Samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar bætt Margrét Gísladóttir skrifar 9. apríl 2024 14:31 Á undanförnum vikum hefur margt verið sagt og ritað um nýlega breytingu á búvörulögum þar sem íslenskar kjötafurðastöðvar fengu loks undanþágu frá samkeppnislögum, líkt og hefur þekkst í nágrannalöndum okkar í áratugi. Óhætt er að fullyrða að opinber umræða hafi einkennst af upplýsingaóreiðu um inntak og eðli þessarar lagasetningar sem tók formlega gildi síðastliðinn föstudag. Í þessari grein verður fjallað um þá vegferð sem nú er lokið með farsælli lausn fyrir bændur og fyrirtæki þeirra. Íslenskur réttur nálgast rétt nágrannaþjóða Með samþykkt hinna nýju laga hefur verið stigið stórt framfaraskref til hagsbóta fyrir íslenskan landbúnað og má segja að rekstrarumhverfi íslenskra bænda hafi, með samþykkt laganna, nálgast rekstrarumhverfi bænda í nágrannalöndum Íslands. Hin nýju lög eru í samræmi við nýja landbúnaðarstefnu fyrir Ísland, tillögur sem birtust í skýrslunni Ræktum Ísland! sem kom út árið 2021 og tillögur spretthóps matvælaráðherra, sem skipaður var vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu, frá 2022. Þá hafa verið lögð fram allnokkur frumvörp á Alþingi sem og kynnt drög að stjórnarfrumvörpum á vef stjórnarráðsins og í samráðsgátt undanfarin ár, öll með það að markmiði að heimila undanþágur fyrir íslenskan landbúnað til að ná fram hagræðingu í greininni. Aðstöðumunur innlendra og erlendra framleiðenda hefur því verið mönnum ljós um nokkra hríð og töluverð samstaða hefur verið um að rétta hann af, sem nú loks hefur verið gert. Aðstöðumunurinn fólst m.a. í því að bæði í Noregi og ESB hefur landbúnaðurinn haft víðtækar undanþágur frá samkeppnisreglum í áratugi. Þannig hefur allt frá árinu 1958 verið viðurkennd forgangsregla í ESB rétti sem stuðlar að forgangsáhrifum landbúnaðarstefnu ESB gagnvart samkeppnisreglum. Í Noregi hafa verið undanþágur allt frá setningu samkeppnislaga 1993. Undanþágur Noregs og ESB eru gerðar til að stuðla að því að markmið landbúnaðarstefna nái fram að ganga en markmið þeirra eru önnur en markmið samkeppnislaga. Landbúnaður innan Noregs og ESB hefur því lengi verið í allt annarri og betri samkeppnisstöðu en íslenskur landbúnaður. En hvað felur undanþágan í raun í sér? Í opinberri umræðu hefur ýmislegt verið látið flakka um efni hinnar nýju undanþágureglu. Eins og reglan ber með sér þá veitir hún framleiðendafélögum heimild til að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli afurðastöðva að því er varðar framleiðslu einstakra kjötafurða og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Efni þessarar reglu byggir á undanþágu sem þegar hefur gilt fyrir afurðastöðvar í mjólk í 20 ár. Kjötafurðastöðvar sem nýta sér heimildina þurfa að fullnægja ákveðnum skilyrðum. Þær skulu (a) safna afurðum frá framleiðendum á grundvelli sömu viðskiptakjara, (b) selja öðrum vinnsluaðilum afurðir til frekari vinnslu á grundvelli sömu viðskiptakjara og dótturfélögum eða öðrum félögum framleiðendafélaga, (c) ekki setja skorður við því að framleiðendur færi viðskipti sín og (d) tryggja öllum framleiðendum rétt til að eiga einungis viðskipti við framleiðendafélag um afmarkaða þætti, s.s. slátrun og hlutun. Samkeppniseftirlitið fer með eftirlit hvað þetta varðar. Ávinningurinn mikill Íslenskur kjötmarkaður er agnarsmár samanborið við það sem þekkist erlendis. Svo smár í raun að eitt sláturhús á Jótlandi gæti slátrað öllum nautgripum sem slátrað er á Íslandi, á heilu ári í 7 húsum, á 5 vikum. Svo smár er íslenskur kjötmarkaður að það tæki annað sláturhús í Horsens í Danmörku innan við viku að slátra öllum svínum sem slátrað er á Íslandi á heilu ári. Nýtingarhlutfall sláturgetu í sauðfjár- og nautgripaslátrun hérlendis er einnig lág. Árið 2020 mældist hún 61% í sauðfjárslátrun og einungis 31% í nautgripaslátrun og hefur líklega minnkað samhliða fækkun sláturgripa undanfarin ár. Hér er því augljóst að hægt er að gera betur. Samkvæmt greiningu Deloitte frá apríl árið 2021 má skapa umtalsverðan ávinning með hagræðingu og endurskipulagningu á rekstri í slátrun og kjötvinnslu stórgripa og sauðfjár. Metið var að rekstrarhagræðing við samþjöppun afurðastöðva gæti numið á bilinu 0,9–1,5 milljörðum króna á ári og til viðbótar losað um fjárbindingu og lækkað fjárfestingarþörf til framtíðar. Þegar framleiðslukostnaður landbúnaðarvara er jafn hár og hann er hérlendis, sökum m.a. hás launa- og vaxtastigs, veðurfars og smæðar markaðar, þá er galið að sækja ekki þá hagræðingu sem hægt er. Það væri sérstaklega galið þegar íslenskar landbúnaðarvörur eru á sama tíma að keppa við innfluttar landbúnaðarvörur sem framleiddar eru með undanþágum frá samkeppnislögum í framleiðslulandinu. Barist hart gegn hagræðingu Samþykkt þessarar nýju undanþágureglu hefur valdið töluverðu fjaðrafoki. Svo dæmi séu nefnd þá tiltók Samkeppniseftirlitið í umsögn sinni við hin nýju lög að sjónarmið þess væru mikilvæg „vegna mögulegra áhrifa frumvarpsins á forsendur nýgerðra kjarasamninga“. Þetta gerði Samkeppniseftirlitið þótt skýrt komi fram í 3. gr. samkeppnislaga að lögin taki ekki til launa og annarra starfskjara launþega samkvæmt kjarasamningum – m.ö.o. það fellur utan verksviðs Samkeppniseftirlits að fjalla um kjarasamninga. Þá sendu Félag atvinnurekenda, VR og Neytendasamtökin áskorun á forsætisráðherra og þá sitjandi matvælaráðherra um að beita sér fyrir því að lögin yrðu felld úr gildi – lög sem löggjafarvaldið hafði þá nýlega samþykkt. Vert er að taka fram að upptaldir aðilar hafa lagst gegn hvers konar hugmyndum um undanþágur frá samkeppnislögum fyrir íslenskan landbúnað undanfarin ár, þrátt fyrir hinn augljósa aðstöðumun sem greinin hefur búið við í samanburði við landbúnaðinn í nágrannalöndum okkar. Viðbrögð hagsmunaaðila í landbúnaði hafa hins vegar almennt séð verið jákvæð. Bændasamtök Íslands hafa fagnað hinni nýju undanþágureglu og nýkjörinn formaður Beint frá býli horfir til þess að hagræðing leiði til hærra afurðaverðs til bænda, aukinnar framleiðslu og auki getu til að keppa við innflutning erlendra landbúnaðarvara. Nægir að líta til árangursins sem náðst hefur í mjólkuriðnaði hérlendis þar sem ávinningur bænda og neytenda var metinn á 3 milljarða á ársgrundvelli árið 2014, þar sem 2 milljarðar skiluðu sér til neytenda í formi lægra vöruverðs og 1 milljarður til bænda í formi hærra afurðaverðs. Um næstu skref Nú þegar hin nýja undanþáguregla hefur öðlast gildi fellur það í hlut kjötafurðastöðva að taka næstu skref. Afurðastöðvar munu nú hefja ferli greininga sem mun óneitanlega leiða til hagræðingaraðgerða þegar fram líða stundir. Og til að svara úrtölumönnum, sem finna undanþágureglum öllu til foráttu, er vert að benda á að fyrir stuttu var af hálfu ESB samþykkt ný undanþága fyrir landbúnaðinn frá samkeppnisreglum. Hin nýja undanþága mun gera bændum og fyrirtækjum þeirra kleift að gera með sér samninga sem ganga gegn samkeppnisreglum ef markmið samninganna er að ná tilteknum umhverfismarkmiðum, t.d. varðandi minnkun kolefnisfótspors, aukinnar dýravelferðar, o.s.frv. Næsta skref er að kanna hvort að ekki verði samþykkt slík undanþáguregla hér á landi til að tryggja samkeppnishæfni íslenskra framleiðenda. Slík undanþáguregla myndi t.a.m. auðvelda garðyrkjubændum að auka samvinnu og samstarf með sambærilegum hætti og tíðkast á meginlandi Evrópu. Samtök fyrirtækja í landbúnaði munu ekki láta sitt eftir liggja – Áfram gakk! Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Landbúnaður Samkeppnismál Mest lesið Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum hefur margt verið sagt og ritað um nýlega breytingu á búvörulögum þar sem íslenskar kjötafurðastöðvar fengu loks undanþágu frá samkeppnislögum, líkt og hefur þekkst í nágrannalöndum okkar í áratugi. Óhætt er að fullyrða að opinber umræða hafi einkennst af upplýsingaóreiðu um inntak og eðli þessarar lagasetningar sem tók formlega gildi síðastliðinn föstudag. Í þessari grein verður fjallað um þá vegferð sem nú er lokið með farsælli lausn fyrir bændur og fyrirtæki þeirra. Íslenskur réttur nálgast rétt nágrannaþjóða Með samþykkt hinna nýju laga hefur verið stigið stórt framfaraskref til hagsbóta fyrir íslenskan landbúnað og má segja að rekstrarumhverfi íslenskra bænda hafi, með samþykkt laganna, nálgast rekstrarumhverfi bænda í nágrannalöndum Íslands. Hin nýju lög eru í samræmi við nýja landbúnaðarstefnu fyrir Ísland, tillögur sem birtust í skýrslunni Ræktum Ísland! sem kom út árið 2021 og tillögur spretthóps matvælaráðherra, sem skipaður var vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu, frá 2022. Þá hafa verið lögð fram allnokkur frumvörp á Alþingi sem og kynnt drög að stjórnarfrumvörpum á vef stjórnarráðsins og í samráðsgátt undanfarin ár, öll með það að markmiði að heimila undanþágur fyrir íslenskan landbúnað til að ná fram hagræðingu í greininni. Aðstöðumunur innlendra og erlendra framleiðenda hefur því verið mönnum ljós um nokkra hríð og töluverð samstaða hefur verið um að rétta hann af, sem nú loks hefur verið gert. Aðstöðumunurinn fólst m.a. í því að bæði í Noregi og ESB hefur landbúnaðurinn haft víðtækar undanþágur frá samkeppnisreglum í áratugi. Þannig hefur allt frá árinu 1958 verið viðurkennd forgangsregla í ESB rétti sem stuðlar að forgangsáhrifum landbúnaðarstefnu ESB gagnvart samkeppnisreglum. Í Noregi hafa verið undanþágur allt frá setningu samkeppnislaga 1993. Undanþágur Noregs og ESB eru gerðar til að stuðla að því að markmið landbúnaðarstefna nái fram að ganga en markmið þeirra eru önnur en markmið samkeppnislaga. Landbúnaður innan Noregs og ESB hefur því lengi verið í allt annarri og betri samkeppnisstöðu en íslenskur landbúnaður. En hvað felur undanþágan í raun í sér? Í opinberri umræðu hefur ýmislegt verið látið flakka um efni hinnar nýju undanþágureglu. Eins og reglan ber með sér þá veitir hún framleiðendafélögum heimild til að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli afurðastöðva að því er varðar framleiðslu einstakra kjötafurða og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Efni þessarar reglu byggir á undanþágu sem þegar hefur gilt fyrir afurðastöðvar í mjólk í 20 ár. Kjötafurðastöðvar sem nýta sér heimildina þurfa að fullnægja ákveðnum skilyrðum. Þær skulu (a) safna afurðum frá framleiðendum á grundvelli sömu viðskiptakjara, (b) selja öðrum vinnsluaðilum afurðir til frekari vinnslu á grundvelli sömu viðskiptakjara og dótturfélögum eða öðrum félögum framleiðendafélaga, (c) ekki setja skorður við því að framleiðendur færi viðskipti sín og (d) tryggja öllum framleiðendum rétt til að eiga einungis viðskipti við framleiðendafélag um afmarkaða þætti, s.s. slátrun og hlutun. Samkeppniseftirlitið fer með eftirlit hvað þetta varðar. Ávinningurinn mikill Íslenskur kjötmarkaður er agnarsmár samanborið við það sem þekkist erlendis. Svo smár í raun að eitt sláturhús á Jótlandi gæti slátrað öllum nautgripum sem slátrað er á Íslandi, á heilu ári í 7 húsum, á 5 vikum. Svo smár er íslenskur kjötmarkaður að það tæki annað sláturhús í Horsens í Danmörku innan við viku að slátra öllum svínum sem slátrað er á Íslandi á heilu ári. Nýtingarhlutfall sláturgetu í sauðfjár- og nautgripaslátrun hérlendis er einnig lág. Árið 2020 mældist hún 61% í sauðfjárslátrun og einungis 31% í nautgripaslátrun og hefur líklega minnkað samhliða fækkun sláturgripa undanfarin ár. Hér er því augljóst að hægt er að gera betur. Samkvæmt greiningu Deloitte frá apríl árið 2021 má skapa umtalsverðan ávinning með hagræðingu og endurskipulagningu á rekstri í slátrun og kjötvinnslu stórgripa og sauðfjár. Metið var að rekstrarhagræðing við samþjöppun afurðastöðva gæti numið á bilinu 0,9–1,5 milljörðum króna á ári og til viðbótar losað um fjárbindingu og lækkað fjárfestingarþörf til framtíðar. Þegar framleiðslukostnaður landbúnaðarvara er jafn hár og hann er hérlendis, sökum m.a. hás launa- og vaxtastigs, veðurfars og smæðar markaðar, þá er galið að sækja ekki þá hagræðingu sem hægt er. Það væri sérstaklega galið þegar íslenskar landbúnaðarvörur eru á sama tíma að keppa við innfluttar landbúnaðarvörur sem framleiddar eru með undanþágum frá samkeppnislögum í framleiðslulandinu. Barist hart gegn hagræðingu Samþykkt þessarar nýju undanþágureglu hefur valdið töluverðu fjaðrafoki. Svo dæmi séu nefnd þá tiltók Samkeppniseftirlitið í umsögn sinni við hin nýju lög að sjónarmið þess væru mikilvæg „vegna mögulegra áhrifa frumvarpsins á forsendur nýgerðra kjarasamninga“. Þetta gerði Samkeppniseftirlitið þótt skýrt komi fram í 3. gr. samkeppnislaga að lögin taki ekki til launa og annarra starfskjara launþega samkvæmt kjarasamningum – m.ö.o. það fellur utan verksviðs Samkeppniseftirlits að fjalla um kjarasamninga. Þá sendu Félag atvinnurekenda, VR og Neytendasamtökin áskorun á forsætisráðherra og þá sitjandi matvælaráðherra um að beita sér fyrir því að lögin yrðu felld úr gildi – lög sem löggjafarvaldið hafði þá nýlega samþykkt. Vert er að taka fram að upptaldir aðilar hafa lagst gegn hvers konar hugmyndum um undanþágur frá samkeppnislögum fyrir íslenskan landbúnað undanfarin ár, þrátt fyrir hinn augljósa aðstöðumun sem greinin hefur búið við í samanburði við landbúnaðinn í nágrannalöndum okkar. Viðbrögð hagsmunaaðila í landbúnaði hafa hins vegar almennt séð verið jákvæð. Bændasamtök Íslands hafa fagnað hinni nýju undanþágureglu og nýkjörinn formaður Beint frá býli horfir til þess að hagræðing leiði til hærra afurðaverðs til bænda, aukinnar framleiðslu og auki getu til að keppa við innflutning erlendra landbúnaðarvara. Nægir að líta til árangursins sem náðst hefur í mjólkuriðnaði hérlendis þar sem ávinningur bænda og neytenda var metinn á 3 milljarða á ársgrundvelli árið 2014, þar sem 2 milljarðar skiluðu sér til neytenda í formi lægra vöruverðs og 1 milljarður til bænda í formi hærra afurðaverðs. Um næstu skref Nú þegar hin nýja undanþáguregla hefur öðlast gildi fellur það í hlut kjötafurðastöðva að taka næstu skref. Afurðastöðvar munu nú hefja ferli greininga sem mun óneitanlega leiða til hagræðingaraðgerða þegar fram líða stundir. Og til að svara úrtölumönnum, sem finna undanþágureglum öllu til foráttu, er vert að benda á að fyrir stuttu var af hálfu ESB samþykkt ný undanþága fyrir landbúnaðinn frá samkeppnisreglum. Hin nýja undanþága mun gera bændum og fyrirtækjum þeirra kleift að gera með sér samninga sem ganga gegn samkeppnisreglum ef markmið samninganna er að ná tilteknum umhverfismarkmiðum, t.d. varðandi minnkun kolefnisfótspors, aukinnar dýravelferðar, o.s.frv. Næsta skref er að kanna hvort að ekki verði samþykkt slík undanþáguregla hér á landi til að tryggja samkeppnishæfni íslenskra framleiðenda. Slík undanþáguregla myndi t.a.m. auðvelda garðyrkjubændum að auka samvinnu og samstarf með sambærilegum hætti og tíðkast á meginlandi Evrópu. Samtök fyrirtækja í landbúnaði munu ekki láta sitt eftir liggja – Áfram gakk! Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun