Klopp ætlar rifja upp frægu Barcelona ræðu sína í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 09:31 Jürgen Klopp og félagar þurfa hálfgert kraftaverk í kvöld ætli þeir að komast áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar. AP/Jon Super Liverpool er í mjög slæmri stöðu fyrir seinni leik sinn í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir 3-0 tap á móti Atalanta í fyrri leiknum á Anfield. Seinni leikurinn er í kvöld. Liverpool hefur komist áfram eftir 3-0 tap í fyrri leiknum en það var á móti Barcelona árið 2019. Þá átti Liverpool seinni leikinn á Anfield en nú bíður liðsins leikur á Ítalíu sem gerir verkefnið enn erfiðara. Leikur Atalanta og Liverpool hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Klopp var spurður út í fræga ræðu sína fyrir endurkomuleikinn á móti Börsungum fyrir fimm árum síðan. Mun hugsa um ræðuna „Ég mun hugsa um ræðuna á morgun. Ég man eftir því að ég sagði við þá fyrir Barcelona leikinn fræga að ef okkur mistekst þá skal okkur mistakast á eins fallegan hátt og við getum. Ég mun segja það aftur við þá,“ sagði Jürgen Klopp. „Fullt af stuðningsfólki okkar hélt að þetta væri búið hjá okkur þá en nú eru færri á því. Við erum mættir hingað og við skulum sjá til hvað gerist,“ sagði Klopp. Klopp echoes famed Barça speech ahead of AtalantaLiverpool manager Jurgen Klopp said he would echo his speech before the team's barnstorming fightback against Barcelona in the 2019 Champions League as they look to produce similar heroics at Atalanta on https://t.co/siMSTaeqgn— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) April 17, 2024 Klopp benti á það að endurkoman 2019 hafi komið í allt öðrum kringumstæðum og með svakalegan stuðning úr stúkunni. Það verður allt öðruvísi andrúmsloft á þessum leik. „Úrslitin eru þau sömu en frammistaðan var allt önnur. Þegar við töpuðum 3-0 í Barcelona og fólk skildi ekki hvernig við fórum að því. Nú töpuðum við 3-0 á heimavelli og erum mættir á útivöll. Við erum mættir og reynum að vinna leikinn og það er ekki hægt að gera meira,“ sagði Klopp. „Við áttum góða spretti á móti þeim í síðustu viku en þeir áttu algjörlega sigurinn skilinn. Nú þurfum við að spila miklu betur og sjáum bara til hversu nálægt við komust þessu,“ sagði Klopp. Unnu 5-0 í Atalanta fyrir fjórum árum Liverpool vann 5-0 sigur á Atalanta á útivelli í Meistaradeildinni 2020 og þau úrslit væru vel þegin í kvöld. „Við spiluðum við þá fyrir fjórum árum. Leikurinn á morgun (í kvöld) er erfiðari af því að þeir þurfa ekkert að skora. Ég veit ekki alveg hvernig þeir munu leggja þeta upp. Það er ekki auðvelt að ákveða slíkt þegar þú ert 3-0 yfir,“ sagði Klopp. „Við unnum 5-0 þarna en við töpuðum þá 2-0 á heimavelli á móti þeim. Við verðum bara að sjá hvort liðið ræður betur við stöðuna. Ef Atalanta fer áfram þá eiga þeir það skilið en ef ekki þá hefur eitthvað sérstakt gerst,“ sagði Klopp. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Liverpool hefur komist áfram eftir 3-0 tap í fyrri leiknum en það var á móti Barcelona árið 2019. Þá átti Liverpool seinni leikinn á Anfield en nú bíður liðsins leikur á Ítalíu sem gerir verkefnið enn erfiðara. Leikur Atalanta og Liverpool hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Klopp var spurður út í fræga ræðu sína fyrir endurkomuleikinn á móti Börsungum fyrir fimm árum síðan. Mun hugsa um ræðuna „Ég mun hugsa um ræðuna á morgun. Ég man eftir því að ég sagði við þá fyrir Barcelona leikinn fræga að ef okkur mistekst þá skal okkur mistakast á eins fallegan hátt og við getum. Ég mun segja það aftur við þá,“ sagði Jürgen Klopp. „Fullt af stuðningsfólki okkar hélt að þetta væri búið hjá okkur þá en nú eru færri á því. Við erum mættir hingað og við skulum sjá til hvað gerist,“ sagði Klopp. Klopp echoes famed Barça speech ahead of AtalantaLiverpool manager Jurgen Klopp said he would echo his speech before the team's barnstorming fightback against Barcelona in the 2019 Champions League as they look to produce similar heroics at Atalanta on https://t.co/siMSTaeqgn— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) April 17, 2024 Klopp benti á það að endurkoman 2019 hafi komið í allt öðrum kringumstæðum og með svakalegan stuðning úr stúkunni. Það verður allt öðruvísi andrúmsloft á þessum leik. „Úrslitin eru þau sömu en frammistaðan var allt önnur. Þegar við töpuðum 3-0 í Barcelona og fólk skildi ekki hvernig við fórum að því. Nú töpuðum við 3-0 á heimavelli og erum mættir á útivöll. Við erum mættir og reynum að vinna leikinn og það er ekki hægt að gera meira,“ sagði Klopp. „Við áttum góða spretti á móti þeim í síðustu viku en þeir áttu algjörlega sigurinn skilinn. Nú þurfum við að spila miklu betur og sjáum bara til hversu nálægt við komust þessu,“ sagði Klopp. Unnu 5-0 í Atalanta fyrir fjórum árum Liverpool vann 5-0 sigur á Atalanta á útivelli í Meistaradeildinni 2020 og þau úrslit væru vel þegin í kvöld. „Við spiluðum við þá fyrir fjórum árum. Leikurinn á morgun (í kvöld) er erfiðari af því að þeir þurfa ekkert að skora. Ég veit ekki alveg hvernig þeir munu leggja þeta upp. Það er ekki auðvelt að ákveða slíkt þegar þú ert 3-0 yfir,“ sagði Klopp. „Við unnum 5-0 þarna en við töpuðum þá 2-0 á heimavelli á móti þeim. Við verðum bara að sjá hvort liðið ræður betur við stöðuna. Ef Atalanta fer áfram þá eiga þeir það skilið en ef ekki þá hefur eitthvað sérstakt gerst,“ sagði Klopp.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira