Hvað viltu meira? „Góð aðventa með handbolta og skíðum“ Valur Páll Eiríksson og Runólfur Trausti Þórhallsson skrifa 19. apríl 2024 07:00 Þórey Rósa vill að Íslendingar slái tvær flugur í einu höggi þegar EM kvenna í handbolta fer fram síðar á þessu ári. EPA-EFE/Beate Oma Í gær varð ljóst hvaða liðum Ísland mætir á Evrópumóti kvenna í handbolta sem hefst í lok nóvember. Spennan er mikil á meðal landsliðskvenna enda eru tólf ár síðan liðið komst síðan þangað. Í gær varð ljóst hvaða liðum Ísland mætir á Evrópumóti kvenna í handbolta sem hefst í lok nóvember. Spennan er mikil á meðal landsliðskvenna enda eru tólf ár síðan liðið komst síðan þangað. Þrír leikmenn Fram eru í landsliðinu en þær gátu misvel fylgst með drætti dagsins. Vísir og Stöð 2 ræddu við þær þrjár á æfingu Fram nú eftir að ljóst var með hvaða liðum Ísland yrði í riðli. Steinunn Björnsdóttir náði „aðeins að hlusta á þetta í eyrunum í umferðinni á leiðinni hingað upp eftir svo það var flott,“ enda með einn nýfæddan í bílnum. „Þetta var langdregið en ég var furðu róleg í dag, svo þegar maður byrjaði að fylgjast með þessu þá fór hjartað að slá og er enn aðeins að ná mér niður,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir, sem sést vel stressuð á myndunum sem fylgja. Ísland dróst í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu. Þær þýsku eru líklega eitt sterkasta liðið úr öðrum styrkleikaflokki. Það hefði því getað dregist betur. Raunverulega er þetta á meðal verri riðla sem landsliðið hefði getað ímyndað sér, en stelpunar standa keikar. „Við verðum að vera hreinskilin, við hefðum alveg getað verið heppnari en við tökum þessu. Vissulega voru önnur lið þarna sem maður hefði frekar viljað mæta en þessum,“ sagði Steinunn. Hægt að slá tvær flugur í einu höggi Drátturinn snerist ekki einungis um andstæðinga heldur einnig staðsetningu. Ísland slapp við Debrecen í Ungverjalandi og Basel í Sviss. Stelpurnar eru sáttar að vera á leið til Innsbruck í Austurríki, það sem Þórey var að vonast eftir frekar en hitt: „Mér líst bara vel á það. Fyrir þá Íslendinga sem ætla að koma er hægt að taka skíðin með sér. Það er mikil skíðamenning hér á Íslandi svo ég trúi ekki öðru en allir flykkist til okkar,“ segir Steinunn. „Ég hvet fólk til að fara plana góða aðventu með handbolta og skíðum, blanda því saman. Íslendingar geta ekki beðið um meira,“ sagði Þórey Rósa jafnframt og glott við tönn. Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Um er að ræða fyrsta Evrópumótið í 12 ár en íslenska liðið var á HM í fyrra og munu yngri leikmenn njóta reynslunnar sem fékkst á því móti. „Við náðum náttúrulega að þjappa okkur vel saman, náðum mörgum vikum og myndi segja að við þekkjum hvor aðra betur og kunnum að spila betur saman þannig að það hjálpaði okkur helling,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir að endingu. Handbolti Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Í gær varð ljóst hvaða liðum Ísland mætir á Evrópumóti kvenna í handbolta sem hefst í lok nóvember. Spennan er mikil á meðal landsliðskvenna enda eru tólf ár síðan liðið komst síðan þangað. Þrír leikmenn Fram eru í landsliðinu en þær gátu misvel fylgst með drætti dagsins. Vísir og Stöð 2 ræddu við þær þrjár á æfingu Fram nú eftir að ljóst var með hvaða liðum Ísland yrði í riðli. Steinunn Björnsdóttir náði „aðeins að hlusta á þetta í eyrunum í umferðinni á leiðinni hingað upp eftir svo það var flott,“ enda með einn nýfæddan í bílnum. „Þetta var langdregið en ég var furðu róleg í dag, svo þegar maður byrjaði að fylgjast með þessu þá fór hjartað að slá og er enn aðeins að ná mér niður,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir, sem sést vel stressuð á myndunum sem fylgja. Ísland dróst í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu. Þær þýsku eru líklega eitt sterkasta liðið úr öðrum styrkleikaflokki. Það hefði því getað dregist betur. Raunverulega er þetta á meðal verri riðla sem landsliðið hefði getað ímyndað sér, en stelpunar standa keikar. „Við verðum að vera hreinskilin, við hefðum alveg getað verið heppnari en við tökum þessu. Vissulega voru önnur lið þarna sem maður hefði frekar viljað mæta en þessum,“ sagði Steinunn. Hægt að slá tvær flugur í einu höggi Drátturinn snerist ekki einungis um andstæðinga heldur einnig staðsetningu. Ísland slapp við Debrecen í Ungverjalandi og Basel í Sviss. Stelpurnar eru sáttar að vera á leið til Innsbruck í Austurríki, það sem Þórey var að vonast eftir frekar en hitt: „Mér líst bara vel á það. Fyrir þá Íslendinga sem ætla að koma er hægt að taka skíðin með sér. Það er mikil skíðamenning hér á Íslandi svo ég trúi ekki öðru en allir flykkist til okkar,“ segir Steinunn. „Ég hvet fólk til að fara plana góða aðventu með handbolta og skíðum, blanda því saman. Íslendingar geta ekki beðið um meira,“ sagði Þórey Rósa jafnframt og glott við tönn. Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Um er að ræða fyrsta Evrópumótið í 12 ár en íslenska liðið var á HM í fyrra og munu yngri leikmenn njóta reynslunnar sem fékkst á því móti. „Við náðum náttúrulega að þjappa okkur vel saman, náðum mörgum vikum og myndi segja að við þekkjum hvor aðra betur og kunnum að spila betur saman þannig að það hjálpaði okkur helling,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir að endingu.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni