Guðrún - Okkar biskup Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, Sr. Sigurður Grétar Helgason og Kristín Kristjánsdóttir skrifa 8. apríl 2024 08:31 Í komandi biskupskjöri er miklvægt að til embættisins veljist manneskja sem er góður leiðtogi, hefur mikla yfirsýn yfir málefni kirkjunnar og þekkingu á innviðum hennar, og hafi hæfileika til að miðla erindi kirkjunnar út í samfélagið á jákvæðan og framsækinn hátt. Við þrjú erum samstarfsfólk sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur í Grafarvogssöfnuði og treystum engum betur til þessa starfa heldur en henni. Við höfum starfað með henni um árabil og sjáum í henni öflugan leiðtoga. Hún heldur vel utan um starfsfólk kirkjunnar, hefur lag á að láta öllum í kringum sig líða vel, lyftir upp hæfileikum fólks og hjálpar því að blómstra og tekur á vandamálum sem upp koma af mildi en festu. Hún hefur einnig notið mikils trausts guðfræðinema sem sækjast eftir því að komast til hennar í starfsþjálfun og hún hefur verið vígsluvottur fjölda nývígðra presta. Hún er vís og ráðagóð, vinsæll sálgætir og kollegar leita mikið til hennar með stuðning og ráðgjöf þegar eitthvað bjátar á. Sr. Guðrún hefur setið á kirkjuþingi í tvö kjörtímabil, átt sæti í héraðsnefnd Reykjavíkurprófastsdæmis eystra um árabil, setið í stjórn Prestafélags Íslands og sinnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna. Þannig hefur hún yfirgripsmikla þekkingu á starfsemi og innviðum kirkjunnar og hefur átt farsælt samstarf við það fólk sem þar hefur starfað með henni, hún nýtur trausts og virðingar þeirra sem þar koma að málum. Sr. Guðrún hefur einstakt lag á að koma erindi kirkjunnar á framfæri á nýstárlegan og framsækinn hátt. Hún nýtir samfélagsmiðla og hefur verið með heimasíðuna gudrunkarlshelgudottir.is í mörg ár. Hún hefur lengi prédikað blaðlaust og birt upptökur af prédikunum á heimasíðunni sinni, auk þess sem hún hefur skrifað bókina ,,Í augnhæð" og fjölda pistla. Hún hefur beitt sér á öflugan hátt í málefnum jaðarsamfélaga eins og LBGTQ samfélagsins og staðið með þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Kirkjan þarf biskup sem er framsækinn og fær um að birta bjarta og jákvæða ásýnd kirkjunnar úti í samfélaginu. Biskup sem hlúir að öllu starfsfólki hennar, bæði launuðu og ólaunuðu, biskup sem hefur hæfileika á að ávarpa fólk á mannamáli á stórum stundum lífsins, bæði í gleði og sorg og taka þátt í tilvistarglímu samfélags sem er í stöðugum hröðum breytingum. Þetta allt getur sr. Guðrún Karls Helgudóttir betur en nokkur annar vígður þjónn sem við þekkjum innan kirkjunnar. Við styðjum hana því eindregið til þess að gegna embætti biskups Íslands og hvetjum öll sem kosningarétt hafa til að gefa henni atkvæði sitt. Höfundar eru vígðir þjónar í Grafarvogssöfnuði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Í komandi biskupskjöri er miklvægt að til embættisins veljist manneskja sem er góður leiðtogi, hefur mikla yfirsýn yfir málefni kirkjunnar og þekkingu á innviðum hennar, og hafi hæfileika til að miðla erindi kirkjunnar út í samfélagið á jákvæðan og framsækinn hátt. Við þrjú erum samstarfsfólk sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur í Grafarvogssöfnuði og treystum engum betur til þessa starfa heldur en henni. Við höfum starfað með henni um árabil og sjáum í henni öflugan leiðtoga. Hún heldur vel utan um starfsfólk kirkjunnar, hefur lag á að láta öllum í kringum sig líða vel, lyftir upp hæfileikum fólks og hjálpar því að blómstra og tekur á vandamálum sem upp koma af mildi en festu. Hún hefur einnig notið mikils trausts guðfræðinema sem sækjast eftir því að komast til hennar í starfsþjálfun og hún hefur verið vígsluvottur fjölda nývígðra presta. Hún er vís og ráðagóð, vinsæll sálgætir og kollegar leita mikið til hennar með stuðning og ráðgjöf þegar eitthvað bjátar á. Sr. Guðrún hefur setið á kirkjuþingi í tvö kjörtímabil, átt sæti í héraðsnefnd Reykjavíkurprófastsdæmis eystra um árabil, setið í stjórn Prestafélags Íslands og sinnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna. Þannig hefur hún yfirgripsmikla þekkingu á starfsemi og innviðum kirkjunnar og hefur átt farsælt samstarf við það fólk sem þar hefur starfað með henni, hún nýtur trausts og virðingar þeirra sem þar koma að málum. Sr. Guðrún hefur einstakt lag á að koma erindi kirkjunnar á framfæri á nýstárlegan og framsækinn hátt. Hún nýtir samfélagsmiðla og hefur verið með heimasíðuna gudrunkarlshelgudottir.is í mörg ár. Hún hefur lengi prédikað blaðlaust og birt upptökur af prédikunum á heimasíðunni sinni, auk þess sem hún hefur skrifað bókina ,,Í augnhæð" og fjölda pistla. Hún hefur beitt sér á öflugan hátt í málefnum jaðarsamfélaga eins og LBGTQ samfélagsins og staðið með þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Kirkjan þarf biskup sem er framsækinn og fær um að birta bjarta og jákvæða ásýnd kirkjunnar úti í samfélaginu. Biskup sem hlúir að öllu starfsfólki hennar, bæði launuðu og ólaunuðu, biskup sem hefur hæfileika á að ávarpa fólk á mannamáli á stórum stundum lífsins, bæði í gleði og sorg og taka þátt í tilvistarglímu samfélags sem er í stöðugum hröðum breytingum. Þetta allt getur sr. Guðrún Karls Helgudóttir betur en nokkur annar vígður þjónn sem við þekkjum innan kirkjunnar. Við styðjum hana því eindregið til þess að gegna embætti biskups Íslands og hvetjum öll sem kosningarétt hafa til að gefa henni atkvæði sitt. Höfundar eru vígðir þjónar í Grafarvogssöfnuði.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar