Innlent

Katrín miklu fljótari en Baldur og Jón

Árni Sæberg skrifar
Katrín Jakobsdóttir mælist hæst í nýrri skoðanakönnun með 33 prósent. Hún var líka fljótust að safna undirskriftum.
Katrín Jakobsdóttir mælist hæst í nýrri skoðanakönnun með 33 prósent. Hún var líka fljótust að safna undirskriftum. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi, opnaði fyrir meðmælasöfnun á Íslandi.is klukkan 13. Klukkan 13:54 hafði hún náð tilskildum fjölda meðmæla. Hún var því tæpum klukkutíma fljótari að ná lágmarkinu en þeir Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr.

Katrín tilkynnti eftir ríkisráðsfund í gærkvöldi, þegar hún var formlega laus undan öllum skyldum forsætisráðherra, að hún myndi hefja undirskriftasöfnun klukkan 13 í dag. Samkvæmt upplýsingum innan úr herbúðum Katrínar hafði hún náð tilskildum 1.500 undirskriftum aðeins 54 mínútum seinna.

Athygli vakti þegar það tók Baldur Þórhallsson, sem einnig býður sig fram, aðeins eina klukkustund og 43 mínútur að safna undirskriftunum. 

Jón Gnarr, sem er einnig í framboði, bætti um betur og safnaði undirskriftunum 1.500 á einni klukkustund og 41 mínútu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×