaði hann Bandaríkjamenn og Breta við árásina. 26. mars 2024 22:31 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Því væri eina mögulega markmið „skipuleggjenda“ þess að vígamenn Íslamska ríkisins í Khorasan (ISKP) frá Tadsíkistan hefðu myrt að minnsta kosti 144 í tónleikahöllinni í Crocus nærri Moskvu í síðasta mánuði, að valda sundrung meðal rússnesku þjóðarinnar. Þetta sagði Pútín í ávarpi sem sjónvarpað var í Rússlandi í dag. Ráðamenn í Rússlandi og málpípur þeirra í rússneskum fjölmiðlum hafa ítrekað haldið því fram að Úkraínumenn hafi greitt mönnunum og hafa jafnvel bendlað Bandaríkjamenn, Breta og nú síðast Frakka við árásina. Leiðtogar þessara ríkja segja það þvælu. Forsvarsmenn ISKP hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni og hafa sömuleiðis birt myndefni sem árásarmennirnir fjórir tóku upp á meðan á árásinni stóð. ISKP er angi Íslamska ríkisins sem er virkur í Mið-Asíu og þá helst í Afganistan. Eins og upprunalegu ISIS-samtökin er markmið ISKP að stofna kalífadæmi sem stýrt er með sjaríalögum. Nafn samtakanna, Khorasan, vísar til nafns svæðis sem inniheldur meðal annars hluta landsvæðis Íran, Afganistan, Túrkmenistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Þúsundir Rússa og annarra manna frá ríkjum Mið-Asíu sem mörg hver tilheyrðu Sovétríkjunum, gengu til liðs við Íslamska ríkið þegar kalífadæmið var stofnað í Írak og Sýrlandi árið 2014. Hafa gert fjölda árása gegn Rússum Einn talsmanna ISIS ítrekaði á dögunum að samtökin bæru ábyrgð á árásinni og vísaði hann meðal annars til þess að vígamenn Íslamska ríkisins hefðu barist við rússneska hermenn bæði í Afríku og í Sýrlandi og hrósaði hann ISKP vegna árásarinnar í Moskvu. Þá hafa vígamenn Íslamska ríkisins ítrekað gert árásir í Rússlandi og gegn rússnesku fólki. Árið 2015 sprengdu vígamenn ISIS farþegaþotu frá Rússlandi yfir Sinaískaga í Egyptalandi en 224 dóu í þeirri árás. Menn sem aðhyllast ISIS hafa einnig stungið fólk í Rússlandi og skotið fólk til bana, eins og farið er yfir í frétt Meduza. Rússar hafa áður fengið sambærilegar viðvarnir frá Bandaríkjunum og notað þær til að koma í veg fyrir árásir. Pútín þakkaði til að mynda Donald Trump, þáverandi forseta, fyrir upplýsingar sem eiga að hafa hjálpað Rússum að stöðva tvær hryðjuverkaárásir í Pétursborg, árið 2017 og árið 2019. Þann 7. mars, degi eftir að bandarískir embættismenn vöruðu kollega sína í Rússlandi við því að vígamenn ISKP ætluðu sér að gera hryðjuverkaárás í Rússlandi, og nefndu meðal annars tónleikahöllina í Crocus sem mögulegt skotmark, lýstu forsvarsmenn FSB (áður KGB) því yfir að árás vígamanna ISKP á bænahús gyðinga í Moskvu hefði verið stöðvað. Þeir sögðu vígamennina hafa verið fellda í skotbardaga við öryggissveitir. Sambærileg viðvörun hafði einnig borist frá klerkastjórninni í Íran.
Rússland Vladimír Pútín Hryðjuverkaárás í Moskvu Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Segir árásarmennina hafa ætlað til Belarús Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, segir mennina sem gerðu árásina í tónleikahúsinu í Crocus, úthverfi Moskvu um helgina, hafa fyrst reynt að flýja til Belarús. Öryggisgæsla þar hafi verið svo mikil að þeir beygðu í átt að landamærum Úkraínu. 27. mars 2024 20:11 Sakar Bandaríkjamenn og Breta um aðkomu að árásinni Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, lýsti því yfir í dag að Úkraínumenn hefðu þjálfað íslamska öfgamenn í Mið-Austurlöndum og bæru ábyrgð á árásinni á tónleikahöllina í Crocus um helgina. Þá bendlaði hann Bandaríkjamenn og Breta við árásina. 26. mars 2024 22:31 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Segir árásarmennina hafa ætlað til Belarús Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, segir mennina sem gerðu árásina í tónleikahúsinu í Crocus, úthverfi Moskvu um helgina, hafa fyrst reynt að flýja til Belarús. Öryggisgæsla þar hafi verið svo mikil að þeir beygðu í átt að landamærum Úkraínu. 27. mars 2024 20:11
Sakar Bandaríkjamenn og Breta um aðkomu að árásinni Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, lýsti því yfir í dag að Úkraínumenn hefðu þjálfað íslamska öfgamenn í Mið-Austurlöndum og bæru ábyrgð á árásinni á tónleikahöllina í Crocus um helgina. Þá bendlaði hann Bandaríkjamenn og Breta við árásina. 26. mars 2024 22:31