Í steininn fyrir að stela dagbók dóttur Bandaríkjaforseta Jón Þór Stefánsson skrifar 10. apríl 2024 22:32 Joe Biden Bandaríkjaforseti og dóttir hans Ashley Biden. Getty Dómari í New York-ríki Bandaríkjanna hefur dæmt konu, Aimee Harris, í mánaðar fangelsi fyrir að stela dagbók og öðrum persónulegum munum í eigu Ashley Biden, dóttur Joe Biden Bandaríkjaforseta. Í umfjöllun New York Times um málið segir að stuldurinn hafi verið hluti af ráðabruggi til þess að veikja stöðu Biden í forsetakosningunum 2020, en hann átti eftir að bera sigur úr býtum gegn sitjandi forseta Donald Trump. Stuldurinn átti sér stað fyrir fjórum árum síðan í borginni Delray Beach í Flórídaríki. Það var á heimili vinar Harris, en saksóknari sagði að Ashley Biden hefði geymt dagbókina þar í þeirri trú að hún væri örugg. Síðan seldi Harris bókina til Project Veritas, sem er lýst sem öfgahægri fylkingu, fyrir háar fjárhæðir. Hún játaði sök fyrir dómi og sagðist hafa fengið tuttugu þúsund Bandaríkjadali greidda af fjörutíu þúsundum sem henni var lofað. Fram hefur komið að efni dagbókarinnar varðaði að einhverju leyti æsku Ashley Biden. Hér sést hún í fangi föður síns, einungis fimm ára gömul.Getty „Ég er ekki hafin yfir lögin,“ sagði Harris fyrir dómi. Hún bað Ashley Biden afsökunar á því að hafa gert æsku og einkalíf hennar opinbert. Dómarinn í málinu sagði gjörðir Harris „fyrirlitlegar og alvarlegar“. Áður en hann kvað upp dóm sinn tók hann fram að Harris hefði gert tilraun til að selja dagbókina til kosningateymis Trumps, en án árangurs. Jafnframt gagnrýndi dómarinn framferði Harris fyrir dómi, með því að hafa gert ítrekaðar tilraunir til að láta málið dragast á langinn. Líkt og áður segir hlaut Harris mánaðar fangelsisdóm, en þar að auki hlýtur hún þriggja ára skilorðsbundin dóm, og þarf að sitja í stofufangelsi í þrjá mánuði. Einnig er henni gert að endurgreiða peningana sem hún fékk greidda fyrir þýfið. Joe Biden Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Í umfjöllun New York Times um málið segir að stuldurinn hafi verið hluti af ráðabruggi til þess að veikja stöðu Biden í forsetakosningunum 2020, en hann átti eftir að bera sigur úr býtum gegn sitjandi forseta Donald Trump. Stuldurinn átti sér stað fyrir fjórum árum síðan í borginni Delray Beach í Flórídaríki. Það var á heimili vinar Harris, en saksóknari sagði að Ashley Biden hefði geymt dagbókina þar í þeirri trú að hún væri örugg. Síðan seldi Harris bókina til Project Veritas, sem er lýst sem öfgahægri fylkingu, fyrir háar fjárhæðir. Hún játaði sök fyrir dómi og sagðist hafa fengið tuttugu þúsund Bandaríkjadali greidda af fjörutíu þúsundum sem henni var lofað. Fram hefur komið að efni dagbókarinnar varðaði að einhverju leyti æsku Ashley Biden. Hér sést hún í fangi föður síns, einungis fimm ára gömul.Getty „Ég er ekki hafin yfir lögin,“ sagði Harris fyrir dómi. Hún bað Ashley Biden afsökunar á því að hafa gert æsku og einkalíf hennar opinbert. Dómarinn í málinu sagði gjörðir Harris „fyrirlitlegar og alvarlegar“. Áður en hann kvað upp dóm sinn tók hann fram að Harris hefði gert tilraun til að selja dagbókina til kosningateymis Trumps, en án árangurs. Jafnframt gagnrýndi dómarinn framferði Harris fyrir dómi, með því að hafa gert ítrekaðar tilraunir til að láta málið dragast á langinn. Líkt og áður segir hlaut Harris mánaðar fangelsisdóm, en þar að auki hlýtur hún þriggja ára skilorðsbundin dóm, og þarf að sitja í stofufangelsi í þrjá mánuði. Einnig er henni gert að endurgreiða peningana sem hún fékk greidda fyrir þýfið.
Joe Biden Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira