Áætla að yfir 50.000 rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. apríl 2024 06:49 Átökin í Úkraínu, sem nú hafa staðið yfir í um tvö ár, hafa tekið sinn toll. epa/Anastasia Vlasova Fleiri en 50.000 rússneskir hermenn hafa nú fallið í átökunum í Úkraínu, samkvæmt BBC. Mannfallið var 25 prósent meira á öðru ári átakanna, ef talið er í mánuðum frá því að innrásin hófst, heldur en fyrstu tólf mánuðina. BBC Russian, fjölmiðlahópurinn Mediazona og sjálfboðaliðar hafa staðið að talningu dauðsfalla frá því í febrúar 2022. Talningin fer meðal annars fram með því að kemba opinber gögn, fjölmiðlaumfjöllun og samfélagsmiðla, auk þess að fylgjast með nýjum gröfum í kirkjugörðum. Samkvæmt talningunni létust 27.300 hermenn á tímabilinu febrúar 2023 til febrúar 2024. BBC segir þetta sýna vel hina gríðarlegu mannlegu fórn sem sókn Rússa í Úkraínu hefur haft í för með sér. Miðillinn segir aðferðum Rússa hafa verið líkt við hakkavél, þar sem hermenn séu sendir í stöðugum bylgjum inn á vígvöllinn til að þreyta varnir Úkraínumanna og afhjúpa staðsetningu þeirra fyrir stórskotalið innrásarhersins. Rússnesk stjórnvöld neituðu að tjá sig um fjöldann. BBC segir dauðsföllin líklega mun fleiri en talan nær til að mynda ekki til mannfalls í bardagasveitum á hernumdum svæðum í Donetsk og Luhansk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því í febrúar síðastliðnum að 31.000 úkraínskir hermenn hefðu fallið í átökunum en þar er einnig talið að raunverulegur fjöldi sé töluvert meiri. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
BBC Russian, fjölmiðlahópurinn Mediazona og sjálfboðaliðar hafa staðið að talningu dauðsfalla frá því í febrúar 2022. Talningin fer meðal annars fram með því að kemba opinber gögn, fjölmiðlaumfjöllun og samfélagsmiðla, auk þess að fylgjast með nýjum gröfum í kirkjugörðum. Samkvæmt talningunni létust 27.300 hermenn á tímabilinu febrúar 2023 til febrúar 2024. BBC segir þetta sýna vel hina gríðarlegu mannlegu fórn sem sókn Rússa í Úkraínu hefur haft í för með sér. Miðillinn segir aðferðum Rússa hafa verið líkt við hakkavél, þar sem hermenn séu sendir í stöðugum bylgjum inn á vígvöllinn til að þreyta varnir Úkraínumanna og afhjúpa staðsetningu þeirra fyrir stórskotalið innrásarhersins. Rússnesk stjórnvöld neituðu að tjá sig um fjöldann. BBC segir dauðsföllin líklega mun fleiri en talan nær til að mynda ekki til mannfalls í bardagasveitum á hernumdum svæðum í Donetsk og Luhansk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því í febrúar síðastliðnum að 31.000 úkraínskir hermenn hefðu fallið í átökunum en þar er einnig talið að raunverulegur fjöldi sé töluvert meiri.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira