Varnarmálaráðherra Ísrael segir „eftirfylgniaðgerðir“ í undirbúningi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2024 09:09 Eyðileggingin er gríðarleg í Khan Younis. Getty/Ahmad Hasaballah Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir „eftirfylgniaðgerðir“ í undirbúningi á Gasa, meðal annars aðgerðir í Rafah. Greint var frá því um helgina að 98. herdeild Ísraelshers hefði yfirgefið Khan Younis til að ná aftur vopnum sínum. Samkvæmt miðlum í Ísrael eru engar virkar aðgerðir í gangi í suðurhluta Gasa eins og stendur. Menn hafa hins vegar velt því fyrir sér hvað þetta þýðir fyrir framhaldið; hvort þetta sé til marks um að Ísraelsmenn hyggist beygja sig undir boð Bandaríkjaforseta og stjórnvalda vestanhafs um að láta gott heita. Orð Gallant gera ekki mikið til að skýra stöðuna en samkvæmt ráðherranum er enn stefnt að því að hreinsa Gasa af liðsmönnum Hamas og uppræta samtökin þannig að þau ógnuðu ekki lengur öryggi íbúa Ísrael. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur þrýst á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, að falla frá áformum sínum um áhlaup á Rafah og leita annarra leiða til að ná markmiðum sínum. Erlendir leiðtogar keppast nú um að benda á að mannúðarástandið sé hörmulegt og ekki á það bætandi. New York Times hefur eftir Osama Asfour, 41 árs íbúa Khan Younis, sem nú hefst við í tjaldi í Rafah, að yfirlýsingar hersins um brotthvarf frá borginni séu ekki hvatning til að snúa aftur. Asfour, sem starfaði á Nasser sjúkrahúsinu áður en hann flúði, segist ekki ætla að spila þannig með líf sitt né fjölskyldu sinnar. NY Times hefur hins vegar eftir embættismanni í Rafah að einhverjir hyggist snúa aftur til borgarinnar. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að það væri erfitt að segja til um hvað brotthvarf 98. herdeildarinnar þýddi. Eftir því sem næst yrði komist stæði aðeins til að hvíla og endurvopna herdeildina eftir fjögurra mánaða átök á svæðinu. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Samkvæmt miðlum í Ísrael eru engar virkar aðgerðir í gangi í suðurhluta Gasa eins og stendur. Menn hafa hins vegar velt því fyrir sér hvað þetta þýðir fyrir framhaldið; hvort þetta sé til marks um að Ísraelsmenn hyggist beygja sig undir boð Bandaríkjaforseta og stjórnvalda vestanhafs um að láta gott heita. Orð Gallant gera ekki mikið til að skýra stöðuna en samkvæmt ráðherranum er enn stefnt að því að hreinsa Gasa af liðsmönnum Hamas og uppræta samtökin þannig að þau ógnuðu ekki lengur öryggi íbúa Ísrael. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur þrýst á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, að falla frá áformum sínum um áhlaup á Rafah og leita annarra leiða til að ná markmiðum sínum. Erlendir leiðtogar keppast nú um að benda á að mannúðarástandið sé hörmulegt og ekki á það bætandi. New York Times hefur eftir Osama Asfour, 41 árs íbúa Khan Younis, sem nú hefst við í tjaldi í Rafah, að yfirlýsingar hersins um brotthvarf frá borginni séu ekki hvatning til að snúa aftur. Asfour, sem starfaði á Nasser sjúkrahúsinu áður en hann flúði, segist ekki ætla að spila þannig með líf sitt né fjölskyldu sinnar. NY Times hefur hins vegar eftir embættismanni í Rafah að einhverjir hyggist snúa aftur til borgarinnar. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að það væri erfitt að segja til um hvað brotthvarf 98. herdeildarinnar þýddi. Eftir því sem næst yrði komist stæði aðeins til að hvíla og endurvopna herdeildina eftir fjögurra mánaða átök á svæðinu.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira