Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 36-23 | Yfirburðasigur Hauka Hinrik Wöhler skrifar 12. apríl 2024 19:01 Elín Klara skoraði níu mörk í kvöld Vísir/Pawel Haukar völtuðu yfir Stjörnuna í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn endaði 36-23 fyrir Haukum og var hann einstefna Hafnfirðinga frá upphafi til enda. Þetta var fyrsti leikur liðanna í 6-liða úrslitum Olís-deildarinnar og leiða Haukakonur einvígið 1-0. Haukar léku á alls oddi í upphafi leiks og opnuðu vörn Stjörnunnar upp á gátt með hröðum sóknarleik. Á meðan hikstaði sóknarleikur gestanna frá Garðabæ og Margrét Einarsdóttir varði vel í marki Hauka. Um miðbik fyrri hálfleiks var staðan orðin 10-4, Haukum í vil, og brekkan orðin brött fyrir gestina. Stjörnukonur mættu markahæsta leikmanni Hauka, Elínu Klöru Þorkelsdóttur, aðeins framar á vellinum. Þær náðu að stöðva Elínu en í stað opnaðist meira svæði á vellinum fyrir Söru Katrínu Gunnarsdóttur og Ingu Dís Jóhannsdóttur. Stjarnan náði þó betri takti í sóknarleiknum og staðan var 17-11 í hálfleik. Heimakonur héldu áfram að spila hraðan sóknarleik og brutu sér auðveldlega leið í gegnum vörn Stjörnunnar. Munurinn milli liðanna jókst í síðari hálfleik og sáu Garðbæingar aldrei til sólar í leiknum. Leikurinn endaði með þrettán marka stórsigri Hauka og er liðið komið í vænlega stöðu fyrir leikinn á mánudag. Haukar þurfa aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sig áfram í undanúrslit. Sigurvegarinn úr þessari rimmu mætir Fram í undanúrslitum en Framarar sátu hjá í þessari umferð líkt og deildarmeistarar Vals. Atvik leiksins Margrét Einarsdóttir, markvörður Hauka, sýndi skemmtileg tilþrif um miðbik fyrri hálfleiks er hún varði vítakast frá Evu Björk Davíðsdóttur. Eva náði frákastinu á meðan Margrét lá niðri í gólfinu og ætlaði að setja boltann auðveldlega í netið. Margrét náði einhvern veginn að stökkva á fætur og varði frákastið einnig. Lagleg tilþrif frá markverðinum og samherjar hennar fögnuðu henni vel. Stjörnur og skúrkar Líkt og oft áður var það Elín Klara Þorkelsdóttir sem endaði markahæst fyrir Hauka og átti hún sérstaklega góðan leik í fyrri hálfleik en hún endaði með níu mörk í leiknum. Þegar leið á leikinn stigu aðrir leikmenn upp, Inga Dís Jóhannsdóttir var spræk í skyttunni með sjö mörk og Sara Katrín Gunnarsdóttir braut sér margsinnis leið í gegnum vörn Stjörnunnar og skoraði fimm mörk úr jafnmörgum tilraunum. Margrét Einarsdóttir átti flottan leik í marki Hauka og var með rétt tæplega 40% markvörslu í leiknum. Varnarleikur og markvarsla Stjörnunnar var ekki upp á marga fiska og Haukakonur skoruðu mörg auðveld mörk. Sérstaklega í síðari hálfleik, þar sem Haukar skoruðu 19 mörk og var ekki mikil mótstaða frá Garðbæingum. Dómarar Bóas Börkur og Hörður Aðalsteinsson geta farið þokkalega rólegir á koddann í kvöld. Það voru tvær mínútur og sóknarbrot hér og þar sem má setja út á, eins og gengur og gerist í handboltanum. Gefum þeim ekki fullt hús en fá sannarlega fyrstu einkunn. Stemning og umgjörð Haukarnir með sitt hefðbundna „laser show“ fyrir leik og fá prik fyrir það. Ungmenni Garðabæjar og Hafnarfjarðar mega fá hrós fyrir að mæta á trommurnar í kvöld. Heyrðist ágætlega í æsku landsins í stúkunni. Það var annars ekkert sérstaklega mikill úrslitakeppnisbragur yfir leiknum í kvöld en þetta var fyrsti leikurinn og vonandi mun hitna í kolunum í TM-höllinni á mánudag. Viðtöl Díana Guðjónsdóttir: „Ég býst við þeim alveg snarvitlausum“ Díana Guðjónsdóttir er þjálfari HaukaVísir/Diego Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, og leikmenn hennar byrjuðu úrslitakeppnina af krafti en liðið valtaði yfir Stjörnuna í fyrsta leik og var Díana ánægð með frammistöðuna í kvöld og jafnframt undirbúning liðsins fyrir úrslitakeppnina. „Þetta eru búnir að vera erfiðir leikir í vetur á móti Stjörnunni en við erum búnar að undirbúa okkur vel og nýttum landsliðspásuna vel. Vonandi náum við að halda sama dampi á mánudaginn,“ sagði Díana eftir leik en liðin mætast á ný í TM-höllinni eftir helgi. „Varnarleikurinn var mjög góður allan leikinn og náttúrulega þegar hann kemur þá kemur markvarsla í kjölfarið. Það skóp sigurinn í dag,“ bætti Díana við. Elín Klara Þorkelsdóttir hélt uppi sóknarleik Hauka í upphafi leiks en Stjörnukonur mættu henni framar á vellinum um miðbik fyrri hálfleiks og var Díana ánægð með hvernig aðrir leikmenn stigu upp í kjölfarið. „Við erum með gott lið og góða breidd. Því miður hefur það kannski verið þannig í vetur þegar mætt hefur verið framarlega á Elínu þá höfum við ekki verið að svara því en núna eru leikmenn tilbúnir.“ „Nú er bara ný keppni, það er úrslitakeppni og við höfðum ótrúlega gaman að þessu í fyrra. Við verðum að svara því, Elín er ekki allt liðið þó hún sé okkar sterkasti hlekkur. Við erum með marga góða leikmenn sem geta tekið við keflinu.“ Þó að munurinn var mikill á liðunum í kvöld er Díana að undirbúa sig fyrir erfitt verkefni á mánudag þegar hún mætir Stjörnukonum í hefndarhug. „Ég býst við þeim alveg snarvitlausum og þær ætla væntanlega að svara fyrir þetta. Það verður erfitt fyrir okkur að fara í Garðabæinn á mánudaginn. Við þurfum að hugsa vel um þennan leik í dag en svo hefst undirbúningur á morgun og við þurfum að mæta enn betur undirbúnar og með hausinn kaldann í Mýrina á mánudag,“ sagði Díana að endingu. Olís-deild kvenna Haukar Stjarnan
Haukar völtuðu yfir Stjörnuna í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn endaði 36-23 fyrir Haukum og var hann einstefna Hafnfirðinga frá upphafi til enda. Þetta var fyrsti leikur liðanna í 6-liða úrslitum Olís-deildarinnar og leiða Haukakonur einvígið 1-0. Haukar léku á alls oddi í upphafi leiks og opnuðu vörn Stjörnunnar upp á gátt með hröðum sóknarleik. Á meðan hikstaði sóknarleikur gestanna frá Garðabæ og Margrét Einarsdóttir varði vel í marki Hauka. Um miðbik fyrri hálfleiks var staðan orðin 10-4, Haukum í vil, og brekkan orðin brött fyrir gestina. Stjörnukonur mættu markahæsta leikmanni Hauka, Elínu Klöru Þorkelsdóttur, aðeins framar á vellinum. Þær náðu að stöðva Elínu en í stað opnaðist meira svæði á vellinum fyrir Söru Katrínu Gunnarsdóttur og Ingu Dís Jóhannsdóttur. Stjarnan náði þó betri takti í sóknarleiknum og staðan var 17-11 í hálfleik. Heimakonur héldu áfram að spila hraðan sóknarleik og brutu sér auðveldlega leið í gegnum vörn Stjörnunnar. Munurinn milli liðanna jókst í síðari hálfleik og sáu Garðbæingar aldrei til sólar í leiknum. Leikurinn endaði með þrettán marka stórsigri Hauka og er liðið komið í vænlega stöðu fyrir leikinn á mánudag. Haukar þurfa aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sig áfram í undanúrslit. Sigurvegarinn úr þessari rimmu mætir Fram í undanúrslitum en Framarar sátu hjá í þessari umferð líkt og deildarmeistarar Vals. Atvik leiksins Margrét Einarsdóttir, markvörður Hauka, sýndi skemmtileg tilþrif um miðbik fyrri hálfleiks er hún varði vítakast frá Evu Björk Davíðsdóttur. Eva náði frákastinu á meðan Margrét lá niðri í gólfinu og ætlaði að setja boltann auðveldlega í netið. Margrét náði einhvern veginn að stökkva á fætur og varði frákastið einnig. Lagleg tilþrif frá markverðinum og samherjar hennar fögnuðu henni vel. Stjörnur og skúrkar Líkt og oft áður var það Elín Klara Þorkelsdóttir sem endaði markahæst fyrir Hauka og átti hún sérstaklega góðan leik í fyrri hálfleik en hún endaði með níu mörk í leiknum. Þegar leið á leikinn stigu aðrir leikmenn upp, Inga Dís Jóhannsdóttir var spræk í skyttunni með sjö mörk og Sara Katrín Gunnarsdóttir braut sér margsinnis leið í gegnum vörn Stjörnunnar og skoraði fimm mörk úr jafnmörgum tilraunum. Margrét Einarsdóttir átti flottan leik í marki Hauka og var með rétt tæplega 40% markvörslu í leiknum. Varnarleikur og markvarsla Stjörnunnar var ekki upp á marga fiska og Haukakonur skoruðu mörg auðveld mörk. Sérstaklega í síðari hálfleik, þar sem Haukar skoruðu 19 mörk og var ekki mikil mótstaða frá Garðbæingum. Dómarar Bóas Börkur og Hörður Aðalsteinsson geta farið þokkalega rólegir á koddann í kvöld. Það voru tvær mínútur og sóknarbrot hér og þar sem má setja út á, eins og gengur og gerist í handboltanum. Gefum þeim ekki fullt hús en fá sannarlega fyrstu einkunn. Stemning og umgjörð Haukarnir með sitt hefðbundna „laser show“ fyrir leik og fá prik fyrir það. Ungmenni Garðabæjar og Hafnarfjarðar mega fá hrós fyrir að mæta á trommurnar í kvöld. Heyrðist ágætlega í æsku landsins í stúkunni. Það var annars ekkert sérstaklega mikill úrslitakeppnisbragur yfir leiknum í kvöld en þetta var fyrsti leikurinn og vonandi mun hitna í kolunum í TM-höllinni á mánudag. Viðtöl Díana Guðjónsdóttir: „Ég býst við þeim alveg snarvitlausum“ Díana Guðjónsdóttir er þjálfari HaukaVísir/Diego Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, og leikmenn hennar byrjuðu úrslitakeppnina af krafti en liðið valtaði yfir Stjörnuna í fyrsta leik og var Díana ánægð með frammistöðuna í kvöld og jafnframt undirbúning liðsins fyrir úrslitakeppnina. „Þetta eru búnir að vera erfiðir leikir í vetur á móti Stjörnunni en við erum búnar að undirbúa okkur vel og nýttum landsliðspásuna vel. Vonandi náum við að halda sama dampi á mánudaginn,“ sagði Díana eftir leik en liðin mætast á ný í TM-höllinni eftir helgi. „Varnarleikurinn var mjög góður allan leikinn og náttúrulega þegar hann kemur þá kemur markvarsla í kjölfarið. Það skóp sigurinn í dag,“ bætti Díana við. Elín Klara Þorkelsdóttir hélt uppi sóknarleik Hauka í upphafi leiks en Stjörnukonur mættu henni framar á vellinum um miðbik fyrri hálfleiks og var Díana ánægð með hvernig aðrir leikmenn stigu upp í kjölfarið. „Við erum með gott lið og góða breidd. Því miður hefur það kannski verið þannig í vetur þegar mætt hefur verið framarlega á Elínu þá höfum við ekki verið að svara því en núna eru leikmenn tilbúnir.“ „Nú er bara ný keppni, það er úrslitakeppni og við höfðum ótrúlega gaman að þessu í fyrra. Við verðum að svara því, Elín er ekki allt liðið þó hún sé okkar sterkasti hlekkur. Við erum með marga góða leikmenn sem geta tekið við keflinu.“ Þó að munurinn var mikill á liðunum í kvöld er Díana að undirbúa sig fyrir erfitt verkefni á mánudag þegar hún mætir Stjörnukonum í hefndarhug. „Ég býst við þeim alveg snarvitlausum og þær ætla væntanlega að svara fyrir þetta. Það verður erfitt fyrir okkur að fara í Garðabæinn á mánudaginn. Við þurfum að hugsa vel um þennan leik í dag en svo hefst undirbúningur á morgun og við þurfum að mæta enn betur undirbúnar og með hausinn kaldann í Mýrina á mánudag,“ sagði Díana að endingu.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti