Booker um sparkið í stellið: „Partur af körfuboltanum en þetta var allt of mikið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. apríl 2024 22:20 Booker fékk ágætis högg á viðkvæman stað. Vísir/Hulda Margrét Frank Booker kenndi sér enn meins í klofinu þegar hann mætti í viðtal eftir 94-74 sigur Vals gegn Hetti. „Mjög ánægður. Þetta var vörnin sem kom okkur í gang og þegar við byrjum að hitta skotum fór allt að ganga vel“ sagði hann strax að leik loknum. Frank varð fyrir ansi óheppilegu atviki í öðrum leikhluta þegar David Ramos, leikmaður Hattar, sparkaði í klof hans. „Við vorum bara að berjast undir körfunni fyrir frákastinu. Hann datt niður og þá sé ég að hann horfir á mig og sparkar beint í, ég má ekki segja þetta, en þarna niðri sko. Það var ógeðslega vont og ég finn ennþá fyrir þessu, en þetta er körfuboltinn.“ Undirritaður gaf Booker þá leyfi fyrir því að blóta aðeins í sjónvarpsútsendingu. „Má segja pungur? Já hann sparkaði beint í punginn á mér, það var ekki skemmtilegt skal ég segja þér.“ Þessi leikur bauð upp á mikla baráttu og bæði lið voru föst fyrir. Einhverjir vildu meina að Frank hefði sjálfur átt að fá dæmt brot á sig vegna olnbogaskots rétt áður en atvikið átti sér stað. „Það getur verið. Við vorum báðir að berjast og það gæti hafa verið smá olnbogi. En eins og þú sérð, allan leikinn eru olnbogar að fljúga út um allt og það er bara partur af körfuboltanum en þetta var allt of mikið, ef þú horfir á mann og sparkar í pung, það er ekki í lagi.“ Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Valur vann leikinn að endingu og tók 2-1 forystu í einvíginu. Þeir geta klárað einvígið fyrir austan í næsta leik. „Mér líður bara mjög vel. Meðan ég er með þessum strákum þá líður mér alltaf ógeðslega vel. Eins og ég segi, ef við spilum vörn eins og við spiluðum þá verður allt í góðu. Það er mjög erfitt að spila úti og þeir eru með góða stemningu en við hlökkum bara til“ sagði Frank að lokum. Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Ramos rekinn úr húsi fyrir að sparka í klof Bookers David Ramos, leikmaður Hattar, var rekinn af velli í leik Hattar og Vals sem nú fer fram á Hlíðarenda í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. 18. apríl 2024 20:22 Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
„Mjög ánægður. Þetta var vörnin sem kom okkur í gang og þegar við byrjum að hitta skotum fór allt að ganga vel“ sagði hann strax að leik loknum. Frank varð fyrir ansi óheppilegu atviki í öðrum leikhluta þegar David Ramos, leikmaður Hattar, sparkaði í klof hans. „Við vorum bara að berjast undir körfunni fyrir frákastinu. Hann datt niður og þá sé ég að hann horfir á mig og sparkar beint í, ég má ekki segja þetta, en þarna niðri sko. Það var ógeðslega vont og ég finn ennþá fyrir þessu, en þetta er körfuboltinn.“ Undirritaður gaf Booker þá leyfi fyrir því að blóta aðeins í sjónvarpsútsendingu. „Má segja pungur? Já hann sparkaði beint í punginn á mér, það var ekki skemmtilegt skal ég segja þér.“ Þessi leikur bauð upp á mikla baráttu og bæði lið voru föst fyrir. Einhverjir vildu meina að Frank hefði sjálfur átt að fá dæmt brot á sig vegna olnbogaskots rétt áður en atvikið átti sér stað. „Það getur verið. Við vorum báðir að berjast og það gæti hafa verið smá olnbogi. En eins og þú sérð, allan leikinn eru olnbogar að fljúga út um allt og það er bara partur af körfuboltanum en þetta var allt of mikið, ef þú horfir á mann og sparkar í pung, það er ekki í lagi.“ Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Valur vann leikinn að endingu og tók 2-1 forystu í einvíginu. Þeir geta klárað einvígið fyrir austan í næsta leik. „Mér líður bara mjög vel. Meðan ég er með þessum strákum þá líður mér alltaf ógeðslega vel. Eins og ég segi, ef við spilum vörn eins og við spiluðum þá verður allt í góðu. Það er mjög erfitt að spila úti og þeir eru með góða stemningu en við hlökkum bara til“ sagði Frank að lokum.
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Ramos rekinn úr húsi fyrir að sparka í klof Bookers David Ramos, leikmaður Hattar, var rekinn af velli í leik Hattar og Vals sem nú fer fram á Hlíðarenda í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. 18. apríl 2024 20:22 Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Ramos rekinn úr húsi fyrir að sparka í klof Bookers David Ramos, leikmaður Hattar, var rekinn af velli í leik Hattar og Vals sem nú fer fram á Hlíðarenda í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. 18. apríl 2024 20:22
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga