Skoðar róttækar breytingar á vaxtabótakerfinu Elísabet Inga Sigurðardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 19. apríl 2024 14:55 Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra skoðar nú gera róttækar breytingar á vaxtabótakerfinu. Alþjóðlegar stofnanir á borð við Alþjóðabankann og OECD hafi lengi haft margt við kerfið að athuga á liðnum árum og því sé tilefni til að endurskoða það í heild. Ráðherra segir ekki um aðhaldsaðgerð að ræða, nýta þurfi fjármunina með skynsamlegri hætti en nú. Hann hefur í hyggju að setja á fót starfshóp um endurskoðun á opinberum húsnæðisstuðningi í samanburði við önnur Norðurlönd. „Við höfum auðvitað sjálf séð að í þessu kerfi hafa bæturnar farið í vaxandi mæli til þeirra sem hafa hærri tekjurnar og á sama tíma er hið opinbera meira að halda utan um þá sem þurfa aðstoð við að eignast húsnæði eða leigja húsnæði. Fjármununum væri væntanlega betur varið þar.“ Fyrst og fremst niðurgreiðsla til fjármálafyrirtækja Þannig vaxtabótakerfið verður lagt niður í þeirri mynd sem við þekkjum nú? „Ég get ekki sagt það núna. Við erum að fara af stað í þessa vinnu en umsvif þess hafa minnkað á liðnum árum og margir aukin heldur bent á að vaxtabætur séu kannski fyrst og fremst niðurgreiðsla til fjármálafyrirtækja en ekki beinn stuðningur við fólkið. Þannig það er hægt að koma honum betur fyrir með öðrum hætti og koma til stuðnings þeim sem mest þurfa á þeim að halda en ekki endilega þeim í hærri tekjuhópum þannig ég held að það sé margt sem bendi til þess að það sé mikilvægt að endurskoða kerfið.“ Ekki aðhaldsaðgerð Ef yrðu gerðar breytingar, breytast þá upphæðirnar í kerfinu? Er þetta aðhaldsaðgerð? „Nei fyrst og fremst er verið að skoða hvort við getum nýtt þessa fjármuni í húsnæðisstuðninginn með skynsamlegri hætti en við höfum verið að gera.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Ráðherra segir ekki um aðhaldsaðgerð að ræða, nýta þurfi fjármunina með skynsamlegri hætti en nú. Hann hefur í hyggju að setja á fót starfshóp um endurskoðun á opinberum húsnæðisstuðningi í samanburði við önnur Norðurlönd. „Við höfum auðvitað sjálf séð að í þessu kerfi hafa bæturnar farið í vaxandi mæli til þeirra sem hafa hærri tekjurnar og á sama tíma er hið opinbera meira að halda utan um þá sem þurfa aðstoð við að eignast húsnæði eða leigja húsnæði. Fjármununum væri væntanlega betur varið þar.“ Fyrst og fremst niðurgreiðsla til fjármálafyrirtækja Þannig vaxtabótakerfið verður lagt niður í þeirri mynd sem við þekkjum nú? „Ég get ekki sagt það núna. Við erum að fara af stað í þessa vinnu en umsvif þess hafa minnkað á liðnum árum og margir aukin heldur bent á að vaxtabætur séu kannski fyrst og fremst niðurgreiðsla til fjármálafyrirtækja en ekki beinn stuðningur við fólkið. Þannig það er hægt að koma honum betur fyrir með öðrum hætti og koma til stuðnings þeim sem mest þurfa á þeim að halda en ekki endilega þeim í hærri tekjuhópum þannig ég held að það sé margt sem bendi til þess að það sé mikilvægt að endurskoða kerfið.“ Ekki aðhaldsaðgerð Ef yrðu gerðar breytingar, breytast þá upphæðirnar í kerfinu? Er þetta aðhaldsaðgerð? „Nei fyrst og fremst er verið að skoða hvort við getum nýtt þessa fjármuni í húsnæðisstuðninginn með skynsamlegri hætti en við höfum verið að gera.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira