Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2024 11:45 Frá löndun íslenska hvalkjötsins í Japan í febrúar í fyrra. LIFE INVESTIGATION AGENCY/WHALE AND DOLPHIN CONSERVATION Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. Leiða má líkur að því að afurðir eftir skammvinna vertíð síðastliðið haust séu of litlar til að standa undir kostnaði við heilt frystiskip yfir hálfan hnöttinn. Þá veiddust 24 hvalir en vertíðin í fyrra hófst ekki fyrr en í fyrstu viku septembermánaðar þegar langt var liðið á hefðbundinn veiðitíma. Vertíðin sumarið á undan skilaði 148 langreyðum á land. Sem frægt er orðið kom þáverandi matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, í veg fyrir að Hvalur hf. næði að veiða útgefinn kvóta síðasta árs með því að fresta upphafi hvalveiða með reglugerð. Umboðsmaður Alþingis komst síðar að þeirri niðurstöðu að reglugerðina hefði skort lagastoð. Síðasti skipsfarmur af hvalafurðum fór úr landi í Hafnarfirði rétt fyrir jólin 2022 með norska frystiskipinu Silver Copenhagen. Skipið var 49 daga á leið sinni og virðist siglingin hafa gengið vandræðalaust en skipið kom í höfn í Japan þann 8. febrúar. Silver Copenhagen utan við borgina Kokura þann 8. febrúar í fyrra að koma með hvalkjötið til Japans eftir 49 daga siglingu frá Íslandi.Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Samkvæmt útflutningstölum Hagstofu Íslands var farmurinn alls 2.576 tonn af hvalkjöti og nam útflutningsverðmætið, fob-verð, 2.771 milljón króna. Það þýðir 1.076 króna meðalverð á hvert kíló en telja má nokkuð víst að hluti farmsins hafi verið eldri birgðir. Til samanburðar má geta þess að verðið fyrir hvalkjötið var svipað og fékkst um sama leyti fyrir ferskan íslenskan eldislax á mörkuðum í Evrópu. Þá nam meðalverð á útfluttum ferskum laxi til Frakklands 1.043 krónum á kíló en verð á laxi hafði verið mjög hátt. Þá er þetta einnig svipað verð og fékkst fyrir landfryst þorskflök í blokkum í Bretlandi um líkt leyti. Þar var meðalverð á kíló 1.042 krónur, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þorskverð hafði sömuleiðis verið í hæstu hæðum. Hvalverndarsamtök kvikmynduðu löndun íslenska hvalkjötsins í Japan í fyrra. Á sama tíma var íslenskt kvikmyndatökulið að taka upp kvikmynd á sömu slóðum, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2: Hvalveiðar Sjávarútvegur Japan Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir „Ef ekki er markaður fyrir kjötið er efnahagslegur ávinningur enginn“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra, vildi ekki tjá sig um það í gær hvort hún myndi heimila eða banna hvalveiðar. Hún var þó afdráttarlaus um afstöðu sína á þingfundi í febrúar árið 2019. 10. apríl 2024 08:28 Yrði „algjör niðurlæging fyrir Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir það myndu verða algjör niðurlæging fyrir Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn ef það kæmi í ljós að þeir hefðu ekki tryggt það í viðræðum síðustu daga að hvalveiðar verði leyfðar að nýju. 10. apríl 2024 06:29 Leggur aftur fram vantrauststillögu á Svandísi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram nýja vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Þingmenn flokksins krefjast þess að hún víki úr embætti þegar í stað. 8. apríl 2024 14:39 Löndun hvalkjöts lokið í Japan án vandkvæða Norska frystiskipið Silver Copehagen lét úr höfn í Japan í morgun eftir að hafa landað 2.600 tonnum af íslensku hvalkjöti. Engar fregnir hafa borist af því að andstæðingar hvalveiða hafi reynt að trufla affermingu skipsins. Þá virðist 49 daga sigling skipsins frá Íslandi hafa gengið vandræðalaust. 12. febrúar 2023 10:33 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Leiða má líkur að því að afurðir eftir skammvinna vertíð síðastliðið haust séu of litlar til að standa undir kostnaði við heilt frystiskip yfir hálfan hnöttinn. Þá veiddust 24 hvalir en vertíðin í fyrra hófst ekki fyrr en í fyrstu viku septembermánaðar þegar langt var liðið á hefðbundinn veiðitíma. Vertíðin sumarið á undan skilaði 148 langreyðum á land. Sem frægt er orðið kom þáverandi matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, í veg fyrir að Hvalur hf. næði að veiða útgefinn kvóta síðasta árs með því að fresta upphafi hvalveiða með reglugerð. Umboðsmaður Alþingis komst síðar að þeirri niðurstöðu að reglugerðina hefði skort lagastoð. Síðasti skipsfarmur af hvalafurðum fór úr landi í Hafnarfirði rétt fyrir jólin 2022 með norska frystiskipinu Silver Copenhagen. Skipið var 49 daga á leið sinni og virðist siglingin hafa gengið vandræðalaust en skipið kom í höfn í Japan þann 8. febrúar. Silver Copenhagen utan við borgina Kokura þann 8. febrúar í fyrra að koma með hvalkjötið til Japans eftir 49 daga siglingu frá Íslandi.Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Samkvæmt útflutningstölum Hagstofu Íslands var farmurinn alls 2.576 tonn af hvalkjöti og nam útflutningsverðmætið, fob-verð, 2.771 milljón króna. Það þýðir 1.076 króna meðalverð á hvert kíló en telja má nokkuð víst að hluti farmsins hafi verið eldri birgðir. Til samanburðar má geta þess að verðið fyrir hvalkjötið var svipað og fékkst um sama leyti fyrir ferskan íslenskan eldislax á mörkuðum í Evrópu. Þá nam meðalverð á útfluttum ferskum laxi til Frakklands 1.043 krónum á kíló en verð á laxi hafði verið mjög hátt. Þá er þetta einnig svipað verð og fékkst fyrir landfryst þorskflök í blokkum í Bretlandi um líkt leyti. Þar var meðalverð á kíló 1.042 krónur, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þorskverð hafði sömuleiðis verið í hæstu hæðum. Hvalverndarsamtök kvikmynduðu löndun íslenska hvalkjötsins í Japan í fyrra. Á sama tíma var íslenskt kvikmyndatökulið að taka upp kvikmynd á sömu slóðum, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2:
Hvalveiðar Sjávarútvegur Japan Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir „Ef ekki er markaður fyrir kjötið er efnahagslegur ávinningur enginn“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra, vildi ekki tjá sig um það í gær hvort hún myndi heimila eða banna hvalveiðar. Hún var þó afdráttarlaus um afstöðu sína á þingfundi í febrúar árið 2019. 10. apríl 2024 08:28 Yrði „algjör niðurlæging fyrir Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir það myndu verða algjör niðurlæging fyrir Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn ef það kæmi í ljós að þeir hefðu ekki tryggt það í viðræðum síðustu daga að hvalveiðar verði leyfðar að nýju. 10. apríl 2024 06:29 Leggur aftur fram vantrauststillögu á Svandísi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram nýja vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Þingmenn flokksins krefjast þess að hún víki úr embætti þegar í stað. 8. apríl 2024 14:39 Löndun hvalkjöts lokið í Japan án vandkvæða Norska frystiskipið Silver Copehagen lét úr höfn í Japan í morgun eftir að hafa landað 2.600 tonnum af íslensku hvalkjöti. Engar fregnir hafa borist af því að andstæðingar hvalveiða hafi reynt að trufla affermingu skipsins. Þá virðist 49 daga sigling skipsins frá Íslandi hafa gengið vandræðalaust. 12. febrúar 2023 10:33 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
„Ef ekki er markaður fyrir kjötið er efnahagslegur ávinningur enginn“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra, vildi ekki tjá sig um það í gær hvort hún myndi heimila eða banna hvalveiðar. Hún var þó afdráttarlaus um afstöðu sína á þingfundi í febrúar árið 2019. 10. apríl 2024 08:28
Yrði „algjör niðurlæging fyrir Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir það myndu verða algjör niðurlæging fyrir Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn ef það kæmi í ljós að þeir hefðu ekki tryggt það í viðræðum síðustu daga að hvalveiðar verði leyfðar að nýju. 10. apríl 2024 06:29
Leggur aftur fram vantrauststillögu á Svandísi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram nýja vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Þingmenn flokksins krefjast þess að hún víki úr embætti þegar í stað. 8. apríl 2024 14:39
Löndun hvalkjöts lokið í Japan án vandkvæða Norska frystiskipið Silver Copehagen lét úr höfn í Japan í morgun eftir að hafa landað 2.600 tonnum af íslensku hvalkjöti. Engar fregnir hafa borist af því að andstæðingar hvalveiða hafi reynt að trufla affermingu skipsins. Þá virðist 49 daga sigling skipsins frá Íslandi hafa gengið vandræðalaust. 12. febrúar 2023 10:33