Ánægð með ákvörðun sína og hlakkar til framhaldsins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 15:59 Katrín segist hlakka til komandi kosningabaráttu. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa legið ljóst fyrir þegar hún tók ákvörðun um að bjóða sig fram í embætti forseta að það að hún væri sitjandi forsætisráðherra kæmi til með að flækja málin. Ákvörðunin sitji vel í henni og hún hlakki til komandi kosningabaráttu. „Það er auðvitað óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra gefi kost á sér í framboð forseta og þá verður maður bara að taka því að þá eru ákveðnar flækjur sem fylgja því. Það lá algjörlega ljóst fyrir þegar ég tók mína ákvörðun. Ég bara tek á þeim og það þarf í sjálfu sér ekki að vera neitt vandamál,“ segir hún í samtali við fréttastofu á Bessastöðum. Klippa: Ég á von á því að línur muni skýrast á allra næstu dögum Hún hafi ekki þegar sagt af sér þingmennskunni en muni tilkynna afsögn sína með bréfi til forseta Alþingis á morgun. Sú óvenjulega staða gæti því komið upp á teninginn, hafi stjórnarflokkarnir ekki komist að niðurstöðu varðandi arftaka hennar fyrir þann tíma, að sitjandi forsætisráðherra eigi ekki sæti á þingi. „Nú liggur þessi staða fyrir og þá liggur auðvitað beinast við að við bíðum eftir því hver niðurstaðan verður hjá þeim þremur flokkum sem nú ræða saman um framhaldið,“ segir Katrín. Flækjurnar lágu fyrir Hún segist þó hafa leitað upplýsinga um stöðu mála og segist vera bjartsýn á að niðurstaða liggi fyrir innan skamms. „Ég hef fulla trú á því.“ „Ég er að sjálfsögðu að gefa kost á mér en ég segi það líka og ítreka það að það er auðvitað fólkið í landinu sem velur forseta. Þeirra val og þeirra niðurstaða er alltaf sú rétta. Fólk hefur kost á því að velja mig í þetta embætti og að sjálfsögðu geri ég það af mjög heilum hug og mun beita mér í baráttunni framundan af mjög miklum krafti,“ segir Katrín. „Enginn ómissandi“ Katrín segist ekki hafa hugmynd um hver arftaki hennar verði og að það hafi ekkert verið rætt innan ríkisstjórnarinnar. Það sé þannig að þegar tekin er ákvörðun um að segja skilið við stjórnmálin veðri maður að standa við þá ákvörðun. Nú séu þessi mál í annarra höndum. „Ég er alveg viss um það að ég er ekki ómissandi hvorki á Alþingi Íslendinga né í íslenskum stjórnmálum. Ég hef lagt mig alla fram í því verkefni að leiða þessa ríkisstjórn undanfarin sex og hálft ár og hef verið það hundrað prósent en eins og ég segi er enginn ómissandi í þessu og ekki ég heldur,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Óneitanlega óvenjulegt“ Guðni Th. Jóhannesson ræddi við formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka símleiðis og segist viss um að senn komi í ljós hverjar lyktir viðræðna stjórnarflokkanna verða og þar af leiðandi hver verður næsti forsætisráðherra Íslands. 7. apríl 2024 15:30 Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. 7. apríl 2024 14:54 Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Það er auðvitað óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra gefi kost á sér í framboð forseta og þá verður maður bara að taka því að þá eru ákveðnar flækjur sem fylgja því. Það lá algjörlega ljóst fyrir þegar ég tók mína ákvörðun. Ég bara tek á þeim og það þarf í sjálfu sér ekki að vera neitt vandamál,“ segir hún í samtali við fréttastofu á Bessastöðum. Klippa: Ég á von á því að línur muni skýrast á allra næstu dögum Hún hafi ekki þegar sagt af sér þingmennskunni en muni tilkynna afsögn sína með bréfi til forseta Alþingis á morgun. Sú óvenjulega staða gæti því komið upp á teninginn, hafi stjórnarflokkarnir ekki komist að niðurstöðu varðandi arftaka hennar fyrir þann tíma, að sitjandi forsætisráðherra eigi ekki sæti á þingi. „Nú liggur þessi staða fyrir og þá liggur auðvitað beinast við að við bíðum eftir því hver niðurstaðan verður hjá þeim þremur flokkum sem nú ræða saman um framhaldið,“ segir Katrín. Flækjurnar lágu fyrir Hún segist þó hafa leitað upplýsinga um stöðu mála og segist vera bjartsýn á að niðurstaða liggi fyrir innan skamms. „Ég hef fulla trú á því.“ „Ég er að sjálfsögðu að gefa kost á mér en ég segi það líka og ítreka það að það er auðvitað fólkið í landinu sem velur forseta. Þeirra val og þeirra niðurstaða er alltaf sú rétta. Fólk hefur kost á því að velja mig í þetta embætti og að sjálfsögðu geri ég það af mjög heilum hug og mun beita mér í baráttunni framundan af mjög miklum krafti,“ segir Katrín. „Enginn ómissandi“ Katrín segist ekki hafa hugmynd um hver arftaki hennar verði og að það hafi ekkert verið rætt innan ríkisstjórnarinnar. Það sé þannig að þegar tekin er ákvörðun um að segja skilið við stjórnmálin veðri maður að standa við þá ákvörðun. Nú séu þessi mál í annarra höndum. „Ég er alveg viss um það að ég er ekki ómissandi hvorki á Alþingi Íslendinga né í íslenskum stjórnmálum. Ég hef lagt mig alla fram í því verkefni að leiða þessa ríkisstjórn undanfarin sex og hálft ár og hef verið það hundrað prósent en eins og ég segi er enginn ómissandi í þessu og ekki ég heldur,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Óneitanlega óvenjulegt“ Guðni Th. Jóhannesson ræddi við formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka símleiðis og segist viss um að senn komi í ljós hverjar lyktir viðræðna stjórnarflokkanna verða og þar af leiðandi hver verður næsti forsætisráðherra Íslands. 7. apríl 2024 15:30 Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. 7. apríl 2024 14:54 Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Óneitanlega óvenjulegt“ Guðni Th. Jóhannesson ræddi við formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka símleiðis og segist viss um að senn komi í ljós hverjar lyktir viðræðna stjórnarflokkanna verða og þar af leiðandi hver verður næsti forsætisráðherra Íslands. 7. apríl 2024 15:30
Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. 7. apríl 2024 14:54
Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10