„Leikmaður Grindavíkur naut ekki sannmælis í atvikaskýrslu dómara“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. apríl 2024 17:02 DeAndre Kane spilar ekki gegn Stólunum á mánudag. vísir/vilhelm Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem deildin gagnrýnir vinnubrögð KKÍ harkalega. DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, var í dag dæmdur í eins leiks bann vegna atviks sem átti sér stað í deildarleik í lok mars. Þar sem dómurinn kemur seint þá tekur hann bannið út í úrslitakeppninni en ekki í deildinni. Í yfirlýsingunni kemur fram að Kane hafi upphaflega verið dæmdur í tveggja leikja bann og ekki hefur komið fram af hverju bannið var stytt í einn leik enda ekki búið að birta neitt um málið á heimasíðu KKÍ. Vísir hefur aftur á móti fengið niðurstöðu aganefndar og hana má sjá á myndinni hér að neðan. Enn fremur kemur fram að KKÍ hafi sent Grindavík tölvupóst vegna málsins á vitlaust netfang. Það er því margt sem Grindvíkingar eru ósáttir við en bannið mun standa og Kane spilar ekki næsta leik á Króknum. Yfirlýsing Grindavíkur: Körfuknattleiksdeild UMFG gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð aga- og úrskurðarnefndar KKÍ, sem og skrifstofu sambandsins, vegna atviks sem upp kom í leik Grindavíkur og Stjörnunnar þann 28. mars. Hefði málið hlotið eðlilegan framgang hefði bannið tekið gildi í síðasta deildarleik UMFG, en þess í stað framlengist það fram í úrslitakeppni. Aga- og úrskurðanefnd hefur að einhverju leyti reynt að klóra yfir mistök sín og stytt bannið í einn leik en betur má ef duga skal. Kallaði nefndin eftir sjónarmiðum UMFG þriðjudaginn 30. mars en var það ákall sent á rangt netfang og svo ítrekað aftur á rangt netfang 2. apríl. Þann 8. apríl barst UMFG loks tölvupóstur á rétt netfang frá skrifstofu KKÍ með úrskurði í agamáli 41/2023-2024 þar sem leikmanni nr. 7 í liði UMFG, DeAndre Kane, var gert að sæta tveggja leikja banni sem taki gildi þá þegar. Úrskurður þessi er ódagsettur en samkvæmt skrifstofu KKÍ var hann kveðinn upp að morgni mánudagsins 8. apríl. Hefur hann af einhverjum sökum ekki enn verið birtur á vefsíðu sambandsins. Það er margt við þessa tímalínu atburða að athuga, fyrir utan þá grófu yfirsjón að senda mikilvæga tölvupósta ítrekað á rangt netfang. Alla jafna kveður aganefnd upp úrskurði á miðvikudögum og skulu þeir birtir á heimasíðu KKÍ. Úrskurðir nefndarinnar varðandi agamál taka almennt gildi klukkan 12:00 á hádegi næsta fimmtudag frá birtingu þeirra. Það er því með öllu óskiljanlegt af hverju aga- og úrskurðarnefnd tók meðvitaða ákvörðun um að draga meðferð málsins fram yfir miðvikudaginn 3. apríl. Nefndin hafði undir höndum atvikaskýrslu dómara og mátti vera fullljóst að málinu kynni að lykta með leikbanni kæmu ekki fram önnur gögn sem leitt gætu til annarrar niðurstöðu. Þá gerir UMFG einnig alvarlegar athugasemdir við að nefndin hafi byggt úrskurðinn á gögnum sem aflað var frá dómurum leiksins 2. apríl en voru aldrei send til félagsins til að taka afstöðu til og því gat félagið ekki brugðist við þeim í greinagerð sinni og andmælum. Einnig þykir okkur skjóta nokkuð skökku við að úrskurðurinn sé byggður á fyrri úrskurði í sama máli sem hefur verið felldur úr gildi. Efnislega er stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur ekki sammála atvikalýsingu dómara leiksins. Þar segir m.a. að leikmaður hafi gengið ógnandi að dómara í lok leiks en myndbandsupptaka sýnir að leiktíminn var ekki runninn út og leikmaðurinn virtist nokkuð yfirvegaður í mótmælum sínum. Í vetur hafa komið upp ófá atvik þar sem leikmenn hafa arkað mjög ákveðið í átt að dómurum, verið mjög æstir og látið hávær orð falla án nokkurra afleiðinga. Það gefur augaleið að leikmaður Grindavíkur naut ekki sannmælis í atvikaskýrslu dómara eftir þennan leik þegar framkoma hans er borin saman við þessi atvik. Er það von körfuknattleiksdeildar UMFG að aga- og úrskurðarnefnd KKÍ og skrifstofa sambandsins muni bæta sín vinnubrögð og fagmennsku eftirleiðis. Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Kane fær ekki að spila á Króknum Aga- og úrskurðanefnd KKÍ hefur samkvæmt upplýsingum Vísis dæmt DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, í eins leiks bann. 12. apríl 2024 13:06 „Er ekki einu sinni gult spjald í Bestu deildinni“ Leikbann vofir yfir DeAndre Kane, leikmanni Grindavíkur, vegna atviks sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á dögunum. 12. apríl 2024 12:01 „Lætur mann heyra það og er svo allt í einu hlæjandi“ Valur Orri Valsson segir mál liðsfélaga síns hjá Grindavík, DeAndre Kane, „furðulegt“. Hann sé frábær liðsfélagi og mikil tilfinningavera sem haldi öðrum á tánum. 12. apríl 2024 11:30 Bann vofir yfir Kane en rangt netfang flækti málið DeAndre Kane, lykilleikmaður Grindavíkur, var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum en það var svo dregið til baka, vegna misskilnings. Bannið vofir enn yfir Kane en samkvæmt upplýsingum Vísis getur hann spilað gegn Tindastóli í kvöld. 11. apríl 2024 14:20 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, var í dag dæmdur í eins leiks bann vegna atviks sem átti sér stað í deildarleik í lok mars. Þar sem dómurinn kemur seint þá tekur hann bannið út í úrslitakeppninni en ekki í deildinni. Í yfirlýsingunni kemur fram að Kane hafi upphaflega verið dæmdur í tveggja leikja bann og ekki hefur komið fram af hverju bannið var stytt í einn leik enda ekki búið að birta neitt um málið á heimasíðu KKÍ. Vísir hefur aftur á móti fengið niðurstöðu aganefndar og hana má sjá á myndinni hér að neðan. Enn fremur kemur fram að KKÍ hafi sent Grindavík tölvupóst vegna málsins á vitlaust netfang. Það er því margt sem Grindvíkingar eru ósáttir við en bannið mun standa og Kane spilar ekki næsta leik á Króknum. Yfirlýsing Grindavíkur: Körfuknattleiksdeild UMFG gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð aga- og úrskurðarnefndar KKÍ, sem og skrifstofu sambandsins, vegna atviks sem upp kom í leik Grindavíkur og Stjörnunnar þann 28. mars. Hefði málið hlotið eðlilegan framgang hefði bannið tekið gildi í síðasta deildarleik UMFG, en þess í stað framlengist það fram í úrslitakeppni. Aga- og úrskurðanefnd hefur að einhverju leyti reynt að klóra yfir mistök sín og stytt bannið í einn leik en betur má ef duga skal. Kallaði nefndin eftir sjónarmiðum UMFG þriðjudaginn 30. mars en var það ákall sent á rangt netfang og svo ítrekað aftur á rangt netfang 2. apríl. Þann 8. apríl barst UMFG loks tölvupóstur á rétt netfang frá skrifstofu KKÍ með úrskurði í agamáli 41/2023-2024 þar sem leikmanni nr. 7 í liði UMFG, DeAndre Kane, var gert að sæta tveggja leikja banni sem taki gildi þá þegar. Úrskurður þessi er ódagsettur en samkvæmt skrifstofu KKÍ var hann kveðinn upp að morgni mánudagsins 8. apríl. Hefur hann af einhverjum sökum ekki enn verið birtur á vefsíðu sambandsins. Það er margt við þessa tímalínu atburða að athuga, fyrir utan þá grófu yfirsjón að senda mikilvæga tölvupósta ítrekað á rangt netfang. Alla jafna kveður aganefnd upp úrskurði á miðvikudögum og skulu þeir birtir á heimasíðu KKÍ. Úrskurðir nefndarinnar varðandi agamál taka almennt gildi klukkan 12:00 á hádegi næsta fimmtudag frá birtingu þeirra. Það er því með öllu óskiljanlegt af hverju aga- og úrskurðarnefnd tók meðvitaða ákvörðun um að draga meðferð málsins fram yfir miðvikudaginn 3. apríl. Nefndin hafði undir höndum atvikaskýrslu dómara og mátti vera fullljóst að málinu kynni að lykta með leikbanni kæmu ekki fram önnur gögn sem leitt gætu til annarrar niðurstöðu. Þá gerir UMFG einnig alvarlegar athugasemdir við að nefndin hafi byggt úrskurðinn á gögnum sem aflað var frá dómurum leiksins 2. apríl en voru aldrei send til félagsins til að taka afstöðu til og því gat félagið ekki brugðist við þeim í greinagerð sinni og andmælum. Einnig þykir okkur skjóta nokkuð skökku við að úrskurðurinn sé byggður á fyrri úrskurði í sama máli sem hefur verið felldur úr gildi. Efnislega er stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur ekki sammála atvikalýsingu dómara leiksins. Þar segir m.a. að leikmaður hafi gengið ógnandi að dómara í lok leiks en myndbandsupptaka sýnir að leiktíminn var ekki runninn út og leikmaðurinn virtist nokkuð yfirvegaður í mótmælum sínum. Í vetur hafa komið upp ófá atvik þar sem leikmenn hafa arkað mjög ákveðið í átt að dómurum, verið mjög æstir og látið hávær orð falla án nokkurra afleiðinga. Það gefur augaleið að leikmaður Grindavíkur naut ekki sannmælis í atvikaskýrslu dómara eftir þennan leik þegar framkoma hans er borin saman við þessi atvik. Er það von körfuknattleiksdeildar UMFG að aga- og úrskurðarnefnd KKÍ og skrifstofa sambandsins muni bæta sín vinnubrögð og fagmennsku eftirleiðis.
Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Kane fær ekki að spila á Króknum Aga- og úrskurðanefnd KKÍ hefur samkvæmt upplýsingum Vísis dæmt DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, í eins leiks bann. 12. apríl 2024 13:06 „Er ekki einu sinni gult spjald í Bestu deildinni“ Leikbann vofir yfir DeAndre Kane, leikmanni Grindavíkur, vegna atviks sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á dögunum. 12. apríl 2024 12:01 „Lætur mann heyra það og er svo allt í einu hlæjandi“ Valur Orri Valsson segir mál liðsfélaga síns hjá Grindavík, DeAndre Kane, „furðulegt“. Hann sé frábær liðsfélagi og mikil tilfinningavera sem haldi öðrum á tánum. 12. apríl 2024 11:30 Bann vofir yfir Kane en rangt netfang flækti málið DeAndre Kane, lykilleikmaður Grindavíkur, var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum en það var svo dregið til baka, vegna misskilnings. Bannið vofir enn yfir Kane en samkvæmt upplýsingum Vísis getur hann spilað gegn Tindastóli í kvöld. 11. apríl 2024 14:20 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Kane fær ekki að spila á Króknum Aga- og úrskurðanefnd KKÍ hefur samkvæmt upplýsingum Vísis dæmt DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, í eins leiks bann. 12. apríl 2024 13:06
„Er ekki einu sinni gult spjald í Bestu deildinni“ Leikbann vofir yfir DeAndre Kane, leikmanni Grindavíkur, vegna atviks sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á dögunum. 12. apríl 2024 12:01
„Lætur mann heyra það og er svo allt í einu hlæjandi“ Valur Orri Valsson segir mál liðsfélaga síns hjá Grindavík, DeAndre Kane, „furðulegt“. Hann sé frábær liðsfélagi og mikil tilfinningavera sem haldi öðrum á tánum. 12. apríl 2024 11:30
Bann vofir yfir Kane en rangt netfang flækti málið DeAndre Kane, lykilleikmaður Grindavíkur, var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum en það var svo dregið til baka, vegna misskilnings. Bannið vofir enn yfir Kane en samkvæmt upplýsingum Vísis getur hann spilað gegn Tindastóli í kvöld. 11. apríl 2024 14:20
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik