Vinnumarkaður án aðgreiningar, útópía nútímastefnu Erica do Carmo Ólason skrifar 15. apríl 2024 09:31 Nýlega sendi Múlalundur frá sér tilkynningu um breytingar á rekstri sem felast m.a. í því að öllum starfsmönnum með skerta starfsgetu verði sagt upp. Ástæða þessara breytinga var sögð vera stefna Sameinuðu þjóðanna um að vinnumarkaður eigi að vera staður án aðgreiningar og allir þurfi að fá tækifæri til þess að starfa á almennum vinnumarkaði óháð færni. Í samræmi við þessa stefnu þurfa vinnustaðir eins og Múlalundur að víkja. Nú velti ég fyrir mér hvort samfélagið hafi burði til að takast á við þessa þróun. Múlalundur var stofnaður til þess að koma til móts við ákveðinn vanda. Þótt margt hafi breyts í samfélaginu síðan þá eru sömu vandamálin enn til staðar. Árið 1959 birtist grein í ársriti SÍBS eftir Guðmund Löve sem fjallaði um að einstaklingar með skerta vinnufærni kæmust ekki inn á almennan vinnumarkað. Í þeirri grein setti hann fram eftirfarandi sviðsmynd: Einstaklingar sem höfðu verið á Reykjalundi og gátu ekki stundað fulla vinnu strax eftir endurhæfingu komust ekki á almennan vinnumarkað því „létt vinna“ var ekki í boði. Öryrkjar sem vildu vinna á almennum vinnumarkaði þurftu að bíða mánuðum jafnvel árum saman eftir starfi við hæfi. Þeir sem voru með skerta vinnufærni og lítið vinnuþrek og gátu ekki unnið fullan vinnudag fengu ekki vinnu á almennum vinnumarkaði vegna þess að þeir náðu ekki þeim vinnuhraða sem var krafist þar. Þannig var staða mála þá og Múlalundur var stofnaður til að koma í veg fyrir fátækt og vanvirkni hjá þessum minnihlutahópi. Þá varð til vinnustaður þar sem þessi hópur gat lagt sitt af mörkum til samfélagsins með virðingu og reisn, þó líkamleg fötlun og/eða önnur skerðing væri fyrir hendi. Stofnendur Múlalundar voru framsýnir og sáu að samfélagið í heild myndi græða á því að einstaklingar með skerta starfsgetu fengju tækifæri til þess að stunda launaða vinnu. Þó mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan 1959 og talsverðar breytingar hafi orðið á samfélagi og vinnumarkaði hefur þörf fyrir stað eins og Múlalund ekki breyst. Í starfi mínu með einstaklingum, sem eru með skerta vinnufærni af ýmsum toga og geta oft ekki mætt kröfum hins almenna vinnumarkaðar, hef ég orðið vör við mjög svipuð vandamál: Einstaklingar sem hafa verið í endurhæfingu á Reykjalundi og hjá VIRKstarfsendurhæfingarsjóði eiga erfitt með að komast inn á almennan vinnumarkað aftur. Þrátt fyrir að í dag sé meiri sveigjanleiki gagnvart vinnuhlutfalli eru margir sem upplifa sig knúna til að leita sér að nýrri vinnu eftir veikindi eða slys. Öryrkjar sem geta unnið á almennum vinnumarkaði þurfa enn þá að bíða mjög lengi eftir starfi sem tekur tillit til þarfa þeirra. Atvinna með stuðningi (AMS) hjálpar þó mikið til og Vinnumálastofnun hefur staðið sig vel þar. Samfélagið virðist samt ekki tilbúið til að veita einstaklingum með ákveðnar sérþarfir vinnu. Staðan er sérstaklega erfið fyrir þau sem eru öryrkjar vegna geðraskana, vitrænnar skerðingar eða þroskahömlunar. Fólk með skerta starfsgetu og lítið vinnuþrek á enn þá erfitt með að komast á almennan vinnumarkað. Þrátt fyrir að sumir vinnustaðir bjóði upp á mismunandi vinnuhlutfall, geta einstaklingar með skerta vinnufærni oft ekki nýtt sér það, því veikindi þeirra eru þess eðlis að einkennin eru mjög misjöfn. Það eru mjög fáir vinnustaðir sem koma til móts við það og bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma. Enn fremur þarf að huga að vinnuhraða, álagi og langvarandi streitu. Í samfélagi okkar í dag eiga mörg erfitt með að vinna á þeim hraða sem krafist er, hvað þá þau sem eru með skerta vinnufærni. Fleiri tilfelli kulnunar og örmögnunar benda til neikvæðrar þróunar óháð starfsgetu. Eins og að framan greinir hefur staða einstaklinga með skerta starfsgetu ekki mikið breyst til hins betra. Samfélagið er vissulega ekki eins og það var árið 1959. Öryrkjar í dag eru sumir hverjir betur staddir og hafa fleiri tækifæri til að vera á almennum vinnumarkaði nú heldur en þá. En sem samfélag erum við langt frá því að geta mætt mismunandi þörfum og veitt þann stuðning sem þarf. Starfsmenn þurfa yfirleitt að laga sig að verkefnum og umhverfi vinnustaðarins en ekki aðlaga verkefni og umhverfi að sér. Á vinnustaðnum er mjög sjaldan gerð aðlögun sem mætir þörfum hvers og eins, ef maður passar ekki þar inn þá er fundinn maður í manns stað. Oft eru kröfur á almennum vinnustöðum svo miklar að við sem köllum okkur heilbrigð eigum á hættu að missa heilsuna. Fólk með skerta vinnufærni er ekki einsleitur hópur og hluti þess hóps gæti eflaust verið á almennum vinnumarkaði en aðrir síður. Þau sem eru til dæmis mjög viðkvæm fyrir umhverfisáreitum gætu átt í erfiðleikum. Önnur gætu sinnt starfinu en vegna geðrænna áskorana, vitrænnar skerðingar eða heilaskaða kynnu þau að þurfa sérhæfðan stuðning sem ekki er í boði. Einnig eru til dæmi um að fólk með fötlun upplifi einangrun vegna þess að því finnst það ekki eiga samleið með vinnufélögunum. Öll þurfum við vinnustað þar sem okkur er mætt með virðingu og skilningi og við upplifum að tilheyra ákveðnu samfélagi. Mér vitanlega hefur ekki verið gripið til sérstakra aðgerða á almennum vinnustöðum til þess að gera fólki með fötlun betur kleift að fá atvinnu við hæfi. Að stefna öllum á almennan vinnumarkað er að mínu mati hættuleg þróun, því það gæti endað þannig að hluti þessa minnihlutahóps finni sig ekki þar. Þar af leiðandi missa þessir einstaklingar tækifæri til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins með virðingu og reisn og það getur valdið þeim andlegri vanlíðan og verri lífsgæðum. Ég ætla að leyfa mér að segja að afleiðingin getur orðið aukin byrði á velferðarkerfinu og samfélaginu í heild. Með því að breyta rekstri Múlalundar á þann hátt að einstaklingar með skerta starfsgetu séu ekki lengur kjarninn í rekstri hans erum við að mínu mati að brjóta á réttindum fólks með fötlun til þess að eiga sér stað í okkar samfélagi. Stað þar sem fötlun er mætt með skilningi, takmarkanir eru ekki álitnar „truflandi“, og fólk tengist samstarfsmönnum sínum, finnur fyrir tilgangi og aflar lífsviðurværis til jafns við aðra þegna samfélagsins. Það sem stofnendur Múlalundar gáfu okkur í þau 65 ár sem staðurinn hefur verið starfandi er núna verið að taka frá okkur einungis vegna þess að það þurfa allir að passa í sama mótið. Mikið væri gott ef einstaklingar með fötlun hefðu tækifæri til þess að velja sér vinnustað sem mætir þörfum þeirra. Múlalundur hefur veitt einstaklingum með skerta starfsgetu og fjölskyldum þeirra öryggi og ég tel það mikilvægt að Múlalundur haldi áfram að vera klettur í lífi þeirra. Höfundur er iðjuþjálfi á Reykjalundi. Guðmundur Löve, „Múlalundur, Öryrkjavinnustofa SÍBS í Reykjavík", Reykjalundur, 13. árg. 1959, bls. 3-5. https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-03-15-breyttur-rekstur-mulalundar-ognuverandi-starfsmenn-fara-a-almennan-vinnumarkad-40742 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Nýlega sendi Múlalundur frá sér tilkynningu um breytingar á rekstri sem felast m.a. í því að öllum starfsmönnum með skerta starfsgetu verði sagt upp. Ástæða þessara breytinga var sögð vera stefna Sameinuðu þjóðanna um að vinnumarkaður eigi að vera staður án aðgreiningar og allir þurfi að fá tækifæri til þess að starfa á almennum vinnumarkaði óháð færni. Í samræmi við þessa stefnu þurfa vinnustaðir eins og Múlalundur að víkja. Nú velti ég fyrir mér hvort samfélagið hafi burði til að takast á við þessa þróun. Múlalundur var stofnaður til þess að koma til móts við ákveðinn vanda. Þótt margt hafi breyts í samfélaginu síðan þá eru sömu vandamálin enn til staðar. Árið 1959 birtist grein í ársriti SÍBS eftir Guðmund Löve sem fjallaði um að einstaklingar með skerta vinnufærni kæmust ekki inn á almennan vinnumarkað. Í þeirri grein setti hann fram eftirfarandi sviðsmynd: Einstaklingar sem höfðu verið á Reykjalundi og gátu ekki stundað fulla vinnu strax eftir endurhæfingu komust ekki á almennan vinnumarkað því „létt vinna“ var ekki í boði. Öryrkjar sem vildu vinna á almennum vinnumarkaði þurftu að bíða mánuðum jafnvel árum saman eftir starfi við hæfi. Þeir sem voru með skerta vinnufærni og lítið vinnuþrek og gátu ekki unnið fullan vinnudag fengu ekki vinnu á almennum vinnumarkaði vegna þess að þeir náðu ekki þeim vinnuhraða sem var krafist þar. Þannig var staða mála þá og Múlalundur var stofnaður til að koma í veg fyrir fátækt og vanvirkni hjá þessum minnihlutahópi. Þá varð til vinnustaður þar sem þessi hópur gat lagt sitt af mörkum til samfélagsins með virðingu og reisn, þó líkamleg fötlun og/eða önnur skerðing væri fyrir hendi. Stofnendur Múlalundar voru framsýnir og sáu að samfélagið í heild myndi græða á því að einstaklingar með skerta starfsgetu fengju tækifæri til þess að stunda launaða vinnu. Þó mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan 1959 og talsverðar breytingar hafi orðið á samfélagi og vinnumarkaði hefur þörf fyrir stað eins og Múlalund ekki breyst. Í starfi mínu með einstaklingum, sem eru með skerta vinnufærni af ýmsum toga og geta oft ekki mætt kröfum hins almenna vinnumarkaðar, hef ég orðið vör við mjög svipuð vandamál: Einstaklingar sem hafa verið í endurhæfingu á Reykjalundi og hjá VIRKstarfsendurhæfingarsjóði eiga erfitt með að komast inn á almennan vinnumarkað aftur. Þrátt fyrir að í dag sé meiri sveigjanleiki gagnvart vinnuhlutfalli eru margir sem upplifa sig knúna til að leita sér að nýrri vinnu eftir veikindi eða slys. Öryrkjar sem geta unnið á almennum vinnumarkaði þurfa enn þá að bíða mjög lengi eftir starfi sem tekur tillit til þarfa þeirra. Atvinna með stuðningi (AMS) hjálpar þó mikið til og Vinnumálastofnun hefur staðið sig vel þar. Samfélagið virðist samt ekki tilbúið til að veita einstaklingum með ákveðnar sérþarfir vinnu. Staðan er sérstaklega erfið fyrir þau sem eru öryrkjar vegna geðraskana, vitrænnar skerðingar eða þroskahömlunar. Fólk með skerta starfsgetu og lítið vinnuþrek á enn þá erfitt með að komast á almennan vinnumarkað. Þrátt fyrir að sumir vinnustaðir bjóði upp á mismunandi vinnuhlutfall, geta einstaklingar með skerta vinnufærni oft ekki nýtt sér það, því veikindi þeirra eru þess eðlis að einkennin eru mjög misjöfn. Það eru mjög fáir vinnustaðir sem koma til móts við það og bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma. Enn fremur þarf að huga að vinnuhraða, álagi og langvarandi streitu. Í samfélagi okkar í dag eiga mörg erfitt með að vinna á þeim hraða sem krafist er, hvað þá þau sem eru með skerta vinnufærni. Fleiri tilfelli kulnunar og örmögnunar benda til neikvæðrar þróunar óháð starfsgetu. Eins og að framan greinir hefur staða einstaklinga með skerta starfsgetu ekki mikið breyst til hins betra. Samfélagið er vissulega ekki eins og það var árið 1959. Öryrkjar í dag eru sumir hverjir betur staddir og hafa fleiri tækifæri til að vera á almennum vinnumarkaði nú heldur en þá. En sem samfélag erum við langt frá því að geta mætt mismunandi þörfum og veitt þann stuðning sem þarf. Starfsmenn þurfa yfirleitt að laga sig að verkefnum og umhverfi vinnustaðarins en ekki aðlaga verkefni og umhverfi að sér. Á vinnustaðnum er mjög sjaldan gerð aðlögun sem mætir þörfum hvers og eins, ef maður passar ekki þar inn þá er fundinn maður í manns stað. Oft eru kröfur á almennum vinnustöðum svo miklar að við sem köllum okkur heilbrigð eigum á hættu að missa heilsuna. Fólk með skerta vinnufærni er ekki einsleitur hópur og hluti þess hóps gæti eflaust verið á almennum vinnumarkaði en aðrir síður. Þau sem eru til dæmis mjög viðkvæm fyrir umhverfisáreitum gætu átt í erfiðleikum. Önnur gætu sinnt starfinu en vegna geðrænna áskorana, vitrænnar skerðingar eða heilaskaða kynnu þau að þurfa sérhæfðan stuðning sem ekki er í boði. Einnig eru til dæmi um að fólk með fötlun upplifi einangrun vegna þess að því finnst það ekki eiga samleið með vinnufélögunum. Öll þurfum við vinnustað þar sem okkur er mætt með virðingu og skilningi og við upplifum að tilheyra ákveðnu samfélagi. Mér vitanlega hefur ekki verið gripið til sérstakra aðgerða á almennum vinnustöðum til þess að gera fólki með fötlun betur kleift að fá atvinnu við hæfi. Að stefna öllum á almennan vinnumarkað er að mínu mati hættuleg þróun, því það gæti endað þannig að hluti þessa minnihlutahóps finni sig ekki þar. Þar af leiðandi missa þessir einstaklingar tækifæri til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins með virðingu og reisn og það getur valdið þeim andlegri vanlíðan og verri lífsgæðum. Ég ætla að leyfa mér að segja að afleiðingin getur orðið aukin byrði á velferðarkerfinu og samfélaginu í heild. Með því að breyta rekstri Múlalundar á þann hátt að einstaklingar með skerta starfsgetu séu ekki lengur kjarninn í rekstri hans erum við að mínu mati að brjóta á réttindum fólks með fötlun til þess að eiga sér stað í okkar samfélagi. Stað þar sem fötlun er mætt með skilningi, takmarkanir eru ekki álitnar „truflandi“, og fólk tengist samstarfsmönnum sínum, finnur fyrir tilgangi og aflar lífsviðurværis til jafns við aðra þegna samfélagsins. Það sem stofnendur Múlalundar gáfu okkur í þau 65 ár sem staðurinn hefur verið starfandi er núna verið að taka frá okkur einungis vegna þess að það þurfa allir að passa í sama mótið. Mikið væri gott ef einstaklingar með fötlun hefðu tækifæri til þess að velja sér vinnustað sem mætir þörfum þeirra. Múlalundur hefur veitt einstaklingum með skerta starfsgetu og fjölskyldum þeirra öryggi og ég tel það mikilvægt að Múlalundur haldi áfram að vera klettur í lífi þeirra. Höfundur er iðjuþjálfi á Reykjalundi. Guðmundur Löve, „Múlalundur, Öryrkjavinnustofa SÍBS í Reykjavík", Reykjalundur, 13. árg. 1959, bls. 3-5. https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-03-15-breyttur-rekstur-mulalundar-ognuverandi-starfsmenn-fara-a-almennan-vinnumarkad-40742
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun