Elmar, sem verður tvítugur í næsta mánuði, var einn besti leikmaður Olís-deildarinnar í vetur. Hann skoraði 140 mörk fyrir ÍBV sem endaði í 4. sæti.
Nordhorn lék lengi vel í þýsku úrvalsdeildinni og vann EHF-bikarinn 2008. Síðustu ár hafa hins vegar verið erfið hjá félaginu sem situr í 11. sæti B-deildarinnar.
ÍBV verður heldur betur fyrir mikilli blóðtöku í sumar því Arnór Viðarsson er einnig á förum. Hann hefur samið við Frederica í Danmörku.
Í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar mætir ÍBV Haukum. Þessi lið mættust í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra þar sem Eyjamenn höfðu betur, 3-2.
Fyrsti leikur ÍBV og Hauka fer fram í Vestmannaeyjum annað kvöld.