Skrifstofa Alþingis tekur dóm MDE til skoðunar Lovísa Arnardóttir skrifar 16. apríl 2024 14:04 Birgir hefur óskað þess að dómurinn verði tekinn til skoðunar. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis hefur óskað þess að skrifstofa Alþingis taki niðurstöðu dóms frá Mannréttindadómstóli Evrópu til skoðunar. Íslenska ríkið er í dómi talið brjóta gegn rétti til frjálsra kosninga. Þingkona Samfylkingar tekur málið upp á morgun í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku fjölmörg til máls í dag á þingi í dag undir lið fundarstjórn forseta og ræddu niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í dag í talningamálinu svo kallaða. „Forseti vill geta þess af þessu tilefni að af hálfu forseta hefur þegar verið óskað eftir því að skrifstofa Alþingis framkvæmi greiningu á þeim dómi sem hér um ræðir og verður sú niðurstaða að sjálfsögðu kynnt þingmönnum þegar hún liggur fyrir,“ sagði Birgir eftir að Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hóf umræðu um málið á þingi í dag. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að því í dag að brotið hafi verið á rétti þeirra Magnúsar D. Norðdahl og Guðmundar Gunnarssonar í talningamálinu svo kallaða í Norðvesturkjördæmi. Íslenska ríkinu er gert að greiða þeim bætur. Kvörtun þeirra til dómstólsins laut að annars vegar framkvæmd talningar í kjördæminu og hins vegar að því að þeir hafi ekki haft skilvirka leið til að koma kvörtunum sínum áleiðis. Íslenska ríkinu gert að greiða þeim báðum um 13 þúsund evrur í bætur sem samsvarar um tveimur milljónum íslenskra króna. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona Samfylkingarinnar ætlar að taka málið upp í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á morgun og sagði á þingi í dag að í dómi sé bent á alvarleg atriði sem að verði að taka til skoðunar. „Dóminn hef ég lesið og þarf að lesa, held ég, í nokkrum sinnum en þar þarna er bent á mjög alvarleg atriði sem löggjafanum ber að taka á og hér skora ég á háttvirta þingheim að standa undir nafni, taka þessari niðurstöðu, fara í það að breyta lögunum, þeim lögum sem nauðsynlegt er að breyta og breyta ákvæðum stjórnarskrár. Dómurinn skýr Fleiri þingmenn tóku svo til máls. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, sagði það skýrt í dómi að réttur væri skertur til frjálsra kosninga. Hann sagði það fortakslausa skyldu þingheims að bregðast við ábendingum sem koma fram í niðurstöðunni. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.Vísir/Ívar Fannar „Dómur Mannréttindadómstólsins snýr því ekki að því heldur hvernig og hverjir tóku ákvörðun um að niðurstaðan hafi verið lögmæt. Niðurstaðan er skýr. Okkar fyrirkomulag uppfyllir ekki kröfur mannréttindasáttmála Evrópu og það er fortakslaus skylda okkar þingmanna að bæta úr því með breytingum á kosningalögum og stjórnarskrá. Um þetta hljótum við öll að vera sammála og það er brýnt að klára þetta helst í vor en eftir situr.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók einnig til máls um niðurstöðuna og spurði hverjar pólitískar afleiðingar eiga að vera vegna þessa dóms. Þau þurfi að líta í eigin barm. „Ég sé ekki að við getum hlaupið undan þessari ábyrgð,“ segir Björn Leví og að niðurstaða dómsins kalli á samstarf um það hvernig Hann sagðist fagna niðurstöðu dómstólsins, niðurstaða kjörbréfanefndar hefði verið honum vonbrigði. Brot gegn öllum Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, sagði brot gegn einni manneskju þegar kemur að frjálsum kosningum væri brot gegn okkur öllum. Það væri ekki hægt að byggja áfram á því fyrirkomulagi sem sé í gildi núna. Að Alþingi úrskurði sjálft um sitt eigið hæfi. Það standist ekki hæfi um lýðræðislega stjórnarhætti og því þurfi að breyta. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir segir dóminn sýna það sem Píratar hafa lengi kallað eftir, að Íslendingar þurfi nýja stjórnarskrá.Vísir/Vilhelm „Við getum ekki haldið áfram að byggja á fyrirkomulagi þar sem Alþingi sjálft úrskurðar um gildi kosninga án þess að óhlutdrægni sé tryggð án þess að niðurstaðan sé kæranleg til dómstóls eða óháðs úrskurðaraðila. Það stenst einfaldlega ekki þær lágmarkskröfur um lýðræðislega stjórnarhætti sem við höfum skuldbundið okkur til að virða ásamt öðrum Evrópuþjóðum,“ sagði Jóhann Páll. Fleiri tóku til máls eins og Dagbjörg Hákonardóttir, þingkona Samfylkingar, og Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingkona Pírata. Þær sögðu dóminn áfellisdóm og hann valda blendnum tilfinningum. Falleinkunn fyrir framkvæmdavald Halldóra Mogensen þingkona Pírata sagði MDE hafa gefið út falleinkunn fyrir framkvæmdavaldið. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir mikilvægt að ræða niðurstöðu dómsins. Vísir/Vilhelm Það voru þó ekki bara þingmenn stjórnarandstöðu sem tjáðu sig. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, gerði það líka og tók undir að það væri á þeirra ábyrgð að skoða niðurstöðu dómsins. Það væri samt ljóst að kjörbréfanefnd hefði unnið af heilindum og faglega. „En fyrirkomulagið í heild sinni er sjálfsagt að skoða og það er verkefni okkar fram undan.“ Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Arnar Umræðurnar voru lengri og nefndi sem dæmi Kristrún Frostadóttir, formaður og þingkona Samfylkingarinnar, að það hefur verið á forræði forsætisráðherra að gera tillögu að breytingum á stjórnarskránni. Það sé áríðandi að það verði gert. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Alþingi Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Tengdar fréttir Ekkert sáttatilboð lagt fram í talningarmálinu Ríkislögmaður segir að ríkið hafi ekki lagt fram neitt sáttatilboð eða viðurkennt brot á mannréttindasáttmála Evrópu vegna kæru tveggja frambjóðenda í Alþingiskosningunum í fyrra. Frambjóðendurnir kærðu ákvörðun Alþingis að staðfesta kosningaúrslitin til mannréttindadómstólsins. 5. október 2022 17:36 „Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður, tilkynnti á Facebook fyrr í dag að mál hans hjá Mannréttindadómstóli Evrópu, vegna ágalla á framkvæmd síðustu Alþingiskosninga, hafi komist í gegnum fyrstu síu dómstólsins. „Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ skrifar Magnús. 8. júní 2022 14:37 Vafi vegna nýrra kosningalaga ástæða þess að málin voru felld niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi telur að ný kosningalög sem tóku gildi um áramótin kveði ekki á með beinum hætti um skyldu til að innsigla kjörgögn að lokinni talningu í kosningum. Því sé vafi á því hvort að meint brot starfsmanna yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í síðustu Alþingiskosningum varði refsingu. Sá vafi var túlkaður starfsmönnunum í hag. 14. mars 2022 15:36 Mál yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis fellt niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur fellt niður mál á hendur starfsmönnum yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í kjölfar Alþingiskosninganna í september. Að minnsta kosti tveir starfsmenn yfirkjörstjórnar hafa fengið send bréf þess efnis. Þeirra á meðal Ingi Tryggvason, sem gegndi formannsstöðu, og Katrín Pálsdóttir sem sæti átti í yfirkjörstjórn. 14. mars 2022 12:34 Kosningar og staðfesting kjörbréfa Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Í dag reynir mikið á þetta ákvæði, því umfjöllunarefnið á Alþingi í dag, þá loksins það kemur saman, varðar lýðræðið sjálft, fjöreggið sem sýnir vald fólksins í landinu. 25. nóvember 2021 19:00 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku fjölmörg til máls í dag á þingi í dag undir lið fundarstjórn forseta og ræddu niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í dag í talningamálinu svo kallaða. „Forseti vill geta þess af þessu tilefni að af hálfu forseta hefur þegar verið óskað eftir því að skrifstofa Alþingis framkvæmi greiningu á þeim dómi sem hér um ræðir og verður sú niðurstaða að sjálfsögðu kynnt þingmönnum þegar hún liggur fyrir,“ sagði Birgir eftir að Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hóf umræðu um málið á þingi í dag. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að því í dag að brotið hafi verið á rétti þeirra Magnúsar D. Norðdahl og Guðmundar Gunnarssonar í talningamálinu svo kallaða í Norðvesturkjördæmi. Íslenska ríkinu er gert að greiða þeim bætur. Kvörtun þeirra til dómstólsins laut að annars vegar framkvæmd talningar í kjördæminu og hins vegar að því að þeir hafi ekki haft skilvirka leið til að koma kvörtunum sínum áleiðis. Íslenska ríkinu gert að greiða þeim báðum um 13 þúsund evrur í bætur sem samsvarar um tveimur milljónum íslenskra króna. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona Samfylkingarinnar ætlar að taka málið upp í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á morgun og sagði á þingi í dag að í dómi sé bent á alvarleg atriði sem að verði að taka til skoðunar. „Dóminn hef ég lesið og þarf að lesa, held ég, í nokkrum sinnum en þar þarna er bent á mjög alvarleg atriði sem löggjafanum ber að taka á og hér skora ég á háttvirta þingheim að standa undir nafni, taka þessari niðurstöðu, fara í það að breyta lögunum, þeim lögum sem nauðsynlegt er að breyta og breyta ákvæðum stjórnarskrár. Dómurinn skýr Fleiri þingmenn tóku svo til máls. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, sagði það skýrt í dómi að réttur væri skertur til frjálsra kosninga. Hann sagði það fortakslausa skyldu þingheims að bregðast við ábendingum sem koma fram í niðurstöðunni. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.Vísir/Ívar Fannar „Dómur Mannréttindadómstólsins snýr því ekki að því heldur hvernig og hverjir tóku ákvörðun um að niðurstaðan hafi verið lögmæt. Niðurstaðan er skýr. Okkar fyrirkomulag uppfyllir ekki kröfur mannréttindasáttmála Evrópu og það er fortakslaus skylda okkar þingmanna að bæta úr því með breytingum á kosningalögum og stjórnarskrá. Um þetta hljótum við öll að vera sammála og það er brýnt að klára þetta helst í vor en eftir situr.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók einnig til máls um niðurstöðuna og spurði hverjar pólitískar afleiðingar eiga að vera vegna þessa dóms. Þau þurfi að líta í eigin barm. „Ég sé ekki að við getum hlaupið undan þessari ábyrgð,“ segir Björn Leví og að niðurstaða dómsins kalli á samstarf um það hvernig Hann sagðist fagna niðurstöðu dómstólsins, niðurstaða kjörbréfanefndar hefði verið honum vonbrigði. Brot gegn öllum Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, sagði brot gegn einni manneskju þegar kemur að frjálsum kosningum væri brot gegn okkur öllum. Það væri ekki hægt að byggja áfram á því fyrirkomulagi sem sé í gildi núna. Að Alþingi úrskurði sjálft um sitt eigið hæfi. Það standist ekki hæfi um lýðræðislega stjórnarhætti og því þurfi að breyta. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir segir dóminn sýna það sem Píratar hafa lengi kallað eftir, að Íslendingar þurfi nýja stjórnarskrá.Vísir/Vilhelm „Við getum ekki haldið áfram að byggja á fyrirkomulagi þar sem Alþingi sjálft úrskurðar um gildi kosninga án þess að óhlutdrægni sé tryggð án þess að niðurstaðan sé kæranleg til dómstóls eða óháðs úrskurðaraðila. Það stenst einfaldlega ekki þær lágmarkskröfur um lýðræðislega stjórnarhætti sem við höfum skuldbundið okkur til að virða ásamt öðrum Evrópuþjóðum,“ sagði Jóhann Páll. Fleiri tóku til máls eins og Dagbjörg Hákonardóttir, þingkona Samfylkingar, og Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingkona Pírata. Þær sögðu dóminn áfellisdóm og hann valda blendnum tilfinningum. Falleinkunn fyrir framkvæmdavald Halldóra Mogensen þingkona Pírata sagði MDE hafa gefið út falleinkunn fyrir framkvæmdavaldið. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir mikilvægt að ræða niðurstöðu dómsins. Vísir/Vilhelm Það voru þó ekki bara þingmenn stjórnarandstöðu sem tjáðu sig. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, gerði það líka og tók undir að það væri á þeirra ábyrgð að skoða niðurstöðu dómsins. Það væri samt ljóst að kjörbréfanefnd hefði unnið af heilindum og faglega. „En fyrirkomulagið í heild sinni er sjálfsagt að skoða og það er verkefni okkar fram undan.“ Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Arnar Umræðurnar voru lengri og nefndi sem dæmi Kristrún Frostadóttir, formaður og þingkona Samfylkingarinnar, að það hefur verið á forræði forsætisráðherra að gera tillögu að breytingum á stjórnarskránni. Það sé áríðandi að það verði gert.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Alþingi Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Tengdar fréttir Ekkert sáttatilboð lagt fram í talningarmálinu Ríkislögmaður segir að ríkið hafi ekki lagt fram neitt sáttatilboð eða viðurkennt brot á mannréttindasáttmála Evrópu vegna kæru tveggja frambjóðenda í Alþingiskosningunum í fyrra. Frambjóðendurnir kærðu ákvörðun Alþingis að staðfesta kosningaúrslitin til mannréttindadómstólsins. 5. október 2022 17:36 „Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður, tilkynnti á Facebook fyrr í dag að mál hans hjá Mannréttindadómstóli Evrópu, vegna ágalla á framkvæmd síðustu Alþingiskosninga, hafi komist í gegnum fyrstu síu dómstólsins. „Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ skrifar Magnús. 8. júní 2022 14:37 Vafi vegna nýrra kosningalaga ástæða þess að málin voru felld niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi telur að ný kosningalög sem tóku gildi um áramótin kveði ekki á með beinum hætti um skyldu til að innsigla kjörgögn að lokinni talningu í kosningum. Því sé vafi á því hvort að meint brot starfsmanna yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í síðustu Alþingiskosningum varði refsingu. Sá vafi var túlkaður starfsmönnunum í hag. 14. mars 2022 15:36 Mál yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis fellt niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur fellt niður mál á hendur starfsmönnum yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í kjölfar Alþingiskosninganna í september. Að minnsta kosti tveir starfsmenn yfirkjörstjórnar hafa fengið send bréf þess efnis. Þeirra á meðal Ingi Tryggvason, sem gegndi formannsstöðu, og Katrín Pálsdóttir sem sæti átti í yfirkjörstjórn. 14. mars 2022 12:34 Kosningar og staðfesting kjörbréfa Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Í dag reynir mikið á þetta ákvæði, því umfjöllunarefnið á Alþingi í dag, þá loksins það kemur saman, varðar lýðræðið sjálft, fjöreggið sem sýnir vald fólksins í landinu. 25. nóvember 2021 19:00 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Ekkert sáttatilboð lagt fram í talningarmálinu Ríkislögmaður segir að ríkið hafi ekki lagt fram neitt sáttatilboð eða viðurkennt brot á mannréttindasáttmála Evrópu vegna kæru tveggja frambjóðenda í Alþingiskosningunum í fyrra. Frambjóðendurnir kærðu ákvörðun Alþingis að staðfesta kosningaúrslitin til mannréttindadómstólsins. 5. október 2022 17:36
„Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður, tilkynnti á Facebook fyrr í dag að mál hans hjá Mannréttindadómstóli Evrópu, vegna ágalla á framkvæmd síðustu Alþingiskosninga, hafi komist í gegnum fyrstu síu dómstólsins. „Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ skrifar Magnús. 8. júní 2022 14:37
Vafi vegna nýrra kosningalaga ástæða þess að málin voru felld niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi telur að ný kosningalög sem tóku gildi um áramótin kveði ekki á með beinum hætti um skyldu til að innsigla kjörgögn að lokinni talningu í kosningum. Því sé vafi á því hvort að meint brot starfsmanna yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í síðustu Alþingiskosningum varði refsingu. Sá vafi var túlkaður starfsmönnunum í hag. 14. mars 2022 15:36
Mál yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis fellt niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur fellt niður mál á hendur starfsmönnum yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í kjölfar Alþingiskosninganna í september. Að minnsta kosti tveir starfsmenn yfirkjörstjórnar hafa fengið send bréf þess efnis. Þeirra á meðal Ingi Tryggvason, sem gegndi formannsstöðu, og Katrín Pálsdóttir sem sæti átti í yfirkjörstjórn. 14. mars 2022 12:34
Kosningar og staðfesting kjörbréfa Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Í dag reynir mikið á þetta ákvæði, því umfjöllunarefnið á Alþingi í dag, þá loksins það kemur saman, varðar lýðræðið sjálft, fjöreggið sem sýnir vald fólksins í landinu. 25. nóvember 2021 19:00