„Þetta þarf Kjartan að taka af Keflvíkingum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2024 11:01 Remy Martin er illviðráðanlegur þegar hann kemst á flug og það verður krefjandi verkefni fyrir Álftanesliðið að stoppa hann. Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar unnu sinn fyrsta titil í tólf ár þegar þeir urðu bikarmeistarar á dögunum og í kvöld hefst vegferð þeirra að reyna að enda líka sextán ára bið eftir Íslandsmeistaratitlinum. Úrslitakeppni karlakörfuboltans hófst í gærkvöldi og heldur áfram í kvöld. Í kvöld hefst meðal annars einvígi Keflavíkur og nýliða frá Álftanesi en Álftanesliðið er í úrslitakeppni í fyrsta skiptið. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Hafa verið mjög góðir að undanförnu „Keflvíkingarnir hafa verið mjög góðir að undanförnu og unnu báða leikina á móti Álftanesi á þessu tímabili. Þeir unnu í Forsetahöllinni án Remy Martin í framlengdum leik. Þeir unnu fyrri leikinn síðan sannfærandi,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Það er mjög mikilvægt á móti Keflavík að þú mátt helst ekki missa boltann í lifandi leik því þá færðu þá beint í andlitið,“ sagði Teitur. „Þetta er kannski bara styrkleikurinn hjá Keflavík og svo eru þeir með þennan mann (Remy Martin) sem getur búið til mikið úr engu. Hann breytir leikjum,“ sagði Teitur. „Álftanes er líka ekki hraðasta liðið í deildinni. Að eiga við þennan hraða, Helgi, getur verið mjög erfitt fyrir Kjartan Atla (Kjartansson) og hans menn,“ sagði Stefán. Mun snúast um tempó „Þetta einvígi mun snúast um tempó. Hver nær að stýra því, stjórna tempóinu, eða hver nær að hægja á leiknum. Pétur vill hlaupa, hlaupa, hlaupa,“ sagði Helgi. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Keflavíkur og Álftaness „Það mun mikið mæða á Herði að stýra tempóinu. Ég ímynda mér að hann byrji í því hlutverki að hamast í Remy. Burt séð frá því hvað Hörður gerir sóknarlega þá snýst þetta aðallega um það hjá honum að hægja á leiknum, róa þetta niður og fá þetta á hálfan völl. Finna (Norbertas) Giga, (Douglas) Wilson og Hauk (Helga Pálsson) í góðum stöðum og reyna að gera þetta bara eins erfitt fyrir Keflavík og hægt er,“ sagði Helgi. „Álftanes vill fara í fimm á fimm leik af því að þar er styrkleiki Álftaness. Þeir eru gott varnarlið fimm á móti fimm. Þeir eru mjög sterkir þar og þeir eru með stóra menn og góða varnarmenn undir körfunni,“ sagði Teitur. Ókeypis körfur „Síðan þurfa þeir bara að vera skynsamir, klára sínar sóknir vel með skotum og verjast vel þegar boltinn er að skipta um hendur. Vera alltaf í góðu jafnvægi þannig að þeir fái ekki mikið af sniðskotum á móti sér. Þar sem Keflavík skorar það sem ég kalla ókeypis körfur. Þar sem þú færð ekki einu sinni tækifæri til að spila vörn,“ sagði Teitur. „Þetta þarf Kjartan að taka af Keflvíkingum. Besta aðferðin til að hægja á þeim er að skora í körfuna þeirra og þeir þurfa að taka boltann inn,“ sagði Teitur. Leikur Keflavíkur og Álftaness hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Grindavíkur og Tindastóls hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Keflavíkur og Álftaness og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphitunina í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF UMF Álftanes Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira
Úrslitakeppni karlakörfuboltans hófst í gærkvöldi og heldur áfram í kvöld. Í kvöld hefst meðal annars einvígi Keflavíkur og nýliða frá Álftanesi en Álftanesliðið er í úrslitakeppni í fyrsta skiptið. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Hafa verið mjög góðir að undanförnu „Keflvíkingarnir hafa verið mjög góðir að undanförnu og unnu báða leikina á móti Álftanesi á þessu tímabili. Þeir unnu í Forsetahöllinni án Remy Martin í framlengdum leik. Þeir unnu fyrri leikinn síðan sannfærandi,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Það er mjög mikilvægt á móti Keflavík að þú mátt helst ekki missa boltann í lifandi leik því þá færðu þá beint í andlitið,“ sagði Teitur. „Þetta er kannski bara styrkleikurinn hjá Keflavík og svo eru þeir með þennan mann (Remy Martin) sem getur búið til mikið úr engu. Hann breytir leikjum,“ sagði Teitur. „Álftanes er líka ekki hraðasta liðið í deildinni. Að eiga við þennan hraða, Helgi, getur verið mjög erfitt fyrir Kjartan Atla (Kjartansson) og hans menn,“ sagði Stefán. Mun snúast um tempó „Þetta einvígi mun snúast um tempó. Hver nær að stýra því, stjórna tempóinu, eða hver nær að hægja á leiknum. Pétur vill hlaupa, hlaupa, hlaupa,“ sagði Helgi. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Keflavíkur og Álftaness „Það mun mikið mæða á Herði að stýra tempóinu. Ég ímynda mér að hann byrji í því hlutverki að hamast í Remy. Burt séð frá því hvað Hörður gerir sóknarlega þá snýst þetta aðallega um það hjá honum að hægja á leiknum, róa þetta niður og fá þetta á hálfan völl. Finna (Norbertas) Giga, (Douglas) Wilson og Hauk (Helga Pálsson) í góðum stöðum og reyna að gera þetta bara eins erfitt fyrir Keflavík og hægt er,“ sagði Helgi. „Álftanes vill fara í fimm á fimm leik af því að þar er styrkleiki Álftaness. Þeir eru gott varnarlið fimm á móti fimm. Þeir eru mjög sterkir þar og þeir eru með stóra menn og góða varnarmenn undir körfunni,“ sagði Teitur. Ókeypis körfur „Síðan þurfa þeir bara að vera skynsamir, klára sínar sóknir vel með skotum og verjast vel þegar boltinn er að skipta um hendur. Vera alltaf í góðu jafnvægi þannig að þeir fái ekki mikið af sniðskotum á móti sér. Þar sem Keflavík skorar það sem ég kalla ókeypis körfur. Þar sem þú færð ekki einu sinni tækifæri til að spila vörn,“ sagði Teitur. „Þetta þarf Kjartan að taka af Keflvíkingum. Besta aðferðin til að hægja á þeim er að skora í körfuna þeirra og þeir þurfa að taka boltann inn,“ sagði Teitur. Leikur Keflavíkur og Álftaness hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Grindavíkur og Tindastóls hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Keflavíkur og Álftaness og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphitunina í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF UMF Álftanes Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira