Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2024 06:44 Hermaður situr og fær sér smók á meðan íbúi hreinsar til eftir árásir í Zaporizhzhia-héraði. AP/Andriy Andriyenko Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu Hann segir árásir af þessu tagi auka áhættuna á alvarlegu kjarnorkuslysi verulega. Grossi birti yfirlýsingu á X/Twitter þar sem hann staðfesti að þrjú skot hefðu hæft verið. Um væri að ræða fyrstu árásina af þessu tagi frá því í nóvember árið 2022, þegar hann gaf út leiðbeiningar um það hvernig aðilar ættu að hegða sér til að forða kjarnorkuslysi. Rússneskir embættismenn við kjarnorkuverið saka Úkraínumenn um að hafa gert drónaárás á það í gær en öryggisyfirvöld í Úkraínu vísa ásökununum til föðurhúsanna. Þau segja árásir Rússa á verið löngum hafa verið þátt í glæpsamlegum aðgerðum innrásarhersins. Today, for the first time since Nov 2022 & after I set out 5 basic principles to avoid a serious nuclear accident w/ radiological consequences,@IAEAorg s #ISAMZ confirmed that at least 3 direct hits against ZNPP main reactor containment structures took place. This cannot happen.— Rafael MarianoGrossi (@rafaelmgrossi) April 7, 2024 Stjórnendur kjarnorkuversins segja engar alvarlegar skemmdir hafa orðið né heldur slys á mönnum. Rússneska kjarnorkumálastofnunin Rosatom sagði þrjá hins vegar hafa særst í „fordæmalausum“ drónaárásum á verið. Mennirnir voru sagðir hafa slasast þegar ráðist var á svæði nærri mötuneyti kjarnorkuversins. Zaporizhzhia-kjarnorkuverið er það stærsta í Evrópu og áhyggjur hafa verið uppi frá því að Rússar tóku verið á sitt vald skömmu eftir innrás þeirra í Úkraínu. Slökkt var á kjarnakljúfunum en verið þarfnast orku og mannafla til að viðhalda kælikerfi versins og öðrum öryggiskerfum. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Hann segir árásir af þessu tagi auka áhættuna á alvarlegu kjarnorkuslysi verulega. Grossi birti yfirlýsingu á X/Twitter þar sem hann staðfesti að þrjú skot hefðu hæft verið. Um væri að ræða fyrstu árásina af þessu tagi frá því í nóvember árið 2022, þegar hann gaf út leiðbeiningar um það hvernig aðilar ættu að hegða sér til að forða kjarnorkuslysi. Rússneskir embættismenn við kjarnorkuverið saka Úkraínumenn um að hafa gert drónaárás á það í gær en öryggisyfirvöld í Úkraínu vísa ásökununum til föðurhúsanna. Þau segja árásir Rússa á verið löngum hafa verið þátt í glæpsamlegum aðgerðum innrásarhersins. Today, for the first time since Nov 2022 & after I set out 5 basic principles to avoid a serious nuclear accident w/ radiological consequences,@IAEAorg s #ISAMZ confirmed that at least 3 direct hits against ZNPP main reactor containment structures took place. This cannot happen.— Rafael MarianoGrossi (@rafaelmgrossi) April 7, 2024 Stjórnendur kjarnorkuversins segja engar alvarlegar skemmdir hafa orðið né heldur slys á mönnum. Rússneska kjarnorkumálastofnunin Rosatom sagði þrjá hins vegar hafa særst í „fordæmalausum“ drónaárásum á verið. Mennirnir voru sagðir hafa slasast þegar ráðist var á svæði nærri mötuneyti kjarnorkuversins. Zaporizhzhia-kjarnorkuverið er það stærsta í Evrópu og áhyggjur hafa verið uppi frá því að Rússar tóku verið á sitt vald skömmu eftir innrás þeirra í Úkraínu. Slökkt var á kjarnakljúfunum en verið þarfnast orku og mannafla til að viðhalda kælikerfi versins og öðrum öryggiskerfum.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira