Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Haukar 79-70 | Ungt lið Stjörnunnar jafnaði metin Dagur Lárusson skrifar 13. apríl 2024 20:40 vísir/Hulda Margrét Ungt lið Stjörnunnar jafnaði metin gegn Haukum í einvígi liðanna í úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í körfubolta. Staðan í einvíginu 1-1 og allt undir. Alveg frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleik var það ljóst að Stjörnustelpur ætluðu að gefa sig allar í verkefnið í kvöld og settu þær tóninn í fyrsta leikhluta. Denia fór mikinn í liði Stjörnunnar og setti niður hver stigið á fætur öðru ásamt því að vera öflug í fráköstunum. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21-11 og Keira, öflugasti leikmaður Hauka, ekki enn komin á blað. Stjörnustelpur héldu áfram þar sem frá var horfið í byrjun næsta leikhluta en þá var það Kolbrún María sem setti niður þriggja stiga körfu. Haukarstelpur náðu lítið að rétta úr kútnum í þessum leikhluta, þó svo að Keira hafi vaknað og skorað níu stig. Stjörnustelpur tóku einfaldlega ekki fótinn af bensíngjöfinni og gáfu allt í en Ísold Sævarsdóttir var gríðarlega öflug í þessum leikhluta og eitt af atvikum leiksins var í blálokin þar sem hún setti niður þriggja stiga körfu og allt var vitlaust á pöllunum. Haukarstelpur hófu þá sókn en Stjarnan stal boltanum og þá var það Kolbrún sem setti niður þriggja stiga og aftur varð allt vitlaust. Staðan í hálfleik var 42-23 en í það var á síðustu mínútum þriðja leikhluta og í fjórða leikhluta þar sem leikurinn breyttist algjörlega. Þá fóru Haukarstelpur að pressa hátt á vellinum sem setti lið Stjörnunnar algjörlega úr jafnvægi og með því náðu gestirnir að minnka forskot Stjörnunnar jafnt og þétta. Þegar forysta Stjörnunnar var sem mest var hún tuttugu stig en gestirnir komu forystunni í fimm stig í fjórða leikhluta. En eftir þó nokkrar mínútur af erfiðleikum náðu Stjörnustelpur að finna lausnir og náðu að tryggja sér sigurinn en lokatölur í Umhyggjuhöllinni voru 79-70. Atvik leiksins Í blálokin á öðrum leikhluta þegar Ísold setti niður þrjú stig, Stjarnan stal síðan boltanum strax og Kolbrún María setti þá niður þrjú stig og allt varð vitlaust á pöllunum. Annað atvik sem stendur upp úr var það þegar gestirnir byrjuðu með hápressuna sem breytti algjörlega gangi leiksins. Stjörnunar og skúrkar Ísold og Denia átti frábæran leik fyrir Stjörnuna sem og Kolbrún María. Hvað var skúrka verður það að vera allt Haukaliðið sem einfaldlega mætti ekki til leiks í fyrri hálfleikinn. Dómararnir Það fór lítið fyrir dómurunum sem er alltaf gott og merki um góðan leik þeirra. Það var eitt atvik í fyrri hálfleik sem stuðningsmenn Hauka voru ekki sáttir með og létu í sér heyra en það var þegar Ingvar, þjálfari Hauka, fékk dæmda á sig tæknivillu fyrir kjaftbrúk en þá vildu stuðningsmenn Hauka að Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, hafi verið með kjaftbrúk allan leikinn ekki fengið neina tæknivillu. Stemningin og umgjörð Frábær stemning á pöllunum, bæði hjá Stjörnunni og Haukum. Eðlilegt að þær skíti aðeins í heyið Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægður eftir sigur síns liðs gegn Haukum í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna en hann talaði aðallega um vonda kaflann hjá liðinu sem kom undir lokin þegar Haukar pressuðu af miklum krafti. ,,Mér fannst við vera að horfa á sama leik og fyrir þremur dögum síðan,” byrjaði Arnar að segja. Arnar hélt síðan áfram og greindi leikinn eins og hann sá hann. ,,Við hentum boltanum alltof mikið frá okkur gegn Keiru á tímabili en síðan vorum við líka svolítið að klúðra hinum megin. Það voru til dæmis tveir boltar sem við gripum ekki líka, þannig það var eitt og annað sem gerði það að verkum að við áttum erfitt uppdráttar á þessu tímabili í leiknum. ,,Það er samt eðlilegt að svona lagað komi þessum stelpum úr jafnvægi. Þetta eru allt stelpur á fyrsta ári í framhaldsskóla og eru að keppa í úrslitakeppni í efstu deild gegn mjög góðum leikmönnum. Það er því eðlilegt að þær skíti aðeins í heyið,” hélt Arnar áfram að segja. Lélegt að geta ekki mætt og spilað af fullri ákefð Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka.Vísir/Hulda Margrét Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, var að vonum svekktur eftir tap síns liðs gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna. ,,Við vorum ekki nógu góðar og við mættum ekki klárar í þennan leik,” byrjaði Ingvar að segja. ,,Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að gera betur mæta tilbúnar í leikinn því við vissum að þær myndu mæta dýrvitlausar eftir síðasta leik en við gerðum það ekki,” hélt Ingvar áfram að segja. ,,Við vorum virkilega flatar og það var ekki fyrr en við fórum aftur að pressa og djöflast þar sem byrjaði að koma eitthvað líf í þetta hjá okkur. Þetta er bara svo lélegt að við getum ekki mætt og spilað körfubolta af fullri ákefð frá byrjun.” Ingvar var síðan spurður út í næsta leik og hvað þarf að gerast svo að liðið byrji leikinn vel. ,,Fyrst og fremst þarf þetta að koma frá leikmönnunum sjálfum. Við þjálfararnir getum sagt hvað sem er en þær þurfa að finna þetta hjá sér og vonandi gera þær það í næsta leik,” endaði Ingvar Þór að segja. Subway-deild kvenna Stjarnan Haukar
Ungt lið Stjörnunnar jafnaði metin gegn Haukum í einvígi liðanna í úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í körfubolta. Staðan í einvíginu 1-1 og allt undir. Alveg frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleik var það ljóst að Stjörnustelpur ætluðu að gefa sig allar í verkefnið í kvöld og settu þær tóninn í fyrsta leikhluta. Denia fór mikinn í liði Stjörnunnar og setti niður hver stigið á fætur öðru ásamt því að vera öflug í fráköstunum. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21-11 og Keira, öflugasti leikmaður Hauka, ekki enn komin á blað. Stjörnustelpur héldu áfram þar sem frá var horfið í byrjun næsta leikhluta en þá var það Kolbrún María sem setti niður þriggja stiga körfu. Haukarstelpur náðu lítið að rétta úr kútnum í þessum leikhluta, þó svo að Keira hafi vaknað og skorað níu stig. Stjörnustelpur tóku einfaldlega ekki fótinn af bensíngjöfinni og gáfu allt í en Ísold Sævarsdóttir var gríðarlega öflug í þessum leikhluta og eitt af atvikum leiksins var í blálokin þar sem hún setti niður þriggja stiga körfu og allt var vitlaust á pöllunum. Haukarstelpur hófu þá sókn en Stjarnan stal boltanum og þá var það Kolbrún sem setti niður þriggja stiga og aftur varð allt vitlaust. Staðan í hálfleik var 42-23 en í það var á síðustu mínútum þriðja leikhluta og í fjórða leikhluta þar sem leikurinn breyttist algjörlega. Þá fóru Haukarstelpur að pressa hátt á vellinum sem setti lið Stjörnunnar algjörlega úr jafnvægi og með því náðu gestirnir að minnka forskot Stjörnunnar jafnt og þétta. Þegar forysta Stjörnunnar var sem mest var hún tuttugu stig en gestirnir komu forystunni í fimm stig í fjórða leikhluta. En eftir þó nokkrar mínútur af erfiðleikum náðu Stjörnustelpur að finna lausnir og náðu að tryggja sér sigurinn en lokatölur í Umhyggjuhöllinni voru 79-70. Atvik leiksins Í blálokin á öðrum leikhluta þegar Ísold setti niður þrjú stig, Stjarnan stal síðan boltanum strax og Kolbrún María setti þá niður þrjú stig og allt varð vitlaust á pöllunum. Annað atvik sem stendur upp úr var það þegar gestirnir byrjuðu með hápressuna sem breytti algjörlega gangi leiksins. Stjörnunar og skúrkar Ísold og Denia átti frábæran leik fyrir Stjörnuna sem og Kolbrún María. Hvað var skúrka verður það að vera allt Haukaliðið sem einfaldlega mætti ekki til leiks í fyrri hálfleikinn. Dómararnir Það fór lítið fyrir dómurunum sem er alltaf gott og merki um góðan leik þeirra. Það var eitt atvik í fyrri hálfleik sem stuðningsmenn Hauka voru ekki sáttir með og létu í sér heyra en það var þegar Ingvar, þjálfari Hauka, fékk dæmda á sig tæknivillu fyrir kjaftbrúk en þá vildu stuðningsmenn Hauka að Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, hafi verið með kjaftbrúk allan leikinn ekki fengið neina tæknivillu. Stemningin og umgjörð Frábær stemning á pöllunum, bæði hjá Stjörnunni og Haukum. Eðlilegt að þær skíti aðeins í heyið Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægður eftir sigur síns liðs gegn Haukum í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna en hann talaði aðallega um vonda kaflann hjá liðinu sem kom undir lokin þegar Haukar pressuðu af miklum krafti. ,,Mér fannst við vera að horfa á sama leik og fyrir þremur dögum síðan,” byrjaði Arnar að segja. Arnar hélt síðan áfram og greindi leikinn eins og hann sá hann. ,,Við hentum boltanum alltof mikið frá okkur gegn Keiru á tímabili en síðan vorum við líka svolítið að klúðra hinum megin. Það voru til dæmis tveir boltar sem við gripum ekki líka, þannig það var eitt og annað sem gerði það að verkum að við áttum erfitt uppdráttar á þessu tímabili í leiknum. ,,Það er samt eðlilegt að svona lagað komi þessum stelpum úr jafnvægi. Þetta eru allt stelpur á fyrsta ári í framhaldsskóla og eru að keppa í úrslitakeppni í efstu deild gegn mjög góðum leikmönnum. Það er því eðlilegt að þær skíti aðeins í heyið,” hélt Arnar áfram að segja. Lélegt að geta ekki mætt og spilað af fullri ákefð Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka.Vísir/Hulda Margrét Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, var að vonum svekktur eftir tap síns liðs gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna. ,,Við vorum ekki nógu góðar og við mættum ekki klárar í þennan leik,” byrjaði Ingvar að segja. ,,Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að gera betur mæta tilbúnar í leikinn því við vissum að þær myndu mæta dýrvitlausar eftir síðasta leik en við gerðum það ekki,” hélt Ingvar áfram að segja. ,,Við vorum virkilega flatar og það var ekki fyrr en við fórum aftur að pressa og djöflast þar sem byrjaði að koma eitthvað líf í þetta hjá okkur. Þetta er bara svo lélegt að við getum ekki mætt og spilað körfubolta af fullri ákefð frá byrjun.” Ingvar var síðan spurður út í næsta leik og hvað þarf að gerast svo að liðið byrji leikinn vel. ,,Fyrst og fremst þarf þetta að koma frá leikmönnunum sjálfum. Við þjálfararnir getum sagt hvað sem er en þær þurfa að finna þetta hjá sér og vonandi gera þær það í næsta leik,” endaði Ingvar Þór að segja.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti