„Þetta er eitt af, ef ekki besta sóknarliðið í deildinni“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 11. apríl 2024 21:51 Kjartan Atli Kjartansson leiddi lið Álftanes í fyrsta sinn í úrslitakeppni en þeirra beið tap. vísir / hulda margrét Keflavík tók á móti Álftanesi í 8-liða úrslitum Subway deildar karla. Það voru heimamenn sem tóku forystu í einvíginu með sjö stiga sigri, 99-92. „Það eru blendnar tilfinningar. Ánægður með margt og svo óánægður með sitthvað líka. Við förum bara og greinum þennan leik og sjáum hvað við getum gert betur.“ Sagði Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga eftir leikinn í kvöld. Álftanes voru að elta leikinn nánast frá byrjun en áttu svo frábæran fjórða leikhluta sem var ekki langt frá því að skila endurkomu en Kjartan Atli horfði ekki sárt á eftir neinum kafla í leiknum. „Ég er svo sem ekkert sár með neitt. Leikurinn féll í þeirra farveg þarna um miðjan leikinn. Hvernig við enduðum annan og byrjum þriðja. Við náum með einhverjum djöfulgangi að koma okkur aftur inn í leikinn eða hótuðum því, náðum þessu niður í fimm stig. Það var svolítið seint en það var svona um miðbikið, þá náðu þeir að setja eimreiðina á sína teina og við vorum aðeins að elta þá.“ Keflavík komu út úr hálfleiknum af miklum krafti en í fjórða leikhluta náðu Álftanes að komast aftur inn í leikinn. Hvað gerðist? „Við róteruðum liðinu, við breyttum aðeins varnar áherslum og breyttum liðskipan. Vorum aðeins stærri á móti þeim og reyndum að taka meira pláss og allskonar svona sem að við gerðum og vorum að reyna finna lausnir á þessu og svo kom það þarna að einhverju leyti og það var bara orka í leikmönnum sem að kom okkur inn í leikinn fannst mér. “ Keflavík voru svolítið að finna opnur í hornum og voru að setja niður opna þrista þaðan. „Þetta er erfitt lið að stoppa. Þetta er eitt af, ef ekki besta sóknarlið í deildinni. Þeir eru bikarmeistarar og þeir eru að koma inn sem heitasta liðið þannig að þeir eru með mörg vopn og þú verður að reyna takmarka eitthvað. Þeir hittu frábærlega og tóku mikið af þristum og sárt jú, það er hundleiðinlegt að sjá andstæðingana hitta út þriggja stiga skotum en þetta er það sem þeir hafa verið að gera í vetur.“ Liðin mætast á Álftanesi næst og var Kjartan Atli á því að það væri mjög mikilvægt að verja heimavöllinn. „Það verður auðvitað mjög mikilvægt. Þetta er sería upp í þrjá sigra og það er bara einn leikur í einu og við mætum og verjum okkar heimavöll, Svana hreiðrið.“ Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
„Það eru blendnar tilfinningar. Ánægður með margt og svo óánægður með sitthvað líka. Við förum bara og greinum þennan leik og sjáum hvað við getum gert betur.“ Sagði Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga eftir leikinn í kvöld. Álftanes voru að elta leikinn nánast frá byrjun en áttu svo frábæran fjórða leikhluta sem var ekki langt frá því að skila endurkomu en Kjartan Atli horfði ekki sárt á eftir neinum kafla í leiknum. „Ég er svo sem ekkert sár með neitt. Leikurinn féll í þeirra farveg þarna um miðjan leikinn. Hvernig við enduðum annan og byrjum þriðja. Við náum með einhverjum djöfulgangi að koma okkur aftur inn í leikinn eða hótuðum því, náðum þessu niður í fimm stig. Það var svolítið seint en það var svona um miðbikið, þá náðu þeir að setja eimreiðina á sína teina og við vorum aðeins að elta þá.“ Keflavík komu út úr hálfleiknum af miklum krafti en í fjórða leikhluta náðu Álftanes að komast aftur inn í leikinn. Hvað gerðist? „Við róteruðum liðinu, við breyttum aðeins varnar áherslum og breyttum liðskipan. Vorum aðeins stærri á móti þeim og reyndum að taka meira pláss og allskonar svona sem að við gerðum og vorum að reyna finna lausnir á þessu og svo kom það þarna að einhverju leyti og það var bara orka í leikmönnum sem að kom okkur inn í leikinn fannst mér. “ Keflavík voru svolítið að finna opnur í hornum og voru að setja niður opna þrista þaðan. „Þetta er erfitt lið að stoppa. Þetta er eitt af, ef ekki besta sóknarlið í deildinni. Þeir eru bikarmeistarar og þeir eru að koma inn sem heitasta liðið þannig að þeir eru með mörg vopn og þú verður að reyna takmarka eitthvað. Þeir hittu frábærlega og tóku mikið af þristum og sárt jú, það er hundleiðinlegt að sjá andstæðingana hitta út þriggja stiga skotum en þetta er það sem þeir hafa verið að gera í vetur.“ Liðin mætast á Álftanesi næst og var Kjartan Atli á því að það væri mjög mikilvægt að verja heimavöllinn. „Það verður auðvitað mjög mikilvægt. Þetta er sería upp í þrjá sigra og það er bara einn leikur í einu og við mætum og verjum okkar heimavöll, Svana hreiðrið.“
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira