Stefán Arnars: Fram er með fjóra og við einn Þorsteinn Hjálmsson skrifar 15. apríl 2024 20:16 Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, sáttur. Vísir/Hulda Margrét Haukar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta eftir sigur á Stjörnunni, 21-25. Haukar unnu einvígið 2-0 og Stjarnan komin í sumarfrí. Stefán Arnarson, annar tveggja þjálfara Hauka, var ánægður í leikslok með sitt lið. „Ánægður með að vera kominn í fjögurra liða úrslit. Við vissum eftir að hafa unnið fyrsta leikinn stórt að þessi leikur yrði allt öðruvísi, hver leikur á sitt líf. Þetta var erfiður leikur en við spiluðum frábæra vörn og vorum með góða markvörslu og það skóp þennan sigur.“ Lítið var skorað í fyrri hálfleik leiksins og var staðan 10-9 Haukum í vil í hálfleik. Stefán vissi hvað var að og reyndi að koma nýjum áherslum inn í liðið fyrir síðari hálfleikinn. „Við vorum ekki að sækja nógu vel á markið og vorum að gera klaufalega feila. Þær fengu tvö gefins hraðaupphlaups mörk því við vorum að tapa boltanum illa. Við töluðum um það í hálfleik að reyna að bæta sóknarleikinn og hann lagaðist aðeins í seinni hálfleik,“ sagði Stefán og bætti við. „Við þurftum bara að vera aðeins rólegri á boltann. Við vorum að flýta okkur allt of mikið í fyrri hálfleik og við erum með góða leikmenn fyrir utan og ef þeir gefa sér tíma þá finnum við alltaf opnanir.“ Haukar munu mæta Fram í undanúrslitunum. Aðspurður út í þá viðureign hafði Stefán þetta að segja. „Ef þú horfir á tímabilið þá er Valur besta liðið með átta landsliðsmenn, Fram er með fjóra og við einn. Þannig að það er ljóst að það verður mjög erfitt fyrir okkur að mæta svona vel mönnuðu Fram liði. Það er allt hægt í handbolta en það er alveg ljóst að Fram er sigurstranglegra liðið,“ sagði Stefán að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Stefán Arnarson, annar tveggja þjálfara Hauka, var ánægður í leikslok með sitt lið. „Ánægður með að vera kominn í fjögurra liða úrslit. Við vissum eftir að hafa unnið fyrsta leikinn stórt að þessi leikur yrði allt öðruvísi, hver leikur á sitt líf. Þetta var erfiður leikur en við spiluðum frábæra vörn og vorum með góða markvörslu og það skóp þennan sigur.“ Lítið var skorað í fyrri hálfleik leiksins og var staðan 10-9 Haukum í vil í hálfleik. Stefán vissi hvað var að og reyndi að koma nýjum áherslum inn í liðið fyrir síðari hálfleikinn. „Við vorum ekki að sækja nógu vel á markið og vorum að gera klaufalega feila. Þær fengu tvö gefins hraðaupphlaups mörk því við vorum að tapa boltanum illa. Við töluðum um það í hálfleik að reyna að bæta sóknarleikinn og hann lagaðist aðeins í seinni hálfleik,“ sagði Stefán og bætti við. „Við þurftum bara að vera aðeins rólegri á boltann. Við vorum að flýta okkur allt of mikið í fyrri hálfleik og við erum með góða leikmenn fyrir utan og ef þeir gefa sér tíma þá finnum við alltaf opnanir.“ Haukar munu mæta Fram í undanúrslitunum. Aðspurður út í þá viðureign hafði Stefán þetta að segja. „Ef þú horfir á tímabilið þá er Valur besta liðið með átta landsliðsmenn, Fram er með fjóra og við einn. Þannig að það er ljóst að það verður mjög erfitt fyrir okkur að mæta svona vel mönnuðu Fram liði. Það er allt hægt í handbolta en það er alveg ljóst að Fram er sigurstranglegra liðið,“ sagði Stefán að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira