Eurovision og pólitík: Hugleiðingar um sértæk mótmæli Valerio Gargiulo skrifar 5. apríl 2024 16:30 Í geopólitískri óreiðu höldum við okkur oft við menningarviðburði sem verkfæri til að mótmæla. Eurovision, hátíð fjölbreytileika tónlistar í Evrópu, hefur verið tilefni til umræðu vegna meints pólitísks valds þrátt fyrir að keppnishaldarar þverteki fyrir að söngvakeppnin sé pólitísk. En þó að margir hækki rödd sína gegn þátttöku Heru Bjarkar í söngvakeppninni er rétt að efast um samræmi mótmælanna. Þegar Ísland lék gegn ísraelska landsliðinu í umspilinu um að komast á EM í knattspyrnu mótmælti ekki einn einasti Íslendingur þátttöku landsliðsins. Engin reiði, engar háværar raddir heyrðust þegar leikurinn á milli Íslands og Ísraels fór fram. Samt er fótbolti jafn elskað og eftirsótt fyrirbæri og Eurovision, ef ekki meira. Í þessu tilviki hefði brotthvarf íslenska landsliðsins í fótbolta örugglega fengið meiri fjölmiðlaumfjöllun um allan heim. Svo hvað gerir Eurovision svo sérstakt að það verðskuldi fjöldamótmæli meðal Íslendinga og undirskriftasöfnun á netinu en ekki leikurinn á milli Íslands og Ísraels í fótbolta sem dæmi? Valkostur mótmælanna vekur upp spurningar um samræmi þeirra og heilindi. Það er mikilvægt að spyrja hvort mótmælin gegn Eurovision séu knúin áfram af raunverulegri umhyggju fyrir friði í Palestínu eða hvort þau séu undir áhrifum frá öðrum þáttum, svo sem lönguninni til að taka þátt í stefnu sem er óskipulega ráðist af samfélagsmiðlum. Að lokum ætti „Eurovision hvorki vera djöflaður né ofmetinn sem tæki til pólitískra mótmæla. Þetta er bara einn af þeim menningarviðburðum sem, eins og fótbolti og margir aðrir, geta orðið tilefni gagnrýni og umræðu. Það sem skiptir máli er að viðhalda yfirveguðu sjónarhorni og samræmi í aðgerðum okkar og mótmælum, viðurkenna að hver staða er einstök og krefst ígrundaðrar og samhengislegrar nálgunar. Í heimi þar sem spenna, ofbeldi og átök virðast vera daglegt brauð, lendum við oft í því að velta fyrir okkur hver óvinur okkar sé í raun og veru og hver sé besta leiðin til að mótmæla friði. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valerio Gargiulo Eurovision Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í geopólitískri óreiðu höldum við okkur oft við menningarviðburði sem verkfæri til að mótmæla. Eurovision, hátíð fjölbreytileika tónlistar í Evrópu, hefur verið tilefni til umræðu vegna meints pólitísks valds þrátt fyrir að keppnishaldarar þverteki fyrir að söngvakeppnin sé pólitísk. En þó að margir hækki rödd sína gegn þátttöku Heru Bjarkar í söngvakeppninni er rétt að efast um samræmi mótmælanna. Þegar Ísland lék gegn ísraelska landsliðinu í umspilinu um að komast á EM í knattspyrnu mótmælti ekki einn einasti Íslendingur þátttöku landsliðsins. Engin reiði, engar háværar raddir heyrðust þegar leikurinn á milli Íslands og Ísraels fór fram. Samt er fótbolti jafn elskað og eftirsótt fyrirbæri og Eurovision, ef ekki meira. Í þessu tilviki hefði brotthvarf íslenska landsliðsins í fótbolta örugglega fengið meiri fjölmiðlaumfjöllun um allan heim. Svo hvað gerir Eurovision svo sérstakt að það verðskuldi fjöldamótmæli meðal Íslendinga og undirskriftasöfnun á netinu en ekki leikurinn á milli Íslands og Ísraels í fótbolta sem dæmi? Valkostur mótmælanna vekur upp spurningar um samræmi þeirra og heilindi. Það er mikilvægt að spyrja hvort mótmælin gegn Eurovision séu knúin áfram af raunverulegri umhyggju fyrir friði í Palestínu eða hvort þau séu undir áhrifum frá öðrum þáttum, svo sem lönguninni til að taka þátt í stefnu sem er óskipulega ráðist af samfélagsmiðlum. Að lokum ætti „Eurovision hvorki vera djöflaður né ofmetinn sem tæki til pólitískra mótmæla. Þetta er bara einn af þeim menningarviðburðum sem, eins og fótbolti og margir aðrir, geta orðið tilefni gagnrýni og umræðu. Það sem skiptir máli er að viðhalda yfirveguðu sjónarhorni og samræmi í aðgerðum okkar og mótmælum, viðurkenna að hver staða er einstök og krefst ígrundaðrar og samhengislegrar nálgunar. Í heimi þar sem spenna, ofbeldi og átök virðast vera daglegt brauð, lendum við oft í því að velta fyrir okkur hver óvinur okkar sé í raun og veru og hver sé besta leiðin til að mótmæla friði. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun