Óku í hlið bíls til að stöðva ofsaakstur á Akranesi Jón Þór Stefánsson skrifar 10. apríl 2024 08:00 Ofsaaksturinn átti sér stað á Akranesi árið 2022. Vísir/Arnar Ungur karlmaður hlaut á dögunum þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna tveggja brota. Annars vegar var hann ákærður fyrir að hrækja á andlit lögreglumanns. Hins vegar var honum gefið að sök að stela bíl og aka honum ansi glæfralega, þangað til lögregla stöðvaði för hans með því að keyra í hlið bílsins. Talsvert ítarlegri lýsingu er að finna á síðara brotinu í ákæru málsins. Ofsaaksturinn átti sér stað þann fjórða maí 2022 á Akranesi. Manninum var gefið að sök að taka bílinn í heimildarleysi og aka henni þrátt fyrir að vera undir áhrifum fíkniefna og ekki með ökuskírteini. Fram kemur í ákærunni að í blóðsýnapróf hafi leitt í ljós að hann hafi bæði verið undir áhrifum áfengis og amfetamíns. Atvikinu er lýst þannig að maðurinn hafi ekið bílnum „án nægilegrar tillitssemi og varúðar” um bílastæði á Akranesi, og þaðan yfir graskannt og inn á annað bílastæði. Þar virðist lögreglan hafa skorist í leikinn, en fram kemur að maðurinn hafi ekki sinnt fyrirmælum lögreglu um að stöðva bílinn, og þá hófst eftirför hennar. Þá er maðurinn sagður hafa ekið bílnum að enda bílastæðisins og út af því með því að keyra yfir gangstétt og grasflöt, og síðan út á akbraut. Þaðan keyrði maðurinn á enn eitt bílastæðið og stöðvaði bílinn. Lögregla ætlaði þá að hafa afskipti af honum, en þá ók hann aftur af stað. Þar á eftir stöðvaði lögreglan aksturinn með því að aka í hlið bílsins. Sagðist ekki bera ábyrgð á tjóninu Maðurinn játaði sök. Við ákvörðun refsingar hans var litið til ungs aldurs hans og að hann hafi ekki gerst brotlegur við refsilög áður. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þrjátíu daga skilorðsbundindóm, og þá er hann sviptur ökuréttindum í ellefu mánuði. Hann hins vegar hafnaði bótakröfu eiganda bílsins, sem hljóðaði upp á 600 þúsund krónur. Hann vildi meina að vísa ætti kröfunni frá dómi þar sem hann hefði ekki verið ákærður fyrir að valda tjóni á bílnum, og að tjónið á henni væri ekki bein afleiðing af refsiverðri háttsemi sinni. Tjónið varð eftir að lögregla ók í hlið bílsins. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að maðurinn væri ábyrgur fyrir tjóninu, þar sem hún stæði í nægjanlegum tengslum með sakarefnið. Hann hefði tekið bílinn í heimildarleysi og lögreglan hefði þvingað hann til að stöðva aksturinn í samræmi um valdheimildir lögreglu um eftirför. „Að mati dómsins bendir allt til þess að aðgerðir lögreglu hafi verið lögmætar og nauðsynlegar til þess að stöðva aksturinn og tryggja öryggi annarra vegfarenda, eins og atvikum var háttað,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir krafðist eigandi bílsins 600 þúsund króna, en dómurinn féllst einungis á 320 þúsund króna bótagreiðslu. Þá er honum gert að greiða 390 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Akranes Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Sjá meira
Talsvert ítarlegri lýsingu er að finna á síðara brotinu í ákæru málsins. Ofsaaksturinn átti sér stað þann fjórða maí 2022 á Akranesi. Manninum var gefið að sök að taka bílinn í heimildarleysi og aka henni þrátt fyrir að vera undir áhrifum fíkniefna og ekki með ökuskírteini. Fram kemur í ákærunni að í blóðsýnapróf hafi leitt í ljós að hann hafi bæði verið undir áhrifum áfengis og amfetamíns. Atvikinu er lýst þannig að maðurinn hafi ekið bílnum „án nægilegrar tillitssemi og varúðar” um bílastæði á Akranesi, og þaðan yfir graskannt og inn á annað bílastæði. Þar virðist lögreglan hafa skorist í leikinn, en fram kemur að maðurinn hafi ekki sinnt fyrirmælum lögreglu um að stöðva bílinn, og þá hófst eftirför hennar. Þá er maðurinn sagður hafa ekið bílnum að enda bílastæðisins og út af því með því að keyra yfir gangstétt og grasflöt, og síðan út á akbraut. Þaðan keyrði maðurinn á enn eitt bílastæðið og stöðvaði bílinn. Lögregla ætlaði þá að hafa afskipti af honum, en þá ók hann aftur af stað. Þar á eftir stöðvaði lögreglan aksturinn með því að aka í hlið bílsins. Sagðist ekki bera ábyrgð á tjóninu Maðurinn játaði sök. Við ákvörðun refsingar hans var litið til ungs aldurs hans og að hann hafi ekki gerst brotlegur við refsilög áður. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þrjátíu daga skilorðsbundindóm, og þá er hann sviptur ökuréttindum í ellefu mánuði. Hann hins vegar hafnaði bótakröfu eiganda bílsins, sem hljóðaði upp á 600 þúsund krónur. Hann vildi meina að vísa ætti kröfunni frá dómi þar sem hann hefði ekki verið ákærður fyrir að valda tjóni á bílnum, og að tjónið á henni væri ekki bein afleiðing af refsiverðri háttsemi sinni. Tjónið varð eftir að lögregla ók í hlið bílsins. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að maðurinn væri ábyrgur fyrir tjóninu, þar sem hún stæði í nægjanlegum tengslum með sakarefnið. Hann hefði tekið bílinn í heimildarleysi og lögreglan hefði þvingað hann til að stöðva aksturinn í samræmi um valdheimildir lögreglu um eftirför. „Að mati dómsins bendir allt til þess að aðgerðir lögreglu hafi verið lögmætar og nauðsynlegar til þess að stöðva aksturinn og tryggja öryggi annarra vegfarenda, eins og atvikum var háttað,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir krafðist eigandi bílsins 600 þúsund króna, en dómurinn féllst einungis á 320 þúsund króna bótagreiðslu. Þá er honum gert að greiða 390 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Akranes Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Sjá meira