Er í lagi að nota kynhormónabælandi lyfjameðferð fyrir börn og ungmenni? Helgi Áss Grétarsson skrifar 15. apríl 2024 07:30 Er kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, afturkræf? Svarið við þessari spurningu skiptir máli hér á landi en á árunum 2011–2022 fengu 55 börn á Íslandi meðferð af þessu tagi, sbr. til dæmis umfjöllun á mbl.is hinn 25. mars síðastliðinn (Börnum í transteymi BUGL hefur fjölgað umtalsvert). Cass-skýrslan Hilary Cass er fyrrverandi forseti félags barnalækna á Bretlandi og árið 2020 fengu ensk heilbrigðisyfirvöld hana til að leiða hóp sérfræðinga til að endurskoða hvernig enska heilbrigðisþjónustan meðhöndlar börn og ungmenni með kynama. Hinn 10. apríl síðastliðinn kom út lokaskýrsla þessarar umfangsmiklu rannsóknar (e. The Cass Review: Independent review of gender identity service for children and young people). Í skýrslunni er meðal annars farið ítarlega yfir vísindalegan grundvöll kynhormónabælandi lyfjameðferða og komist er að þeirri niðurstöðu að sá grunnur sé veikur. Með hliðsjón af tilmælum sem fram koma í Cass-skýrslunni hafa ensk heilbrigðisyfirvöld tilkynnt að lyfjameðferðir, sem bæla kynþroska barna og ungmenna, verði framvegis verulega takmarkaðar. Til svipaðra ráðstafana hefur verið gripið í ýmsum öðrum ríkjum, meðal annars í Noregi og Svíþjóð. Þessi nýlega þróun bendir til þess að það sé mat æ fleiri erlendra sérfræðinga að kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, sé ekki afturkræf. Tjáningarfrelsið og fagleg blaðamennska Í nýlegu kynningarátaki Blaðamannafélags Íslands var meðal annars sagt að blaðamennska hafi „aldrei verið mikilvægari“. Hins vegar, við hraða yfirferð á mest lesnu fjölmiðlum landsins, hafa fáir þeirra birt frétt um efni Cass-skýrslunnar. Á sama tíma hafa mikilvægustu niðurstöður skýrslunnar fengið mikið pláss í helstu fjölmiðlum heims. Þá komum við að tjáningarfrelsinu en bæði hér á landi og víðar um hinn vestræna heim, hefur verið tilhneiging í þá veru að skapa „eitraða umræðumenningu“ um þennan málaflokk. Slíkt er til þess fallið að hræða hæft fólk frá því að tjá sig um einstaka þætti málefnisins en í áðurnefndri Cass-skýrslu kom fram að skautunin í þarlendri samfélagsumræðu hafi gert vinnu við gerð skýrslunnar erfiðari. Um mikilvægi málefnisins Óumdeilt er að umgjörð um málefni þeirra sem eiga við kynama að stríða eigi að vera eins fagleg og kostur er. Það er hins vegar þörf á að hér fari fram opinber umræða með hvaða hætti kynhormónabælandi lyf eru notuð til að meðhöndla kynama barna og ungmenna. Úr fjarlægð virðist málefnið það eldfimt að fagfólk á sviði læknisfræðinnar veigrar sér frá því að fjalla um það á opinberum vettvangi. Það sama virðist eiga við um suma fjölmiðla. Óttinn við brennimerkingu virðist enn hafa of mikil áhrif. Þetta er skrýtið ástand í vestrænu lýðræðisríki. Eftir allt saman varðar þetta mikilvæga hagsmuni barna og ungmenna. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Börn og uppeldi Málefni trans fólks Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Er kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, afturkræf? Svarið við þessari spurningu skiptir máli hér á landi en á árunum 2011–2022 fengu 55 börn á Íslandi meðferð af þessu tagi, sbr. til dæmis umfjöllun á mbl.is hinn 25. mars síðastliðinn (Börnum í transteymi BUGL hefur fjölgað umtalsvert). Cass-skýrslan Hilary Cass er fyrrverandi forseti félags barnalækna á Bretlandi og árið 2020 fengu ensk heilbrigðisyfirvöld hana til að leiða hóp sérfræðinga til að endurskoða hvernig enska heilbrigðisþjónustan meðhöndlar börn og ungmenni með kynama. Hinn 10. apríl síðastliðinn kom út lokaskýrsla þessarar umfangsmiklu rannsóknar (e. The Cass Review: Independent review of gender identity service for children and young people). Í skýrslunni er meðal annars farið ítarlega yfir vísindalegan grundvöll kynhormónabælandi lyfjameðferða og komist er að þeirri niðurstöðu að sá grunnur sé veikur. Með hliðsjón af tilmælum sem fram koma í Cass-skýrslunni hafa ensk heilbrigðisyfirvöld tilkynnt að lyfjameðferðir, sem bæla kynþroska barna og ungmenna, verði framvegis verulega takmarkaðar. Til svipaðra ráðstafana hefur verið gripið í ýmsum öðrum ríkjum, meðal annars í Noregi og Svíþjóð. Þessi nýlega þróun bendir til þess að það sé mat æ fleiri erlendra sérfræðinga að kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, sé ekki afturkræf. Tjáningarfrelsið og fagleg blaðamennska Í nýlegu kynningarátaki Blaðamannafélags Íslands var meðal annars sagt að blaðamennska hafi „aldrei verið mikilvægari“. Hins vegar, við hraða yfirferð á mest lesnu fjölmiðlum landsins, hafa fáir þeirra birt frétt um efni Cass-skýrslunnar. Á sama tíma hafa mikilvægustu niðurstöður skýrslunnar fengið mikið pláss í helstu fjölmiðlum heims. Þá komum við að tjáningarfrelsinu en bæði hér á landi og víðar um hinn vestræna heim, hefur verið tilhneiging í þá veru að skapa „eitraða umræðumenningu“ um þennan málaflokk. Slíkt er til þess fallið að hræða hæft fólk frá því að tjá sig um einstaka þætti málefnisins en í áðurnefndri Cass-skýrslu kom fram að skautunin í þarlendri samfélagsumræðu hafi gert vinnu við gerð skýrslunnar erfiðari. Um mikilvægi málefnisins Óumdeilt er að umgjörð um málefni þeirra sem eiga við kynama að stríða eigi að vera eins fagleg og kostur er. Það er hins vegar þörf á að hér fari fram opinber umræða með hvaða hætti kynhormónabælandi lyf eru notuð til að meðhöndla kynama barna og ungmenna. Úr fjarlægð virðist málefnið það eldfimt að fagfólk á sviði læknisfræðinnar veigrar sér frá því að fjalla um það á opinberum vettvangi. Það sama virðist eiga við um suma fjölmiðla. Óttinn við brennimerkingu virðist enn hafa of mikil áhrif. Þetta er skrýtið ástand í vestrænu lýðræðisríki. Eftir allt saman varðar þetta mikilvæga hagsmuni barna og ungmenna. Höfundur er lögfræðingur.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun