„Minn tími er ekki búinn“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2024 12:30 Bjarni Benediktsson sagði í ræðu sinni að hvergi væri betra að búa en á Íslandi sem væri mesta lýðræðisríki heims. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. Þetta er á meðal þess sem kom fram í máli Bjarna á opnum fundi Sjálfstæðisflokksins sem nú fer fram á Hótel Nordica. Bjarni sagðist orðinn nokkuð góður í að leiða hjá sér gagnrýnisraddir. Hann segir þó umræðuna vera lifandi og ekki megi gera lítið úr því, það sé nauðsynlegt að vera á vaktinni. „Við þurfum að svara fyrir okkur. Við þurfum að standa saman í þessari baráttu. Ekki láta segja okkur fyrir hvað stöndum. Ekki láta ráðast á okkar fólk, okkar forystumenn í kjördæmum, á þinginu, í sveitastjórnum, hvar sem er, án þess að því sé svarað með málefnalegum hætti. Ekki sleggjudómum eða netárásum eða hvað þú vilt kalla það.“ Bjarni Benediktsson tók við forsætisráðherraembættinu í annað sinn á dögunum.Vísir/Vilhelm Bjarni ræddi talsvert um útlendingamál í ræðu sinni og sagði nauðsynlegt að fólk gæti rætt þau mál án þess að vera sökuð um öfgastefnu. Þetta er skynsemisstefna. Hann boðaði aukna hörku í málaflokknum og sagði meðal annars að fólk sem hefði fengið tímabundið dvalarleyfi hér á landi og gerðist uppvíst að því að brjóta ítrekað eða alvarlega af sér, fyrirgerði rétti sínum til að búa á Íslandi. Þá yrði ekki hægt að fara fram á fjölskyldusameiningu fyrr en viðkomandi hefði búið hér í ákveðinn árafjölda. Kallar eftir frekari umræðu um málefnin Að endingu sagðist Bjarni heyra mikið talað um átök innan ríkistjórnarinnar. „Stjórnarandstaðan virðist hafa sérstakar áhyggjur og ég þakka fyrir þá umhyggju. Ég kalla eftir meiri umræðu um málefnin en minni áhyggjur af því hvernig mér gengur að tala við Guðmund félagsmálaráðherra eða hvort ég sé með símann hjá honum eða ekki.“ Hann viðurkenndi að það tæki á að að gera málamiðlanir, en þegar um átta flokkar væru á þingi væri það nauðsynlegt. Því bað hann meðlimi flokksins að vera undir það búnir að málamiðlanir yrðu gerðar í sumum málum, en þó ekki í stóru málunum. Ræðu Bjarna auk annarra ráðherra í Sjálfstæðisflokknum má sjá í heild sinni hér að neðan. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kom fram í máli Bjarna á opnum fundi Sjálfstæðisflokksins sem nú fer fram á Hótel Nordica. Bjarni sagðist orðinn nokkuð góður í að leiða hjá sér gagnrýnisraddir. Hann segir þó umræðuna vera lifandi og ekki megi gera lítið úr því, það sé nauðsynlegt að vera á vaktinni. „Við þurfum að svara fyrir okkur. Við þurfum að standa saman í þessari baráttu. Ekki láta segja okkur fyrir hvað stöndum. Ekki láta ráðast á okkar fólk, okkar forystumenn í kjördæmum, á þinginu, í sveitastjórnum, hvar sem er, án þess að því sé svarað með málefnalegum hætti. Ekki sleggjudómum eða netárásum eða hvað þú vilt kalla það.“ Bjarni Benediktsson tók við forsætisráðherraembættinu í annað sinn á dögunum.Vísir/Vilhelm Bjarni ræddi talsvert um útlendingamál í ræðu sinni og sagði nauðsynlegt að fólk gæti rætt þau mál án þess að vera sökuð um öfgastefnu. Þetta er skynsemisstefna. Hann boðaði aukna hörku í málaflokknum og sagði meðal annars að fólk sem hefði fengið tímabundið dvalarleyfi hér á landi og gerðist uppvíst að því að brjóta ítrekað eða alvarlega af sér, fyrirgerði rétti sínum til að búa á Íslandi. Þá yrði ekki hægt að fara fram á fjölskyldusameiningu fyrr en viðkomandi hefði búið hér í ákveðinn árafjölda. Kallar eftir frekari umræðu um málefnin Að endingu sagðist Bjarni heyra mikið talað um átök innan ríkistjórnarinnar. „Stjórnarandstaðan virðist hafa sérstakar áhyggjur og ég þakka fyrir þá umhyggju. Ég kalla eftir meiri umræðu um málefnin en minni áhyggjur af því hvernig mér gengur að tala við Guðmund félagsmálaráðherra eða hvort ég sé með símann hjá honum eða ekki.“ Hann viðurkenndi að það tæki á að að gera málamiðlanir, en þegar um átta flokkar væru á þingi væri það nauðsynlegt. Því bað hann meðlimi flokksins að vera undir það búnir að málamiðlanir yrðu gerðar í sumum málum, en þó ekki í stóru málunum. Ræðu Bjarna auk annarra ráðherra í Sjálfstæðisflokknum má sjá í heild sinni hér að neðan.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira