Kane fær ekki að spila á Króknum Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2024 13:06 DeAndre Kane verður ekki með Grindavík á mánudaginn og það er vatn á myllu Tindastóls. vísir/Vilhelm Aga- og úrskurðanefnd KKÍ hefur samkvæmt upplýsingum Vísis dæmt DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, í eins leiks bann. Bann hefur vofað yfir Kane allt frá því að hann þótti láta illa í garð dómara leiksins við Stjörnuna í Garðabæ fyrir hálfum mánuði, í næstsíðustu umferð Subway-deildarinnar í körfubolta. Niðurstaða í málinu tafðist hins vegar vegna þess að Grindvíkingum var ekki veittur kostur á að andmæla kæru, því tölvupóstur til þeirra fór ekki á rétt netfang. Upphaflega átti Kane að fara í tveggja leikja bann en nú þegar málið hefur dregist, og Grindvíkingar fengið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, er niðurstaðan eins leiks bann. Vegna þess að niðurstaða var ekki komin í málið í gær gat Kane spilað með Grindavík í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppninni, þegar það vann afar öruggan sigur á Íslandsmeisturum Tindastóls í Smáranum. Kane var atkvæðamikill með 21 stig, sex stoðsendingar og fimm fráköst í leiknum. Kane verður hins vegar ekki með í leik tvö í einvíginu, á Sauðárkróki á mánudaginn, en vinna þarf þrjá leiki í einvíginu til að komast í undanúrslit. Mögulega mætir hann því á Krókinn í leik fjögur. Samkvæmt reglum KKÍ geta Grindvíkingar ekki áfrýjað úrskurðinum, þar sem að bannið er styttra en þrír leikir. Kane var gefið að sök að hafa gengið ógnandi að dómara í leiknum við Stjörnuna á skírdag, 28. mars, eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan, eftir að hann taldi á sér brotið án þess að villa væri dæmd. Eftir að leiknum var lokið mun Kane einnig hafa látið niðurlægjandi orð falla í garð dómaranna, en eins og heyra má í myndbandinu segir hann þá vera „fokking skelfilega“ (e. fucking terrible). Grindavík tapaði leiknum gegn Stjörnunni, 91-90, og er það eina tap liðsins í Subway-deildinni síðan í desember. Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir „Er ekki einu sinni gult spjald í Bestu deildinni“ Leikbann vofir yfir DeAndre Kane, leikmanni Grindavíkur, vegna atviks sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á dögunum. 12. apríl 2024 12:01 „Lætur mann heyra það og er svo allt í einu hlæjandi“ Valur Orri Valsson segir mál liðsfélaga síns hjá Grindavík, DeAndre Kane, „furðulegt“. Hann sé frábær liðsfélagi og mikil tilfinningavera sem haldi öðrum á tánum. 12. apríl 2024 11:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Bann hefur vofað yfir Kane allt frá því að hann þótti láta illa í garð dómara leiksins við Stjörnuna í Garðabæ fyrir hálfum mánuði, í næstsíðustu umferð Subway-deildarinnar í körfubolta. Niðurstaða í málinu tafðist hins vegar vegna þess að Grindvíkingum var ekki veittur kostur á að andmæla kæru, því tölvupóstur til þeirra fór ekki á rétt netfang. Upphaflega átti Kane að fara í tveggja leikja bann en nú þegar málið hefur dregist, og Grindvíkingar fengið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, er niðurstaðan eins leiks bann. Vegna þess að niðurstaða var ekki komin í málið í gær gat Kane spilað með Grindavík í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppninni, þegar það vann afar öruggan sigur á Íslandsmeisturum Tindastóls í Smáranum. Kane var atkvæðamikill með 21 stig, sex stoðsendingar og fimm fráköst í leiknum. Kane verður hins vegar ekki með í leik tvö í einvíginu, á Sauðárkróki á mánudaginn, en vinna þarf þrjá leiki í einvíginu til að komast í undanúrslit. Mögulega mætir hann því á Krókinn í leik fjögur. Samkvæmt reglum KKÍ geta Grindvíkingar ekki áfrýjað úrskurðinum, þar sem að bannið er styttra en þrír leikir. Kane var gefið að sök að hafa gengið ógnandi að dómara í leiknum við Stjörnuna á skírdag, 28. mars, eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan, eftir að hann taldi á sér brotið án þess að villa væri dæmd. Eftir að leiknum var lokið mun Kane einnig hafa látið niðurlægjandi orð falla í garð dómaranna, en eins og heyra má í myndbandinu segir hann þá vera „fokking skelfilega“ (e. fucking terrible). Grindavík tapaði leiknum gegn Stjörnunni, 91-90, og er það eina tap liðsins í Subway-deildinni síðan í desember.
Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir „Er ekki einu sinni gult spjald í Bestu deildinni“ Leikbann vofir yfir DeAndre Kane, leikmanni Grindavíkur, vegna atviks sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á dögunum. 12. apríl 2024 12:01 „Lætur mann heyra það og er svo allt í einu hlæjandi“ Valur Orri Valsson segir mál liðsfélaga síns hjá Grindavík, DeAndre Kane, „furðulegt“. Hann sé frábær liðsfélagi og mikil tilfinningavera sem haldi öðrum á tánum. 12. apríl 2024 11:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
„Er ekki einu sinni gult spjald í Bestu deildinni“ Leikbann vofir yfir DeAndre Kane, leikmanni Grindavíkur, vegna atviks sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á dögunum. 12. apríl 2024 12:01
„Lætur mann heyra það og er svo allt í einu hlæjandi“ Valur Orri Valsson segir mál liðsfélaga síns hjá Grindavík, DeAndre Kane, „furðulegt“. Hann sé frábær liðsfélagi og mikil tilfinningavera sem haldi öðrum á tánum. 12. apríl 2024 11:30