Erum frekar að fá til okkar skuldabréfafjárfesta sem horfa til langs tíma
![„Gjaldeyrisinnflæðið vegna ríkisbréfakaupanna hefur ekki skapað nein vandamál,“ segir Ásgeir Jónsson sðelabankastjóri.](https://www.visir.is/i/8367C9213DF7B39CBC5437232D862239A9508F936C4ECF99D94EBC2AEC8003FA_713x0.jpg)
Þær takmarkanir sem eru á framvirkum gjaldeyrisskiptasamningum útilokar í reynd að erlendir skuldabréfasjóðir geti farið að eiga í vaxtamunarviðskiptum af þeirri stærðargráðu sem var á árunum fyrir bankahrun, að sögn seðlabankastjóra. Innflæði fjármagns í íslensk ríkisbréf hefur aukist stöðugt að undanförnu og nemur yfir 40 milljörðum á síðustu sex mánuðum.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/8367C9213DF7B39CBC5437232D862239A9508F936C4ECF99D94EBC2AEC8003FA_308x200.jpg)
Háir langtímavextir vestanhafs minnka áhuga fjárfesta á „framandi“ mörkuðum
Þegar það kemst á meiri vissa um að vextir hafi náð hámarki og verðbólgan sé á niðurleið ætti það að skila sér í meira innfæði fjármagns í íslensk ríkisbréf, að sögn seðlabankastjóra, en háir langtímavextir í Bandaríkjunum valda því að skuldabréfafjárfestar sýna framandi mörkuðum núna lítinn áhuga. Eftir nánast ekkert innflæði í ríkisbréf um margra mánaða skeið kom erlendur sjóður inn á markaðinn í gær sem átti sinn þátt í því að ávöxtunarkrafan féll skarpt.
![](https://www.visir.is/i/6563444548E89510E7BA17D90030910786EE6504365801E1FFBED640A25AE4AF_308x200.jpg)
Tímaspursmál hvenær erlendir sjóðir koma inn á skuldabréfamarkaðinn
Hverfandi hlutdeild erlendra fjárfestingarsjóða á íslenskum skuldabréfamarkaði, sem hefur sjaldan eða aldrei verið minni í sögunni, er „óheppileg“ að mati seðlabankastjóra. Langtímavaxtamunur Íslands við Bandaríkin hefur lítið hækkað þrátt fyrir að ávöxtunarkrafa lengri ríkisbréfa hafi rokið upp síðustu misseri og sé í dag nálægt sex prósentum.
![](https://www.visir.is/i/8136589EE2BD18F65FC2D2A0E7D22756761A30325C173D3332E35E919887AE60_308x200.jpg)
Talað í kross í peningastefnunefnd
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vakti athygli á því að „nánast engir“ erlendir sjóðir væru á meðal eigenda að íslenskum ríkisbréfum. Samkvæmt tölum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er algengt að hlutdeild erlendra sjóða í ríkisskuldabréfum nýmarkaðsríkja sé á bilinu 10 til 30 prósent. Á síðasta áratug sveiflaðist hlutfallið á Íslandi á milli 15 til 20 prósenta en það lækkaði snarplega á síðari hluta árs 2020 þegar umsvifamiklir fjárfestingasjóðir á borð við Bluebay Asset Management seldu öll sín bréf.