Leverkusen Þýskalandsmeistari í fyrsta sinn eftir stórsigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2024 17:42 Fagnaðarlætin voru skiljanlega gríðarleg. Andreas Rentz/Getty Images Það var ekki að sjá að taugarnar hafi náð til Bayer Leverkusen en liðið vann 5-0 stórsigur í dag og tryggði sér um leið sinn fyrsta Þýskalandsmeistaratitil í knattspyrnu. Lærisveinar Xabi Alonso hafa verið óstöðvandi á leiktíðinni og segja má að Werder Bremen hafi verið sem lömb leidd til slátrunar. Aðeins eitt mark var skorað í fyrri hálfleik en það gerði Victor Boniface úr vítaspyrnu á 25. mínútu. Eftir klukkustund tvöfaldaði Granit Xhaka forystu Leverkusen, Boniface með stoðsendinguna að þessu sinni. Eftir það var komið að Florian Wirtz. Hann skoraði sitt fyrsta mark og þriðja mark Leverkusen á 68. mínútu. Á 83. mínútu bætti hann við öðru marki sínu og 4. marki heimamanna. Það var svo á lokamínútu venjulegs leiktíma sem hann fullkomnaði þrennu sína. Lokatölur 5-0 og Leverkusen þýskur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Er þetta í fyrsta sinn síðan 2012 sem annað lið en Bayern München verður meistari í Þýskalandi. History.Bayer 04 Leverkusen are German campions for the first ever timeBayern Munich s 11-year dominance of the #Bundesliga is broken by Xabi Alonso s Werkself. pic.twitter.com/ajpZdgH2Rj— Matt Ford (@matt_4d) April 14, 2024 Es gibt kein Halten mehr! #ForOurDream #Winnerkusen #DeutscherMeisterSVB #B04SVW 5:0 | #Bayer04 | #Werkself pic.twitter.com/oUTiPV3uz3— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) April 14, 2024 Leverkusen er með 79 stig að loknum 29 leikjum en liðið hefur ekki enn tapað leik í deildinni. Bæjarar koma þar á eftir með 63 stig líkt og Stuttgart. RB Leipzig og Borussia Dortmund eru svo með 56 stig og í harðri baráttu um síðasta Meistaradeildarsætið. Xabi Alonso hefur náð ótrúlegum árangri sem þjálfari Leverkusen en hann tók við liðinu á síðustu leiktíð. Þrátt fyrir að vera gríðarlega eftirsóttur hefur hann ákveðið að taka annað tímabil með félaginu. Virðist ætla að verða jafn sigursæll sem þjálfari og hann var sem leikmaður.EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Lærisveinar Xabi Alonso hafa verið óstöðvandi á leiktíðinni og segja má að Werder Bremen hafi verið sem lömb leidd til slátrunar. Aðeins eitt mark var skorað í fyrri hálfleik en það gerði Victor Boniface úr vítaspyrnu á 25. mínútu. Eftir klukkustund tvöfaldaði Granit Xhaka forystu Leverkusen, Boniface með stoðsendinguna að þessu sinni. Eftir það var komið að Florian Wirtz. Hann skoraði sitt fyrsta mark og þriðja mark Leverkusen á 68. mínútu. Á 83. mínútu bætti hann við öðru marki sínu og 4. marki heimamanna. Það var svo á lokamínútu venjulegs leiktíma sem hann fullkomnaði þrennu sína. Lokatölur 5-0 og Leverkusen þýskur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Er þetta í fyrsta sinn síðan 2012 sem annað lið en Bayern München verður meistari í Þýskalandi. History.Bayer 04 Leverkusen are German campions for the first ever timeBayern Munich s 11-year dominance of the #Bundesliga is broken by Xabi Alonso s Werkself. pic.twitter.com/ajpZdgH2Rj— Matt Ford (@matt_4d) April 14, 2024 Es gibt kein Halten mehr! #ForOurDream #Winnerkusen #DeutscherMeisterSVB #B04SVW 5:0 | #Bayer04 | #Werkself pic.twitter.com/oUTiPV3uz3— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) April 14, 2024 Leverkusen er með 79 stig að loknum 29 leikjum en liðið hefur ekki enn tapað leik í deildinni. Bæjarar koma þar á eftir með 63 stig líkt og Stuttgart. RB Leipzig og Borussia Dortmund eru svo með 56 stig og í harðri baráttu um síðasta Meistaradeildarsætið. Xabi Alonso hefur náð ótrúlegum árangri sem þjálfari Leverkusen en hann tók við liðinu á síðustu leiktíð. Þrátt fyrir að vera gríðarlega eftirsóttur hefur hann ákveðið að taka annað tímabil með félaginu. Virðist ætla að verða jafn sigursæll sem þjálfari og hann var sem leikmaður.EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira