„Vorum að spila á móti besta liði landsins“ Hinrik Wöhler skrifar 16. apríl 2024 22:42 John Andrews, þjálfari Víkinga. Vísir/Anton Brink John Andrews, þjálfari Víkinga, heldur áfram að bæta í bikarasafnið en liðið vann Val í Meistarakeppni KSÍ í kvöld. Leikurinn endaði 1-1 en Víkingur sigraði að lokum í vítaspyrnukeppni. „Mér líður mjög vel, Valur gerði okkur lífið leitt í síðari hálfleik. Við reyndum að spila skyndisóknir og fengum einhver færi í síðari hálfleik en mér fannst Valur spila frábærlega. Stelpurnar börðust fyrir þessu og ég ætla ekki að vera vitlaus og segja að þetta hafi verið verðskuldað en við vorum að spila á móti besta liði landsins og við stóðumst þeim snúning. Ég er bara mjög stoltur,“ sagði John skömmu eftir verðlaunaafhendingu á N1-vellinum. Leikurinn var frekar kaflaskiptur, Víkingur átti fínan fyrri hálfleik og Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði glæsilegt mark í upphafi leiks. Hins vegar voru það Valskonur sem stjórnuðu leiknum í þeim síðari og voru óheppnar að ná ekki að skora fleiri mörk en raun bar vitni. „Raunverulega held ég að það sé útaf því að við höfum ekki haft byrjunarliðið okkar saman í langa tíð. Sumar af stelpunum voru í burtu að keppa með U-19 landsliðinu, Shaina [Ashouri] er nýkomin til okkar og við höfum ekki haft allt liðið saman,“ sagði John þegar hann var spurður um kaflaskipta frammistöðu. „Miðverðirnir okkar hafa verið meiddir að undanförnu og fólk hefur verið að segja að við höfum verið að fá mörg mörk á okkur í þessum leikjum á undirbúningstímabilinu en við vorum án miðvarðanna okkar. Þannig þetta er í fyrsta sinn í langan tíma þar sem okkar lykilleikmenn eru að spila saman.“ Liðið vann Mjólkurbikarinn á síðasta tímabili og er nú nýliði í Bestu deild kvenna. John hefur náð frábærum árangri með liðið en hversu langt getur það farið á tímabilinu? „Þú veist, ég ætla að vera svo leiðinlegur og koma með klisjuna að það er bara einn leikur í einu. Við mætum Stjörnunni á mánudag og við vitum öll hversu góðar þær eru og hversu góður þjálfari Kristján [Guðmundsson] er. Við sönnuðum í dag að við getum staðið í bestu liðunum og síðasta ár var ekki tilviljun. Þannig Guð einn veit hversu langt við getum farið.“ Besta deildin fer af stað um helgina með leik Vals og Þór/KA. John er mjög sáttur með gang mála og sér ekki fyrir neinar breytingar á leikmannahópnum svona stuttu fyrir mót. „Hópurinn er klár. Ég hef fulla trú á hópnum sem ég er með. Það eru engar fleiri breytingar væntanlegar, hvers vegna myndir þú vilja breyta einhverju? Leikmennirnir eru frábærir,“ sagði írski þjálfarinn sigurreifur að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
„Mér líður mjög vel, Valur gerði okkur lífið leitt í síðari hálfleik. Við reyndum að spila skyndisóknir og fengum einhver færi í síðari hálfleik en mér fannst Valur spila frábærlega. Stelpurnar börðust fyrir þessu og ég ætla ekki að vera vitlaus og segja að þetta hafi verið verðskuldað en við vorum að spila á móti besta liði landsins og við stóðumst þeim snúning. Ég er bara mjög stoltur,“ sagði John skömmu eftir verðlaunaafhendingu á N1-vellinum. Leikurinn var frekar kaflaskiptur, Víkingur átti fínan fyrri hálfleik og Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði glæsilegt mark í upphafi leiks. Hins vegar voru það Valskonur sem stjórnuðu leiknum í þeim síðari og voru óheppnar að ná ekki að skora fleiri mörk en raun bar vitni. „Raunverulega held ég að það sé útaf því að við höfum ekki haft byrjunarliðið okkar saman í langa tíð. Sumar af stelpunum voru í burtu að keppa með U-19 landsliðinu, Shaina [Ashouri] er nýkomin til okkar og við höfum ekki haft allt liðið saman,“ sagði John þegar hann var spurður um kaflaskipta frammistöðu. „Miðverðirnir okkar hafa verið meiddir að undanförnu og fólk hefur verið að segja að við höfum verið að fá mörg mörk á okkur í þessum leikjum á undirbúningstímabilinu en við vorum án miðvarðanna okkar. Þannig þetta er í fyrsta sinn í langan tíma þar sem okkar lykilleikmenn eru að spila saman.“ Liðið vann Mjólkurbikarinn á síðasta tímabili og er nú nýliði í Bestu deild kvenna. John hefur náð frábærum árangri með liðið en hversu langt getur það farið á tímabilinu? „Þú veist, ég ætla að vera svo leiðinlegur og koma með klisjuna að það er bara einn leikur í einu. Við mætum Stjörnunni á mánudag og við vitum öll hversu góðar þær eru og hversu góður þjálfari Kristján [Guðmundsson] er. Við sönnuðum í dag að við getum staðið í bestu liðunum og síðasta ár var ekki tilviljun. Þannig Guð einn veit hversu langt við getum farið.“ Besta deildin fer af stað um helgina með leik Vals og Þór/KA. John er mjög sáttur með gang mála og sér ekki fyrir neinar breytingar á leikmannahópnum svona stuttu fyrir mót. „Hópurinn er klár. Ég hef fulla trú á hópnum sem ég er með. Það eru engar fleiri breytingar væntanlegar, hvers vegna myndir þú vilja breyta einhverju? Leikmennirnir eru frábærir,“ sagði írski þjálfarinn sigurreifur að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn