Æðsti klerkurinn heitir Ísraelum enn hefndum Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2024 10:10 Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Írans, ávarpar trúbræður sína við bænastund í Teheran í dag. AP/skrifstofa æðsta leiðtoga Írans Ísraelum verður refsað fyrir loftárás sem felldi sjö íranska hermenn á ræðisskrifstofu Írans í Sýrlandi fyrr í þessum mánuði, að sögn æðsta klerks og leiðtoga Írans. Utanríkisráðherra Ísraels hótar árásum á Íran á móti. Tólf manns féllu í loftárásinni í Damaskus í byrjun mánaðar: sjö liðsmenn íranska byltingarvarðarins, þar á meðal einn herforingi, fjórir Sýrlendingar og einn liðsmaður líbönsku skæruliðasamtakanna Hezbollah. Ísraelsk yfirvöld hafa ekki tekið ábyrgð á árásinni en hafa búið sig undir hörð viðbrögð frá írönskum stjórnvöldum, að sögn AP-fréttastofunnar. Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, hét enn hefndum á bænasamkomu við lok föstumánaðarins ramadan í dag. Stjórnvöld í Teheran viðurkenna ekki tilvist Ísraelsríkis og styðja herskáa hópa sem berjast gegn því eins og Hamas og Hezbollah. „Þegar þeir ráðast á ræðissvæði okkar var það eins og þeir réðust á landssvæði okkar. Það verður að refsa illa ríkinu og því verður refsað,“ sagði Khamenei sem lýsti því ekki frekar hvernig Ísrael yrði refsað fyrir árásina. Þá gagnrýndi æðsti leiðtoginn vesturlönd, fyrst og fremst Bandaríkin og Bretland, fyrir stuðning þeirra við Ísrael í átökum þess við Hamas-samtökin á Gasa. Vesturlönd hafi brugðist skyldu sinni að hafa hemil á Ísraelsmönnum. Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, brást við orðum Khamenei í dag með því að hóta hernaðaraðgerðum. „Ef Íran gerir árás frá landsvæði sínu, svarar Ísrael og ræðst á Íran,“ skrifaði Katz á samfélagsmiðlinum X (Twitter) á bæði farsí og hebresku. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum ísraelska utanríkisráðherrans. Íran Ísrael Sýrland Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Tólf manns féllu í loftárásinni í Damaskus í byrjun mánaðar: sjö liðsmenn íranska byltingarvarðarins, þar á meðal einn herforingi, fjórir Sýrlendingar og einn liðsmaður líbönsku skæruliðasamtakanna Hezbollah. Ísraelsk yfirvöld hafa ekki tekið ábyrgð á árásinni en hafa búið sig undir hörð viðbrögð frá írönskum stjórnvöldum, að sögn AP-fréttastofunnar. Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, hét enn hefndum á bænasamkomu við lok föstumánaðarins ramadan í dag. Stjórnvöld í Teheran viðurkenna ekki tilvist Ísraelsríkis og styðja herskáa hópa sem berjast gegn því eins og Hamas og Hezbollah. „Þegar þeir ráðast á ræðissvæði okkar var það eins og þeir réðust á landssvæði okkar. Það verður að refsa illa ríkinu og því verður refsað,“ sagði Khamenei sem lýsti því ekki frekar hvernig Ísrael yrði refsað fyrir árásina. Þá gagnrýndi æðsti leiðtoginn vesturlönd, fyrst og fremst Bandaríkin og Bretland, fyrir stuðning þeirra við Ísrael í átökum þess við Hamas-samtökin á Gasa. Vesturlönd hafi brugðist skyldu sinni að hafa hemil á Ísraelsmönnum. Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, brást við orðum Khamenei í dag með því að hóta hernaðaraðgerðum. „Ef Íran gerir árás frá landsvæði sínu, svarar Ísrael og ræðst á Íran,“ skrifaði Katz á samfélagsmiðlinum X (Twitter) á bæði farsí og hebresku. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum ísraelska utanríkisráðherrans.
Íran Ísrael Sýrland Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01