„Sumir eru í golfi en ég er bara í þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2024 11:00 Ólafur Pétursson og fjölskylda eftir að Breiðablik varð Íslandsmeistari karla haustið 2022. Aðsend Ólafur Pétursson er einn af þessum mönnum á bakvið tjöldin sem tranar sér ekki fram við hvert tilefni. Hann hefur hins vegar átt sinn þinn þátt í velgengni Breiðabliks. Ólafur hefur starfað fyrir Breiðablik frá árinu 2005 og lyft fjölda titla á þeim árum. Alls hefur hann unnið 19 stóra titla á ferli sínum sem markmannsþjálfari, þar af eru tíu Íslandsmeistaratitlar. Í dag er hann yfirþjálfari markmannsþjálfunar hjá Breiðabliki. Ofan á allt þetta hefur hann starfað fyrir A-landslið kvenna síðan árið 2013, er í fullu starfi sem kennari og giftur fjölskyldufaðir. Það kemur því ekki á óvart að samkvæmt honum sjálfum sé hann „best gifti maður í heimi.“ Frá 2015 til 2022 var hann með báða meistaraflokka Blika sem og kvennalandsliðið. Hann sér ekki eftir að minnka við sig en í dag er hann með kvennalið Blika ásamt því að vera yfirþjálfari, kennari og fjölskyldufaðir. „Ég hafði bara ekki tíma í það,“ sagði Ólafur í viðtali við Vísi um ferilinn. Umræðan snerist svo fljótt að fjölskyldunni. Ólafur og fjölskylda á EM kvenna sumarið 2022.Aðsend „Konan mín (Lára Sif Jónsdóttir) er mín stoð og stytta í þessu. Ég er búinn að vera ótrúlega lítið heima, alltaf í vinnunni. Bæði að kenna, svo að þjálfa og með alla þessa leiki. Ég var búin að taka ákvörðun um það að vera ekki með báða meistaraflokkana eftir sumarið 2022,“ sagði Ólafur og bætti við: „Ég er loksins meira heima og ef einhver á þakkir skilið þá er það konan mín, ég er ótrúlega vel giftur maður. Er heppinn að eiga eiginkonu sem hefur stutt mig í gegnum þetta.“ Það var nóg að gera hjá karlaliði Breiðabliks síðasta sumar þegar liðið fór alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Ólafur er eðlilega gríðarlega ánægður með þann árangur sem Blikar náðu en hann var þó feginn að vera ekki með báða meistaraflokkana. „Af því að ég var með stelpurnar fékk ég frí hér og þar. Hefði ég líka verið með strákana hefði ég ekki fengið neitt sumarfrí til að vera með fjölskyldunni.“ „Maður finnur það, eins og síðasta sumar þegar ég var ekki með tvo meistaraflokka, hvað það er ótrúlega þægilegt. Það er bara vika í næsta leik, það er mesti munurinn.“ Ólafur og Aron Már Björnsson (þáverandi styrktarþjálfari Breiðabliks á góðri stund í París eftir Evrópuleik gegn París Saint-Germain.Aðsend Löglega afsakaður í Vejle Ólafur hefur starfað fyrir landsliðið síðan 2013 og er kominn með 117 A-landsleiki. „Sem er nú ansi magnað af landsliðsþjálfara að vera,“ segir Ólafur sem hefur aðeins misst af einum leik með A-landsliði kvenna á þessum tíma. Það má segj hann hafi haft löglega afsökun. „Það var í Vejle í júní 2014. Ég var að gifta mig á laugardegi og leikur á sunnudeginum. Það er eini leikurinn sem ég hef misst af.“ „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt, sumir eru í golfi en ég er bara í þessu,“ sagði Ólafur að lokum aðspurður hvort hann væri ekkert farinn að fá leið á þjálfun. Ólafur verður á sínum stað á hliðarlínunni þegar Blikar hefja leik í Bestu deild kvenna á morgun, mánudag. Tekur Breiðablik á móti Keflavík klukkan 18.00. Leikurinn verður sýndur beint á aukarás Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Sjá meira
Ólafur hefur starfað fyrir Breiðablik frá árinu 2005 og lyft fjölda titla á þeim árum. Alls hefur hann unnið 19 stóra titla á ferli sínum sem markmannsþjálfari, þar af eru tíu Íslandsmeistaratitlar. Í dag er hann yfirþjálfari markmannsþjálfunar hjá Breiðabliki. Ofan á allt þetta hefur hann starfað fyrir A-landslið kvenna síðan árið 2013, er í fullu starfi sem kennari og giftur fjölskyldufaðir. Það kemur því ekki á óvart að samkvæmt honum sjálfum sé hann „best gifti maður í heimi.“ Frá 2015 til 2022 var hann með báða meistaraflokka Blika sem og kvennalandsliðið. Hann sér ekki eftir að minnka við sig en í dag er hann með kvennalið Blika ásamt því að vera yfirþjálfari, kennari og fjölskyldufaðir. „Ég hafði bara ekki tíma í það,“ sagði Ólafur í viðtali við Vísi um ferilinn. Umræðan snerist svo fljótt að fjölskyldunni. Ólafur og fjölskylda á EM kvenna sumarið 2022.Aðsend „Konan mín (Lára Sif Jónsdóttir) er mín stoð og stytta í þessu. Ég er búinn að vera ótrúlega lítið heima, alltaf í vinnunni. Bæði að kenna, svo að þjálfa og með alla þessa leiki. Ég var búin að taka ákvörðun um það að vera ekki með báða meistaraflokkana eftir sumarið 2022,“ sagði Ólafur og bætti við: „Ég er loksins meira heima og ef einhver á þakkir skilið þá er það konan mín, ég er ótrúlega vel giftur maður. Er heppinn að eiga eiginkonu sem hefur stutt mig í gegnum þetta.“ Það var nóg að gera hjá karlaliði Breiðabliks síðasta sumar þegar liðið fór alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Ólafur er eðlilega gríðarlega ánægður með þann árangur sem Blikar náðu en hann var þó feginn að vera ekki með báða meistaraflokkana. „Af því að ég var með stelpurnar fékk ég frí hér og þar. Hefði ég líka verið með strákana hefði ég ekki fengið neitt sumarfrí til að vera með fjölskyldunni.“ „Maður finnur það, eins og síðasta sumar þegar ég var ekki með tvo meistaraflokka, hvað það er ótrúlega þægilegt. Það er bara vika í næsta leik, það er mesti munurinn.“ Ólafur og Aron Már Björnsson (þáverandi styrktarþjálfari Breiðabliks á góðri stund í París eftir Evrópuleik gegn París Saint-Germain.Aðsend Löglega afsakaður í Vejle Ólafur hefur starfað fyrir landsliðið síðan 2013 og er kominn með 117 A-landsleiki. „Sem er nú ansi magnað af landsliðsþjálfara að vera,“ segir Ólafur sem hefur aðeins misst af einum leik með A-landsliði kvenna á þessum tíma. Það má segj hann hafi haft löglega afsökun. „Það var í Vejle í júní 2014. Ég var að gifta mig á laugardegi og leikur á sunnudeginum. Það er eini leikurinn sem ég hef misst af.“ „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt, sumir eru í golfi en ég er bara í þessu,“ sagði Ólafur að lokum aðspurður hvort hann væri ekkert farinn að fá leið á þjálfun. Ólafur verður á sínum stað á hliðarlínunni þegar Blikar hefja leik í Bestu deild kvenna á morgun, mánudag. Tekur Breiðablik á móti Keflavík klukkan 18.00. Leikurinn verður sýndur beint á aukarás Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Sjá meira