Lísa hefur innréttað heimilið á afar sjarmerandi máta þar sem mínímalískur stíll, ljósir litatónar og björt rými spila lykilhlutverk. Hugtakið „less is more“ á svo sannarlega vel við um þetta fína heimili þar sem einfaldleikinn ræður rikjum.
![](https://www.visir.is/i/E0E57791DDDC3831AA9D589479D1F05AC10D68AED54AC21484B29AEF63E5BF28_713x0.jpg)
Alrýmið sem samanstendur af stofu og eldhúsi er rúmgott og bjart með góðum gluggum sem veita rýminu náttúrulega birtu. Þaðan er útgengt á svalir með góðu útsýni til suðvesturs.
Í eldhúsi er hvít innrétting með góðu skápaplássi og nýlegri borðplötu. Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi.
Klassískir hönnunarmunir prýða alrýmið og gefa því mikinn karakter. Má þar nefna hvítar Sjöur eftir danska hönnuðinn Arne Jacobsen, Flower pot lampa eftir Verner Panton í ljósum lit og hvíta string hillu eftir sænska hönnuðinn Nisse Strinning.
Nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef Vísis.
![](https://www.visir.is/i/04E14761422C9C4251ACAA98DE7A86C363F80745937853E5D2A1EF19FF260D9D_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/06BA235825784CC0AA10C21A77D77B62AB5E27589D9E5FF2344A111C8A47309E_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/F9648025AF7441B931451B91700E0BB95E984CB102D0E206D9B79BAC43D972C2_713x0.jpg)