„Særð dýr eru hættulegustu dýrin“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. apríl 2024 21:48 Svavar Birgisson þjálfari Tindastóls. Vísir/Vilhelm Svavar Atli Birgisson var stoltur af sínu liði eftir frammistöðu kvöldsins gegn Grindavík þó lið Tindastóls hafi fallið úr leik í 8-liða úrslitum. Hann viðurkenndi að tímabilið væri búið að vera erfitt. „Ég er stoltur af því hvernig strákarnir mættu í dag og ætla að taka það út úr þessum leik. Þessi leikur hefði alveg eins getað endað okkar megin eins og þeirra,“ sagði Svavar Atli Birgisson þjálfari Tindastóls eftir tapið gegn Grindavík í kvöld. Tapið þýðir að Íslandsmeistarar Tindastóls eru úr leik keppni í Subway-deildinni en fyrir tímabilið spáðu því flestir að liðið myndi verja titilinn sem það vann eftirminnilega í fyrra. „Hlutirnir hafa verið að ganga svolítið fyrir þá og síður fyrir okkur. Það er bara eins og það er.“ „Drungilas er bara minn maður“ Eftir frábæran fyrsta leikhluta misstu Stólarnir niður 19 stiga forskot fyrir síðari hálfleikinn. Svavar segir að leikmenn hafi þó verið vel stemmdir í hálfleik. „Við ætluðum bara að fara aftur í það sem við vorum að gera og virkaði vel í fyrri hálfleik. Síðan þróast hlutirnir ekki alveg með okkur. Við missum Adomas út og (Sigtryggur) Arnar er bara meiddur og hlutirnir virkuðu ekki alveg fyrir okkur. Mér fannst samt strákarnir sem tóku við svara vel.“ Svavar segist ekki vera svekktur út í Drungilas sem fékk á sig tæknivillu í þriðja leikhluta fyrir tuð í dómurum en hann hafði fengið óíþróttamannslega villu fyrr í leiknum og var því rekinn af velli. „Ég get ekkert verið það. Við fáum fullt af góðum hlutum frá honum, líka slæma hluti eins og þú sást. Það hefur bara verið þannig og Drungilas er bara minn maður.“ „Búið að vera hunderfitt“ Það hefur mikið gengið á hjá Tindastóli á tímabilinu. Fyrir utan erfitt gengi innan vallar þá þurfti Pavel Ermolinskij þjálfari liðsins að stíga til hliðar og vara í veikindaleyfi. Svavar Atli og Helgi Freyr Margeirsson tóku við liðinu og stýrðu því til loka tímabilsins. „Ég held það séu 6-7 vikur síðan við tókum við þessu. Það er búið að vera ólgusjór og búið að ganga á ýmsu. Margt sem hefur komið fram og annað ekki. Við fengum þetta í fangið og maður skorast ekkert undan því þó þetta sé langt frá því að vera auðvelt eða ákjósanlegt.“ „Veturinn er búinn að vera erfiður eins og þú þekkir. Þetta er búið að vera hunderfitt.“ Hann sagði Stólana þurfa að safna liði. „Við erum pínu særðir í augnablikinu. Eins og þú þekkir þá eru særð dýr hættulegustu dýrin. Ég á von á því að við komumst sterkari til baka á næsta ári.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Sjá meira
„Ég er stoltur af því hvernig strákarnir mættu í dag og ætla að taka það út úr þessum leik. Þessi leikur hefði alveg eins getað endað okkar megin eins og þeirra,“ sagði Svavar Atli Birgisson þjálfari Tindastóls eftir tapið gegn Grindavík í kvöld. Tapið þýðir að Íslandsmeistarar Tindastóls eru úr leik keppni í Subway-deildinni en fyrir tímabilið spáðu því flestir að liðið myndi verja titilinn sem það vann eftirminnilega í fyrra. „Hlutirnir hafa verið að ganga svolítið fyrir þá og síður fyrir okkur. Það er bara eins og það er.“ „Drungilas er bara minn maður“ Eftir frábæran fyrsta leikhluta misstu Stólarnir niður 19 stiga forskot fyrir síðari hálfleikinn. Svavar segir að leikmenn hafi þó verið vel stemmdir í hálfleik. „Við ætluðum bara að fara aftur í það sem við vorum að gera og virkaði vel í fyrri hálfleik. Síðan þróast hlutirnir ekki alveg með okkur. Við missum Adomas út og (Sigtryggur) Arnar er bara meiddur og hlutirnir virkuðu ekki alveg fyrir okkur. Mér fannst samt strákarnir sem tóku við svara vel.“ Svavar segist ekki vera svekktur út í Drungilas sem fékk á sig tæknivillu í þriðja leikhluta fyrir tuð í dómurum en hann hafði fengið óíþróttamannslega villu fyrr í leiknum og var því rekinn af velli. „Ég get ekkert verið það. Við fáum fullt af góðum hlutum frá honum, líka slæma hluti eins og þú sást. Það hefur bara verið þannig og Drungilas er bara minn maður.“ „Búið að vera hunderfitt“ Það hefur mikið gengið á hjá Tindastóli á tímabilinu. Fyrir utan erfitt gengi innan vallar þá þurfti Pavel Ermolinskij þjálfari liðsins að stíga til hliðar og vara í veikindaleyfi. Svavar Atli og Helgi Freyr Margeirsson tóku við liðinu og stýrðu því til loka tímabilsins. „Ég held það séu 6-7 vikur síðan við tókum við þessu. Það er búið að vera ólgusjór og búið að ganga á ýmsu. Margt sem hefur komið fram og annað ekki. Við fengum þetta í fangið og maður skorast ekkert undan því þó þetta sé langt frá því að vera auðvelt eða ákjósanlegt.“ „Veturinn er búinn að vera erfiður eins og þú þekkir. Þetta er búið að vera hunderfitt.“ Hann sagði Stólana þurfa að safna liði. „Við erum pínu særðir í augnablikinu. Eins og þú þekkir þá eru særð dýr hættulegustu dýrin. Ég á von á því að við komumst sterkari til baka á næsta ári.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Sjá meira