„Þungu fargi af manni létt“ Hinrik Wöhler skrifar 14. apríl 2024 20:45 Markaskorarnir Arnór Smárason og Viktor Jónsson fagna. Vísir/Hulda Margrét Fyrsta þrenna tímabilsins í Bestu deild karla leit dagsins ljós í dag en það var framherji ÍA, Viktor Jónsson, sem skoraði þrjú mörk á rúmlega tíu mínútna kafla. Skagamenn fóru í Kórinn í dag og sóttu þrjú stig á móti liði HK. Leikurinn endaði með stórsigri Skagamanna, 4-0, en öll mörkin komu í síðari hálfleik. „Mér fannst við bara með fín tök á leiknum en þeir voru bara að beita þessum löngu boltum fram á við og gerðu það bara nokkuð vel en voru ekki að skapa sér neitt. Mér finnst við vera að koma okkur í góðar stöður og fáum tvö færi sem hefðu alveg mátt fara inn en við hefðum alveg getað gert betur. Við áttum inni, við töluðum um það þegar við komum inn í hálfleik og keyrðum á þá í seinni,“ sagði framherjinn skömmu eftir leik. Skagamenn léku síðari hálfleikinn einum fleiri en Steinar Þorsteinsson féll við þegar hann var við það að sleppa í gegn og Þorsteinn Aron Antonsson, miðvörður HK, fékk reisupassann fyrir brotið. Viktor var sannarlega sammála Erlendi Eiríkssyni sem dæmdi leikinn í dag. „Já, Steinar er kominn einn í gegn og hann [Þorsteinn Aron] tekur hann niður,“ sagði Viktor um brotið. Viktor fann sig ekki nægilega vel í fyrstu umferðinni á móti Val en Skagamenn töpuðu 2-0 og náðu ekki að nýta fín marktækifæri. Viktor er gríðarlega sáttur með að ná að svara því strax í annarri umferð. „Ég er bara í skýjunum, þungu fargi af manni létt og það er gott að ná inn mörkum í byrjun móts. Þetta var erfiður leikur á móti Val og ég fékk kannski réttláta gagnrýni og var búinn að vera kaldur í síðustu í leikjum, þannig þetta var mjög gott að ná þessu,“ bætti Viktor við og var handviss um að mörkin yrðu þó nokkuð fleiri í sumar. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Skagamenn fóru í Kórinn í dag og sóttu þrjú stig á móti liði HK. Leikurinn endaði með stórsigri Skagamanna, 4-0, en öll mörkin komu í síðari hálfleik. „Mér fannst við bara með fín tök á leiknum en þeir voru bara að beita þessum löngu boltum fram á við og gerðu það bara nokkuð vel en voru ekki að skapa sér neitt. Mér finnst við vera að koma okkur í góðar stöður og fáum tvö færi sem hefðu alveg mátt fara inn en við hefðum alveg getað gert betur. Við áttum inni, við töluðum um það þegar við komum inn í hálfleik og keyrðum á þá í seinni,“ sagði framherjinn skömmu eftir leik. Skagamenn léku síðari hálfleikinn einum fleiri en Steinar Þorsteinsson féll við þegar hann var við það að sleppa í gegn og Þorsteinn Aron Antonsson, miðvörður HK, fékk reisupassann fyrir brotið. Viktor var sannarlega sammála Erlendi Eiríkssyni sem dæmdi leikinn í dag. „Já, Steinar er kominn einn í gegn og hann [Þorsteinn Aron] tekur hann niður,“ sagði Viktor um brotið. Viktor fann sig ekki nægilega vel í fyrstu umferðinni á móti Val en Skagamenn töpuðu 2-0 og náðu ekki að nýta fín marktækifæri. Viktor er gríðarlega sáttur með að ná að svara því strax í annarri umferð. „Ég er bara í skýjunum, þungu fargi af manni létt og það er gott að ná inn mörkum í byrjun móts. Þetta var erfiður leikur á móti Val og ég fékk kannski réttláta gagnrýni og var búinn að vera kaldur í síðustu í leikjum, þannig þetta var mjög gott að ná þessu,“ bætti Viktor við og var handviss um að mörkin yrðu þó nokkuð fleiri í sumar.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira