Viðskipti innlent

Sam­skip í hart við Eim­skip

Árni Sæberg skrifar
Samskip vilja bætur frá Eimskip.
Samskip vilja bætur frá Eimskip. Vísir/Vilhelm

Samskip hafa stefnt Eimskip til viðurkenningar skaðabótaskyldu án fjárhæðar vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2021.

Þetta segir í tilkynningu sem Eimskip sendi Kauphöll í gærkvöldi. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um gerði Eimskip sátt við Samkeppniseftirlitið árið 2021 vegna meints ólögmæts samráðs Eimskips og Samskipa. Eimskip greiddi 1,5 milljarða króna sekt vegna sáttarinnar. 

Samskip var aftur á móti sektað um 4,2 milljarða króna vegna meints samráðsins en þarf ekki að greiða sektina á meðan málið er enn fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og eftir atvikum dómstólum.

Samskip tilkynnti í september í fyrra að félagið hyggðist krefja Eimskip um bætur vegna málsins. Nú hefur stefna verið afhent Eimskip og málið komið í farveg.


Tengdar fréttir

Samráðið hafi kostað samfélagið 62 milljarða króna

Samkvæmt frummati sem unnið var fyrir Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR kostaði meint ólögmætt samráð stóru skipafélaganna Eimskips og Samskipa íslenskt samfélag tæplega 62 milljarða króna á árunum 2008 til 2013.

„Þetta eru náttúru­lega svaka­legar tölur“

Tjón vegna meints samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskipa er metið á 62 milljarða króna. Formaður Félags atvinnurekenda segir frummatið unnið til þess að búa til grundvöll fyrir þá sem íhuga skaðabótamál á hendur skipafélögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×