Ferill Nunn e rnokkuð áhugaverður en hann er alinn upp hjá Crew Alexandra til ársins 2018. Hann var síðan hluti af bæði U18 og U23 ára liðum Chelsea áður en hann fór til Derby County þar sem hann var á mála síðustu tvö árin án þess þó að leika fyrir aðallið félagsins.
Í viðtali við Fótbolti.net í vikunni sagði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK að Nunn væri búinn að æfa með HK síðan í febrúar og hafi farið með liðinu í æfingaferð erlendis.
HK mætir KA í fyrstu umferð Bestu deildarinnar á morgun en leikurinn fer fram á Akureyri.