Læknar sögðu Arnór heppinn að ekki skyldi hafa farið verr Aron Guðmundsson skrifar 18. apríl 2024 10:20 Arnór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Getty Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn Rovers, viðurkennir að undanfarnar vikur hafi verið mjög erfiðar fyrir sig. Skagamaðurinn var heppinn að ekki skyldi hafa farið verr er hann lenti í fólskulegri tæklingu í mikilvægum leik Íslands og Ísrael á dögunum. Tækling sem sér til þess að hann spilar ekki meira á tímabilinu. Arnór neyðist því til að fylgjast með úr stúkunni er liðsfélagar hans í enska B-deildar liðinu Blackburn Rovers róa lífróður í deildinni. „Þetta hefur gengið ágætlega,“ segir Arnór í samtali við Rovers TV aðspurður hvernig endurhæfingin gengi. „Það var hins vegar erfið vika að ganga í gegnum þegar að það varð ljóst að ég myndi missa af restinni af tímabilinu. En svona er fótboltinn. Endurhæfingin hefur þó gengið vel. Þetta er erfið staða að vera í. Sér í lagi vegna þess að staðan er þannig að við þurfum að berjast fyrir okkar. Hver leikur er mjög mikilvægur og að geta ekki lagt lóð á vogarskálarnar hefur verið mjög erfitt.“ Roy Revivo, leikmaður Ísrael, fékk réttilega að líta rauða spjaldið, í mikilvægum umspilsleik Íslands og Ísrael þann 21.mars síðastliðin, eftir fólskulegt brot á Arnóri þegar að rétt rúmlega stundarfjórðungur eftir lifði leiks. „Þetta var fáránleg tækling. Þegar að ég talaði við læknana eftir þetta atvik þá minntust þeir á það hversu heppinn ég hefði verið að þetta hefði ekki endað verra. Að ökklinn hefði ekki brotnað.“ Þó að aðstæðurnar séu ekki eins og best er á kosið kýs Arnór að líta á björtu hliðarnar. „Maður verður að horfa á það jákvæða í þessu. Fyrstu tvær vikurnar eftir þetta voru erfiðastar. Þær eru nú að baki. Þetta eru erfið meiðsli þar sem að þetta tengist liðböndum í ökklanum. Það tekur tíma að snúa til baka úr svona meiðslum. Við erum ekki með neina ákveðna dagsetningu í huga varðandi endurkomuna. Ég mun hins vegar ekki snúa aftur fyrir lok tímabilsins.“ Blackburn Rovers vann mikilvægan sigur á einu af toppliðum B-deildarinnar, Leeds United, í síðustu umferð. Sigurinn sér til þess að Blackburn situr í 17.sæti deildarinnar þegar að þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Fimm stigum frá fallsæti. Landslið karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Sjá meira
Arnór neyðist því til að fylgjast með úr stúkunni er liðsfélagar hans í enska B-deildar liðinu Blackburn Rovers róa lífróður í deildinni. „Þetta hefur gengið ágætlega,“ segir Arnór í samtali við Rovers TV aðspurður hvernig endurhæfingin gengi. „Það var hins vegar erfið vika að ganga í gegnum þegar að það varð ljóst að ég myndi missa af restinni af tímabilinu. En svona er fótboltinn. Endurhæfingin hefur þó gengið vel. Þetta er erfið staða að vera í. Sér í lagi vegna þess að staðan er þannig að við þurfum að berjast fyrir okkar. Hver leikur er mjög mikilvægur og að geta ekki lagt lóð á vogarskálarnar hefur verið mjög erfitt.“ Roy Revivo, leikmaður Ísrael, fékk réttilega að líta rauða spjaldið, í mikilvægum umspilsleik Íslands og Ísrael þann 21.mars síðastliðin, eftir fólskulegt brot á Arnóri þegar að rétt rúmlega stundarfjórðungur eftir lifði leiks. „Þetta var fáránleg tækling. Þegar að ég talaði við læknana eftir þetta atvik þá minntust þeir á það hversu heppinn ég hefði verið að þetta hefði ekki endað verra. Að ökklinn hefði ekki brotnað.“ Þó að aðstæðurnar séu ekki eins og best er á kosið kýs Arnór að líta á björtu hliðarnar. „Maður verður að horfa á það jákvæða í þessu. Fyrstu tvær vikurnar eftir þetta voru erfiðastar. Þær eru nú að baki. Þetta eru erfið meiðsli þar sem að þetta tengist liðböndum í ökklanum. Það tekur tíma að snúa til baka úr svona meiðslum. Við erum ekki með neina ákveðna dagsetningu í huga varðandi endurkomuna. Ég mun hins vegar ekki snúa aftur fyrir lok tímabilsins.“ Blackburn Rovers vann mikilvægan sigur á einu af toppliðum B-deildarinnar, Leeds United, í síðustu umferð. Sigurinn sér til þess að Blackburn situr í 17.sæti deildarinnar þegar að þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Fimm stigum frá fallsæti.
Landslið karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Sjá meira