„Þetta var ótrúlegt og ég hef aldrei upplifað svona lagað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2024 14:00 Þorgils Jón Svölu Baldursson og félagar í Karlskrona geta tryggt sér sigur í einvíginu gegn Västerås í kvöld. vísir/hulda margrét Einn íslensku leikmannanna hjá Karlskrona segist aldrei hafa lent í aðstæðum eins og í leik gegn Västerås í gær. Þá þurfti að endurtaka vítakast úr leik sem fór fram fjórum dögum fyrr. Á föstudaginn vann Karlskrona Västerås, 25-24, í leik í umspili um sæti í sænsku úrvalsdeildinni. Í þann mund sem leiktíminn rann út fékk Västerås vítakast. Dómarar leiksins mátu það hins vegar sem svo að leiktíminn hafi verið búinn, vítið var ekki tekið og Västerås tapaði leiknum. Leikmenn Västerås voru æfir og félagið kærði niðurstöðu leiksins í kjölfarið. Og hafði erindi sem erfiði. Sænska handknattleikssambandið ákvað að taka þyrfti vítakastið og leika svo til þrautar ef Västerås myndi skora úr því. Þrír Íslendingar leika með Karlskrona; Ólafur Guðmundsson, Dagur Sverrir Kristjánsson og Þorgils Jón Svölu Baldursson. Að sögn þess síðastnefna var andrúmsloftið þegar vítakastið var tekið í gær nokkuð sérstakt. „Þetta var ótrúlegt og ég hef aldrei upplifað svona lagað,“ sagði Þorgils í samtali við Vísi í dag. „Allt átti að vera eins og á föstudaginn. Vítið tekið á sama stað og það átti að vera, sömu leikmenn í hóp og þannig. En ekki sömu dómarar. Ég náði ekki af hverju. Við undurbjuggum okkur bara eins og um annan leik væri að ræða, hittumst á sama tíma, hituðum vel upp og gerðum ráð fyrir að við værum að fara í framlengingu. Ekki bara treysta á þetta eina víti.“ Phil Döhler, sem lék með FH um árabil, freistaði þess að verja vítið en tókst það ekki og því þurfti að framlengja, í tvisvar sinnum fimm mínútur. „Síðan kom bara framlenging sem við höfðum betur í og það gekk vel,“ sagði Þorgils en Karlskrona vann framlenginguna, 5-1. Fjöldi manns var mættur á leikinn til að fylgjast mögulega með einungis einu víti. Phil Döhler reyndi að verja vítið fræga.vísir/vilhelm „Þeir sem voru á síðasta leik máttu ekki koma en þeir sem voru búnir að kaupa miða á leikinn í dag máttu koma. Það mættu mun fleiri en ég hélt. Þegar við mættum út á völl og verið var að undirbúa vítið voru einhver hundruð manns mættir. Það var vissulega mjög undarlegt; kannski hefðu allir farið heim eftir vítið,“ sagði Þorgils. Hann segir að leikmenn Karlskrona hafi tekið öllu þessu havaríi með miklu jafnaðargeði. „Við fengum bara að heyra að svona væri þetta. Það væri búið að dæma í þessu og við gætum ekkert gert. Það var einhver pæling hjá Karlskrona að áfrýja niðurstöðunni en það yrði aldrei tekið til skoðunar fyrr en eftir einvígið. Við áttum bara að vinna þetta, fannst mér,“ sagði Þorgils en Karlskrona er 2-0 yfir í einvíginu gegn Västerås og getur tryggt sér sigur í því með því að vinna leik liðanna í kvöld. „Við stefnum á það og erum vel undirbúnir. Við stefnum á að vinna og taka þetta, 3-0, eða 4-0,“ sagði Þorgils léttur en liðin hafa jú þurft að mæta þrisvar sinnum til leiks þrátt fyrir að staðan í einvíginu sé 2-0. Þorgils varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með Val áður en hann hélt utan.vísir/hulda margrét Þorgils gekk í raðir Karlskrona frá Val í sumar. Hann kann vel við sig í sænska boltanum. „Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt. Þeir spila öðruvísi handbolta, aðrar áherslur bæði í vörn og sókn, þannig mér finnst ég hafa lært mikið hérna. Það tók smá tíma að ná tökum á þessu,“ sagði Þorgils sem segir að það hjálpi mikið að vera með tvo aðra Íslendinga og hinn íslenskumælandi Döhler með sér í liði. „Það hefur skipt miklu máli. Ég hef til dæmis fengið mikla hjálp frá Óla sem er reyndur og svo er líka gott að vera með Phil og Dag. Þetta hefur gengið betur en ég þorði að vona.“ Sænski handboltinn Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Á föstudaginn vann Karlskrona Västerås, 25-24, í leik í umspili um sæti í sænsku úrvalsdeildinni. Í þann mund sem leiktíminn rann út fékk Västerås vítakast. Dómarar leiksins mátu það hins vegar sem svo að leiktíminn hafi verið búinn, vítið var ekki tekið og Västerås tapaði leiknum. Leikmenn Västerås voru æfir og félagið kærði niðurstöðu leiksins í kjölfarið. Og hafði erindi sem erfiði. Sænska handknattleikssambandið ákvað að taka þyrfti vítakastið og leika svo til þrautar ef Västerås myndi skora úr því. Þrír Íslendingar leika með Karlskrona; Ólafur Guðmundsson, Dagur Sverrir Kristjánsson og Þorgils Jón Svölu Baldursson. Að sögn þess síðastnefna var andrúmsloftið þegar vítakastið var tekið í gær nokkuð sérstakt. „Þetta var ótrúlegt og ég hef aldrei upplifað svona lagað,“ sagði Þorgils í samtali við Vísi í dag. „Allt átti að vera eins og á föstudaginn. Vítið tekið á sama stað og það átti að vera, sömu leikmenn í hóp og þannig. En ekki sömu dómarar. Ég náði ekki af hverju. Við undurbjuggum okkur bara eins og um annan leik væri að ræða, hittumst á sama tíma, hituðum vel upp og gerðum ráð fyrir að við værum að fara í framlengingu. Ekki bara treysta á þetta eina víti.“ Phil Döhler, sem lék með FH um árabil, freistaði þess að verja vítið en tókst það ekki og því þurfti að framlengja, í tvisvar sinnum fimm mínútur. „Síðan kom bara framlenging sem við höfðum betur í og það gekk vel,“ sagði Þorgils en Karlskrona vann framlenginguna, 5-1. Fjöldi manns var mættur á leikinn til að fylgjast mögulega með einungis einu víti. Phil Döhler reyndi að verja vítið fræga.vísir/vilhelm „Þeir sem voru á síðasta leik máttu ekki koma en þeir sem voru búnir að kaupa miða á leikinn í dag máttu koma. Það mættu mun fleiri en ég hélt. Þegar við mættum út á völl og verið var að undirbúa vítið voru einhver hundruð manns mættir. Það var vissulega mjög undarlegt; kannski hefðu allir farið heim eftir vítið,“ sagði Þorgils. Hann segir að leikmenn Karlskrona hafi tekið öllu þessu havaríi með miklu jafnaðargeði. „Við fengum bara að heyra að svona væri þetta. Það væri búið að dæma í þessu og við gætum ekkert gert. Það var einhver pæling hjá Karlskrona að áfrýja niðurstöðunni en það yrði aldrei tekið til skoðunar fyrr en eftir einvígið. Við áttum bara að vinna þetta, fannst mér,“ sagði Þorgils en Karlskrona er 2-0 yfir í einvíginu gegn Västerås og getur tryggt sér sigur í því með því að vinna leik liðanna í kvöld. „Við stefnum á það og erum vel undirbúnir. Við stefnum á að vinna og taka þetta, 3-0, eða 4-0,“ sagði Þorgils léttur en liðin hafa jú þurft að mæta þrisvar sinnum til leiks þrátt fyrir að staðan í einvíginu sé 2-0. Þorgils varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með Val áður en hann hélt utan.vísir/hulda margrét Þorgils gekk í raðir Karlskrona frá Val í sumar. Hann kann vel við sig í sænska boltanum. „Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt. Þeir spila öðruvísi handbolta, aðrar áherslur bæði í vörn og sókn, þannig mér finnst ég hafa lært mikið hérna. Það tók smá tíma að ná tökum á þessu,“ sagði Þorgils sem segir að það hjálpi mikið að vera með tvo aðra Íslendinga og hinn íslenskumælandi Döhler með sér í liði. „Það hefur skipt miklu máli. Ég hef til dæmis fengið mikla hjálp frá Óla sem er reyndur og svo er líka gott að vera með Phil og Dag. Þetta hefur gengið betur en ég þorði að vona.“
Sænski handboltinn Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn