Öllu bankaráði Landsbankans skipt út Árni Sæberg skrifar 12. apríl 2024 16:25 Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslu ríkisins. Vísir/Vilhelm Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. Bankasýslan hefur gefið út viðbrögð sín við greinargerð Landsbankans hf. um kaup á öllu hlutafé í TM tryggingum hf.. Meginniðurstöður skýrslunnar eru þær að Bankasýsla ríkisins telur að upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans og ákvæði eigandastefnu ríkisins. Þá hafi hún ekki verið með þeim formlega hætti sem áður hefur verið viðhafður, ólíkt upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins um áhuga bankans á TM í júlí 2023. Tilboðið hafi ekki verið í samræmi við ákvæði eigandastefnu ríkisins um áherslur á arðgreiðslur og niðurgreiðslur skulda ríkisins og lágmörkun á áhættu, sérstaklega í ljósi þess að ekki stendur til að selja hlut ríkisins í bankanum í náinni framtíð. Enginn fyrirvari hafi verið gerður í tilboði bankans um samþykki hluthafafundar. Bankasýslan grunlaus um kaupin Tilboðið hafi ekki verið í samræmi við stefnu stjórnvalda, eins og hún birtist í eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki frá febrúar 2020 og sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs frá nóvember 2021. Bankaráð Landsbankans hafi ekki gert nægilega grein fyrir atburðarás sem leiddi til skuldbindandi tilboðs eða rökstutt framlagningu þess án þess að kynna Bankasýslu ríkisins þau áform. Bankasýsla ríkisins hafi verið grunlaus um að bankaráðið myndi ákveða að gera skuldbindandi tilboð þann 15. mars síðastliðinn: án þess að Bankasýsla ríkisins væri fyrirfram upplýst, gegn yfirlýstum vilja ráðherra og án fyrirvara um samþykki hluthafa. Ráðherra vildi taka til í bankaráðinu og losna við TM Í ljósi þess sem rakið er í skýrslunni hafi stjórn Bankasýslu ríkisins ákveðið á fundi sínum þann 10. apríl síðastliðinn að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Bankasýslan tilnefnir eftirfarandi í bankaráð Jón Þ. Sigurgeirsson, sem verði formaður, Evu Halldórsdóttur, Kristján Þ. Davíðsson, Rebekku Jóelsdóttur, Steinunni Þorsteinsdóttur, Þór Hauksson og Örn Guðmundsson. Tilkynnt var á dögunum að Jón kæmi nýr inn í bankaráðið eftir aðalfundinn og yrði formaður þess. Þá kæmi sömuleiðis ný inn í bankaráðið Danielle Pamela Neben, meðeigandi hjá sjávarlíftæknifyrirtækinu Unbroken. Aðrir núverandi einstaklingar í bankaráði myndu sitja áfram. Þeir eru Elín H. Jónsdóttir, Guðbrandur Sigurðsson, Guðrún Ó. Blöndal, Helgi Friðjón Árnason og Þorvaldur Jacobsen. Nú hefur verið hætt við það. Í bréfi fjármála- og efnahagsráðherra frá 5. apríl síðastliðnum segir að þáverandi ráðherra, Þórdís Kolbrún R. Reykfjörð Gylfadóttir, væri sammála stjórn Bankasýslunnar um að tilefni sé til að endurskipa allt bankaráð Landsbankans. Jafnframt telji ráðherra framkomnar upplýsingar gefa Bankasýslunni fyrir hönd eiganda 98 prósent hlutafjár í bankanum tilefni til skoðunar á því með hvaða hætti sé unnt að losa um fyrirséð eignarhald bankans á tryggingafélaginu eins fljótt og kostur er. Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Bankasýslan hefur gefið út viðbrögð sín við greinargerð Landsbankans hf. um kaup á öllu hlutafé í TM tryggingum hf.. Meginniðurstöður skýrslunnar eru þær að Bankasýsla ríkisins telur að upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans og ákvæði eigandastefnu ríkisins. Þá hafi hún ekki verið með þeim formlega hætti sem áður hefur verið viðhafður, ólíkt upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins um áhuga bankans á TM í júlí 2023. Tilboðið hafi ekki verið í samræmi við ákvæði eigandastefnu ríkisins um áherslur á arðgreiðslur og niðurgreiðslur skulda ríkisins og lágmörkun á áhættu, sérstaklega í ljósi þess að ekki stendur til að selja hlut ríkisins í bankanum í náinni framtíð. Enginn fyrirvari hafi verið gerður í tilboði bankans um samþykki hluthafafundar. Bankasýslan grunlaus um kaupin Tilboðið hafi ekki verið í samræmi við stefnu stjórnvalda, eins og hún birtist í eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki frá febrúar 2020 og sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs frá nóvember 2021. Bankaráð Landsbankans hafi ekki gert nægilega grein fyrir atburðarás sem leiddi til skuldbindandi tilboðs eða rökstutt framlagningu þess án þess að kynna Bankasýslu ríkisins þau áform. Bankasýsla ríkisins hafi verið grunlaus um að bankaráðið myndi ákveða að gera skuldbindandi tilboð þann 15. mars síðastliðinn: án þess að Bankasýsla ríkisins væri fyrirfram upplýst, gegn yfirlýstum vilja ráðherra og án fyrirvara um samþykki hluthafa. Ráðherra vildi taka til í bankaráðinu og losna við TM Í ljósi þess sem rakið er í skýrslunni hafi stjórn Bankasýslu ríkisins ákveðið á fundi sínum þann 10. apríl síðastliðinn að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Bankasýslan tilnefnir eftirfarandi í bankaráð Jón Þ. Sigurgeirsson, sem verði formaður, Evu Halldórsdóttur, Kristján Þ. Davíðsson, Rebekku Jóelsdóttur, Steinunni Þorsteinsdóttur, Þór Hauksson og Örn Guðmundsson. Tilkynnt var á dögunum að Jón kæmi nýr inn í bankaráðið eftir aðalfundinn og yrði formaður þess. Þá kæmi sömuleiðis ný inn í bankaráðið Danielle Pamela Neben, meðeigandi hjá sjávarlíftæknifyrirtækinu Unbroken. Aðrir núverandi einstaklingar í bankaráði myndu sitja áfram. Þeir eru Elín H. Jónsdóttir, Guðbrandur Sigurðsson, Guðrún Ó. Blöndal, Helgi Friðjón Árnason og Þorvaldur Jacobsen. Nú hefur verið hætt við það. Í bréfi fjármála- og efnahagsráðherra frá 5. apríl síðastliðnum segir að þáverandi ráðherra, Þórdís Kolbrún R. Reykfjörð Gylfadóttir, væri sammála stjórn Bankasýslunnar um að tilefni sé til að endurskipa allt bankaráð Landsbankans. Jafnframt telji ráðherra framkomnar upplýsingar gefa Bankasýslunni fyrir hönd eiganda 98 prósent hlutafjár í bankanum tilefni til skoðunar á því með hvaða hætti sé unnt að losa um fyrirséð eignarhald bankans á tryggingafélaginu eins fljótt og kostur er.
Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira