Allskonar fyrir aumingja Gudmundur Felix Gretarsson skrifar 11. apríl 2024 16:30 Það er mér ávallt minnisstætt þegar Besti flokkurinn kom fram á sjónarsviðið og lofaði að “gera allskonar fyrir aumingja”. Þessi orð hittu svo sannanlega naglann á höfuðið sem skilaboð frambjóðenda fyrir kosningar. Sumum þótti kannski orðalagið óviðeigandi en fyrir okkur fólk með fötlun var þetta hárrétt þýðing á kosningaloforðum þeirra sem skreyttu sig með umhyggju fyrir málaflokknum. Í vikunni sýndi RUV Kveik þáttinn um fólkið í geymslunni. Þessi þáttur sýndi okkur glöggt hvernig er haldið utan um málefni fatlaðs fólks og hefur verið á áratugi. Það getur enginn ófatlaður einstaklingur gert sér í hugarlund áfallið við það að missa skyndilega getuna til að eiga sjálfstætt líf. En áfallið sem kemur á eftir þar sem bjargarlausu fólki er meinað um alla mannlega reisn er ofbeldi sem hægt er að stöðva og ætti aldrei að viðgangast í siðuðu velferðarsamfélagi. Ég þekki það vel á eigin skinni hvernig það er að búa við fötlun. Ég er einn af þeim heppnu. Ég bjó í eigin húsnæði og alla morgna fékk ég aðstoð á heimilið við að klæða mig og fæða. Næstu 24 tíma keyrði ég svo á milli vina og ættingja þar sem ég fékk ýmist að borða eða aðstoð á salerni. Áhugamál og félagslíf var lúxus sem best var að hætta að hugsa um strax. Líf fatlaðs fólks er eins og fangelsi án glæps. Lífsgæðin algerlega undir vinum og ættingjum komin. Sum okkar eru heppin, önnur ekki. Ef þátturinn um fólkið í geymslunni hefur kennt okkur eitthvað þá er það að pólitíkin gerir ekkert fyrir þær einu sakir að “það er rétt að gera”. Eflaust er margt gott fólk í pólitík sem vildi gera meira, en athyglin flæðir þangað sem hávaðinn er mestur. Frá geymslunni kemur bara ærandi þögn hinna raddlausu. Málefni fatlaðra er bara einn angi af skeytingarleysi stjórnmálanna. Málefni fólks með fíknisjúkdóma er í algjörum ólestri og aldraðir liggja á göngum sjúkrahúsa vegna plássleysis á hjúkrunarheimilum. Ég býð mig fram til að standa vörð um reisn allra sem byggja þetta samfélag. Ég býð mig fram fyrir hönd þeirra sem get það ekki sjálf. Ég býð mig fram vegna þess að ég þekki þjáningar hinna ósýnilegu. Ég býð mig fram því ég er rödd hinna raddlausu. Það versta sem getur hent samfélög er skeytingarleysi. Þegar okkur finnst þjáning annara ekki koma okkur við þá höfum við misst hluta af því sem gerir okkur mannleg. Höfundur er rafveituvirki og forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það er mér ávallt minnisstætt þegar Besti flokkurinn kom fram á sjónarsviðið og lofaði að “gera allskonar fyrir aumingja”. Þessi orð hittu svo sannanlega naglann á höfuðið sem skilaboð frambjóðenda fyrir kosningar. Sumum þótti kannski orðalagið óviðeigandi en fyrir okkur fólk með fötlun var þetta hárrétt þýðing á kosningaloforðum þeirra sem skreyttu sig með umhyggju fyrir málaflokknum. Í vikunni sýndi RUV Kveik þáttinn um fólkið í geymslunni. Þessi þáttur sýndi okkur glöggt hvernig er haldið utan um málefni fatlaðs fólks og hefur verið á áratugi. Það getur enginn ófatlaður einstaklingur gert sér í hugarlund áfallið við það að missa skyndilega getuna til að eiga sjálfstætt líf. En áfallið sem kemur á eftir þar sem bjargarlausu fólki er meinað um alla mannlega reisn er ofbeldi sem hægt er að stöðva og ætti aldrei að viðgangast í siðuðu velferðarsamfélagi. Ég þekki það vel á eigin skinni hvernig það er að búa við fötlun. Ég er einn af þeim heppnu. Ég bjó í eigin húsnæði og alla morgna fékk ég aðstoð á heimilið við að klæða mig og fæða. Næstu 24 tíma keyrði ég svo á milli vina og ættingja þar sem ég fékk ýmist að borða eða aðstoð á salerni. Áhugamál og félagslíf var lúxus sem best var að hætta að hugsa um strax. Líf fatlaðs fólks er eins og fangelsi án glæps. Lífsgæðin algerlega undir vinum og ættingjum komin. Sum okkar eru heppin, önnur ekki. Ef þátturinn um fólkið í geymslunni hefur kennt okkur eitthvað þá er það að pólitíkin gerir ekkert fyrir þær einu sakir að “það er rétt að gera”. Eflaust er margt gott fólk í pólitík sem vildi gera meira, en athyglin flæðir þangað sem hávaðinn er mestur. Frá geymslunni kemur bara ærandi þögn hinna raddlausu. Málefni fatlaðra er bara einn angi af skeytingarleysi stjórnmálanna. Málefni fólks með fíknisjúkdóma er í algjörum ólestri og aldraðir liggja á göngum sjúkrahúsa vegna plássleysis á hjúkrunarheimilum. Ég býð mig fram til að standa vörð um reisn allra sem byggja þetta samfélag. Ég býð mig fram fyrir hönd þeirra sem get það ekki sjálf. Ég býð mig fram vegna þess að ég þekki þjáningar hinna ósýnilegu. Ég býð mig fram því ég er rödd hinna raddlausu. Það versta sem getur hent samfélög er skeytingarleysi. Þegar okkur finnst þjáning annara ekki koma okkur við þá höfum við misst hluta af því sem gerir okkur mannleg. Höfundur er rafveituvirki og forsetaframbjóðandi.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun