Veður

Hlýnar um helgina

Lovísa Arnardóttir skrifar
Um helgina á að hlýna.
Um helgina á að hlýna. Vísir/Vilhelm

Áfram verður svalt í dag og á morgun en um helgina fer að hlýna. Grunnar lægðir fara nú austur með suðurströndinni. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að þeim fylgi lítilsháttar úrkoma öðru hverju og frekar hægur vindur.

Um helgina, gengur svo í stífa sunnanátt með rigningu um sunnan- og vestanvert landið en lengst af þurru norðaustantil. Hiti er á bilinu núll til sjö stig fram að helgi en gæti farið upp í tíu stig um helgina samkvæmt spá Veðurstofunnar. 

Á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, kemur fram að víða sé hált og krapi á vegum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Norðlæg átt 3-10 m/s, skýjað og dálítil él norðan- og austanlands. Hiti 1 til 7 stig að deginum sunnan heiða, annars vægt frost.

Á föstudag:

Gengur í suðaustan 8-13 m/s sunnan- og vestanlands með rigningu eða slyddu síðdegis, hiti 0 til 6 stig. Hægari og þurrt um landið norðaustanvert, hiti kringum frostmark.

Á laugardag og sunnudag:

Suðlæg átt og vætusamt, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 5 til 10 stig. Styttir upp síðdegis á sunnudag.

Á mánudag og þriðjudag:

Vestlæg eða breytileg átt, bjart með köflum og milt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×