„Ekki svona sem ég sá þessi sex ár enda“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. apríl 2024 21:40 Arnar Guðjónsson stýrði karlaliði Stjörnunnar í síðasta sinn í kvöld. vísir / anton brink Það var tilfinningaþrungið viðtal sem Arnar Guðjónsson veitti blaðamanni eftir að ljóst varð að Stjarnan kæmist ekki í úrslitakeppni og störfum hans hjá karlaliði félagsins væri lokið. “Bara erfitt, mjög erfitt. Tilfinningaþrungið, ekki svona sem ég sá þessi sex ár enda en þetta er á okkur, það voru of mörg augnablik í vetur þar sem við vorum ekki nógu góðir og því fer sem fer” sagði Arnar fljótlega eftir leik. Stjarnan sá um sitt og vann öruggan 96-80 sigur gegn Breiðabliki. Þeir þurftu þó að treysta á önnur úrslit, sem féllu ekki þeim í hag, Höttur tapaði gegn Álftanesi og Stjarnan er því úr leik. „Leikurinn var bara svona, ég held að menn hafi vitað hvernig færi. Allan seinni hálfleik var maður bara að velta fyrir sér hvort Höttur myndi ná áhlaupi.“ Arnar var afar svekktur á svip, spurður út í líðan sína sagði hann þetta ömurlegan endi á þjálfaraferlinum hjá Stjörnunni. „Ömurlega. Það er kominn tími, held ég, sex ár er langur tími. Við náðum aldrei að fara alla leið, vinnum þrjá bikara samt, þannig að ég er bæði stoltur yfir mörgu og að sama skapi svekktur að hafa ekki gengið betur, þá sitja síðustu tvö ár einna helst í mér.“ Stjarnan varð bikarmeistari þrisvar undir hans stjórn, 2019, 2020 og 2022. Þeir duttu út í undanúrslitum í ár og komust ekki í úrslitakeppni deildarinnar. Gengur Arnar stoltur frá sínum störfum? „Að einhverju leyti, já, að öðru leyti ekki. Maður vill gera betur, það er alveg á hreinu. Ég á auðvitað kvennaverkefnið eftir, úrslitakeppni sem byrjar eftir viku. En [karlaliðið] unnum þrjá stóra titla, förum aldrei alla leið í úrslitarimmu, svo klárum við þetta með því að missa af úrslitakeppninni. Það mun svíða mjög lengi.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að Baldur Þór Ragnarsson muni taka við karlaliði Stjörnunnar og Ólafur Jónas Sigurðsson taka við kvennaliðinu. Arnar skilur gott bú eftir sig og sagðist spenntur að fylgjast með liðinu næstu árin. „Ég held það [að ég skili góðu búi]. Ég held að báðir eftirmenn mínír séu rosalegir góðir og hæfir. Ég hlakka mikið til að fylgjast með félaginu á næstu árum“ voru lokaorð Arnars. Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Staðfesta að Ólafur Jónas taki við kvennaliðinu Stjarnan hefur staðfest frétt Vísis frá því í morgun að Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hafi ráðið Ólaf Jónas Sigurðsson sem þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar. 4. apríl 2024 14:00 Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. 4. apríl 2024 11:16 Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. 4. apríl 2024 11:16 Arnar hættir að þjálfa bæði lið Stjörnunnar Arnar Guðjónsson mun ekki þjálfa meistaraflokka Stjörnunnar í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir Stjarnan í yfirlýsingu. 25. mars 2024 11:53 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
“Bara erfitt, mjög erfitt. Tilfinningaþrungið, ekki svona sem ég sá þessi sex ár enda en þetta er á okkur, það voru of mörg augnablik í vetur þar sem við vorum ekki nógu góðir og því fer sem fer” sagði Arnar fljótlega eftir leik. Stjarnan sá um sitt og vann öruggan 96-80 sigur gegn Breiðabliki. Þeir þurftu þó að treysta á önnur úrslit, sem féllu ekki þeim í hag, Höttur tapaði gegn Álftanesi og Stjarnan er því úr leik. „Leikurinn var bara svona, ég held að menn hafi vitað hvernig færi. Allan seinni hálfleik var maður bara að velta fyrir sér hvort Höttur myndi ná áhlaupi.“ Arnar var afar svekktur á svip, spurður út í líðan sína sagði hann þetta ömurlegan endi á þjálfaraferlinum hjá Stjörnunni. „Ömurlega. Það er kominn tími, held ég, sex ár er langur tími. Við náðum aldrei að fara alla leið, vinnum þrjá bikara samt, þannig að ég er bæði stoltur yfir mörgu og að sama skapi svekktur að hafa ekki gengið betur, þá sitja síðustu tvö ár einna helst í mér.“ Stjarnan varð bikarmeistari þrisvar undir hans stjórn, 2019, 2020 og 2022. Þeir duttu út í undanúrslitum í ár og komust ekki í úrslitakeppni deildarinnar. Gengur Arnar stoltur frá sínum störfum? „Að einhverju leyti, já, að öðru leyti ekki. Maður vill gera betur, það er alveg á hreinu. Ég á auðvitað kvennaverkefnið eftir, úrslitakeppni sem byrjar eftir viku. En [karlaliðið] unnum þrjá stóra titla, förum aldrei alla leið í úrslitarimmu, svo klárum við þetta með því að missa af úrslitakeppninni. Það mun svíða mjög lengi.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að Baldur Þór Ragnarsson muni taka við karlaliði Stjörnunnar og Ólafur Jónas Sigurðsson taka við kvennaliðinu. Arnar skilur gott bú eftir sig og sagðist spenntur að fylgjast með liðinu næstu árin. „Ég held það [að ég skili góðu búi]. Ég held að báðir eftirmenn mínír séu rosalegir góðir og hæfir. Ég hlakka mikið til að fylgjast með félaginu á næstu árum“ voru lokaorð Arnars.
Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Staðfesta að Ólafur Jónas taki við kvennaliðinu Stjarnan hefur staðfest frétt Vísis frá því í morgun að Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hafi ráðið Ólaf Jónas Sigurðsson sem þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar. 4. apríl 2024 14:00 Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. 4. apríl 2024 11:16 Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. 4. apríl 2024 11:16 Arnar hættir að þjálfa bæði lið Stjörnunnar Arnar Guðjónsson mun ekki þjálfa meistaraflokka Stjörnunnar í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir Stjarnan í yfirlýsingu. 25. mars 2024 11:53 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Staðfesta að Ólafur Jónas taki við kvennaliðinu Stjarnan hefur staðfest frétt Vísis frá því í morgun að Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hafi ráðið Ólaf Jónas Sigurðsson sem þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar. 4. apríl 2024 14:00
Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. 4. apríl 2024 11:16
Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. 4. apríl 2024 11:16
Arnar hættir að þjálfa bæði lið Stjörnunnar Arnar Guðjónsson mun ekki þjálfa meistaraflokka Stjörnunnar í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir Stjarnan í yfirlýsingu. 25. mars 2024 11:53