Þriggja mínútna símtal uppfylli ekki skýran samning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. apríl 2024 16:40 Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar. Vísir/Vilhelm Stjórnarformaður Bankasýslunnnar segir alveg skýrt að frumkvæðisskyldan sé á Landsbankanum varðandi upplýsingagjöf. Það sé samningsbundið að Landsbankinn upplýsi Bankasýsluna með formlegum hætti um fyrirhugaða sölu. Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar, segir aðspurður hvort Bankasýslan hefði getað gert eitthvað betur í ferlinu segir hann ekkert í lífinu sem ekki sé hægt að gera aðeins betur. Málið liggi þó ljóst fyrir hvað Bankasýsluna varði og best sé að fá nýtt bankaráð til að skoða málið að loknum aðalfundi bankans eftir viku. Tryggvi segir Landsbankann hafa sinnt skyldu sinni á fyrri stigum. „Landsbankinn sinnti því í júlí 2023 þegar fyrri atlaga var gerð að kaupunum. En þegar kemur að þessari ákvörðun 15. mars þar sem Landsbankinn setur fram skuldbindandi tilboð í TM þá eru það þessi þrjú atriði sem við drögum skýrt fram,“ segir Tryggvi. Þriggja mínútna símtal dugi ekki Þar nefnir hann fyrst að Bankasýslan hafi ekki verið upplýst fyrir fram um tilboðið. „Menn geta talað um þriggja mínútna símtöl í desember ef þeir vilja en það er á engan hátt uppfylling á samningi,“ segir Tryggvi. Í annan stað að fara gegn yfirlýsingum ráðherra og eigendastefnu ríkisins er snýr að áhættu, vilja til að auka arðgreiðslur, grynnka skuldir, sáttmála ríkisstjórnarinnar og að peningur sé notaður til að byggja upp innviði. Í þriðja lagi að enginn fyrirvari hafi verið um samþykki hluthafa ólíkt því sem var í tilboði Íslandsbanka í TM. „Við spurðum um það á aðalfundi Íslandsbanka nýlega. Þar kom skýrt fram að Íslandsbanki gerði fyrirvara um samþykki hluthafa,“ segir Tryggvi. Sjá hvað eftirlitsaðilar segja „Okkur finnst málið skýrt og leiðin fram undan nokkuð ljós. Með því að fá nýja aðila að bankaráðinu, sem er rétti aðilinn til að meta málið að nýju og velta fyrir sér möguleikum, þá er þessu komið áfram,“ segir Tryggvi. Þá minnir hann á að þeir fyrirvarar hafi þó verið í tilboði Landsbankans um samþykki fjármálaeftirlits Seðlabankans og Samkeppniseftirlitsins. „Þess vegna er kannski rétt að aðeins sjá hver verður niðurstaða þessara tveggja aðila.“ Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar, segir aðspurður hvort Bankasýslan hefði getað gert eitthvað betur í ferlinu segir hann ekkert í lífinu sem ekki sé hægt að gera aðeins betur. Málið liggi þó ljóst fyrir hvað Bankasýsluna varði og best sé að fá nýtt bankaráð til að skoða málið að loknum aðalfundi bankans eftir viku. Tryggvi segir Landsbankann hafa sinnt skyldu sinni á fyrri stigum. „Landsbankinn sinnti því í júlí 2023 þegar fyrri atlaga var gerð að kaupunum. En þegar kemur að þessari ákvörðun 15. mars þar sem Landsbankinn setur fram skuldbindandi tilboð í TM þá eru það þessi þrjú atriði sem við drögum skýrt fram,“ segir Tryggvi. Þriggja mínútna símtal dugi ekki Þar nefnir hann fyrst að Bankasýslan hafi ekki verið upplýst fyrir fram um tilboðið. „Menn geta talað um þriggja mínútna símtöl í desember ef þeir vilja en það er á engan hátt uppfylling á samningi,“ segir Tryggvi. Í annan stað að fara gegn yfirlýsingum ráðherra og eigendastefnu ríkisins er snýr að áhættu, vilja til að auka arðgreiðslur, grynnka skuldir, sáttmála ríkisstjórnarinnar og að peningur sé notaður til að byggja upp innviði. Í þriðja lagi að enginn fyrirvari hafi verið um samþykki hluthafa ólíkt því sem var í tilboði Íslandsbanka í TM. „Við spurðum um það á aðalfundi Íslandsbanka nýlega. Þar kom skýrt fram að Íslandsbanki gerði fyrirvara um samþykki hluthafa,“ segir Tryggvi. Sjá hvað eftirlitsaðilar segja „Okkur finnst málið skýrt og leiðin fram undan nokkuð ljós. Með því að fá nýja aðila að bankaráðinu, sem er rétti aðilinn til að meta málið að nýju og velta fyrir sér möguleikum, þá er þessu komið áfram,“ segir Tryggvi. Þá minnir hann á að þeir fyrirvarar hafi þó verið í tilboði Landsbankans um samþykki fjármálaeftirlits Seðlabankans og Samkeppniseftirlitsins. „Þess vegna er kannski rétt að aðeins sjá hver verður niðurstaða þessara tveggja aðila.“
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira